Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Áströlsk unglingsstúlka er fjórða ungmennið sem lætur lífið af völdum tréspíra í Laos. Tvær danskar konur á þrítugsaldri létust eftir að hafa drukkið áfengi sem var mengað tréspíra í vikunni. 21.11.2024 11:36
Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er ómarkviss, margar aðgerðanna eru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefur ekki verið metinn, að dómi Loftslagsráðs. Árangursmat áætlunarinnar eru einnig sagt afar bjartsýnt af þessum sökum. 21.11.2024 10:39
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20.11.2024 15:38
Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Taílensk kona sem myrti fjórtán vini sína og kunningja með því að byrla þeim blásýru var dæmd til dauða í Bangkok í dag. Hún er sögð hafa drepið fólkið til að komast undan skuldum sem hrönnuðust upp vegna spilafíknar hennar. 20.11.2024 14:21
Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. 20.11.2024 12:30
Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Tvö ný lághitasvæði hafa fundist við leit Veitna á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Kjalarnesi og annað á Geldingarnesi. Fundinum er lýst sem tímamótum þar sem eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar og atvinnustarfsemi fer vaxandi á höfuðborgarsvæðinu. 20.11.2024 11:05
Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári. 20.11.2024 10:27
Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016. 20.11.2024 09:42
Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Íslandsbanki ætlar að lækka óverðtryggða vexti á útlánum sínum um allt að 0,5 prósentustig í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti sína. Tilkynning Íslandsbanka var send út innan við stundarfjórðungi eftir að ákvörðun Seðlabankans var kynnt. 20.11.2024 08:53
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19.11.2024 09:04