Harris orðin frambjóðandi demókrata og kynnir varaforsetaefni sitt Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tryggði sér formlega útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni hans í gær. Hún hyggst kynna varaforsetaefni sitt á kosningafundi í Pennsylvaníu í dag. 6.8.2024 07:49
Rólegra veður en líkur á síðdegisskúrum Spáð er rólegra veðri í dag en undanfarna daga með hægri austlægri eða breytilegri átt. Bjart verður með köflum en líkur á síðdegisskúrum allvíða. Áfram er þó spáð leiðinlegu veðri á Suðausturlandi með norðaustan kalda eða strekkingi og rigningu öðru hverju. 6.8.2024 07:26
Séra Frank M. Halldórsson sóknarprestur látinn Séra Frank Martin Halldórsson fyrrum sóknarprestur í Nessókn, lést á bráðadeild Landsspítalans í Fossvogi 31. júlí, níræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá systkinum hans. 4.8.2024 14:28
Tók þátt í mótmælum þrátt fyrir hótun Maduro um handtöku Leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar tók þátt í fjöldamótmælum vegna umdeildra forsetakosninga í höfuðborginni Caracas þrátt fyrir að Nicolás Maduro forseti hafi hótað að láta handtaka hann. Opinberar tölur um úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir að fullu. 4.8.2024 13:58
Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4.8.2024 10:59
Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. 4.8.2024 09:52
Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4.8.2024 08:48
Leiðindaveður um allt land vegna djúprar lægðar Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða rigningar taka gildi á landinu sunnan- og austanverðu í dag. Djúp lægð stefnir að landinu og veldur leiðindaveðri um landið allt 4.8.2024 08:17
Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. 4.8.2024 07:45
Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. 3.8.2024 14:45