fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hér sést hvar jarð­göngin eiga að opnast á Heimaey

Stjórnarformaður félags um Vestmannaeyjagöng vonast til þess að hægt verði að aka í jarðgöngum til Eyja eftir tíu ár. Stefnt er á að rannsóknarboranir hefjist í vor. Félagið hefur boðað til kynningarfundar í Eyjum í kvöld um verkefnið.

Vilja geta sett her­lög á eyju norðan Ís­lands

Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands.

Eitt besta leitarárið á norska land­grunninu

Nýliðið ár reyndist eitt það gjöfulasta í sögu olíuleitar á norska landgrunninu í seinni tíð. Miðað við undanfarinn áratug var aðeins árið 2021 betra í magni nýrra olíu- og gasfunda. Þörf er hins vegar á frekari olíu- og gasleit ef draga á úr yfirvofandi framleiðsluminnkun.

Skamm­degið víkur með hækkandi sól

Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja.

Banda­ríkin áður mun öflugri á Græn­landi

Hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi voru gríðarleg á árum kalda stríðsins og voru þar þúsundir hermanna. Eftir að Sovétríkin leystust upp misstu Bandaríkjamenn að mestu áhuga á landinu og kölluðu nánast allt herlið sitt til baka.

Göngu­leið yfir Elliða­ár í stað hitaveitustokksins

Þrjár nýjar göngubrýr verða lagðar yfir Elliðaár neðst í Elliðaárdal á árinu til að endurheimta eldri gönguleið sem fylgdi gamla hitaveitustokknum yfir árnar. Með brúnum kemur 250 metra langur göngustígur sem liggja mun þvert yfir árkvíslar skammt ofan við veiðihús Elliðaánna en neðan við Toppstöðina.

Fyrir­tæki Elds með málmana sem Trump girnist á Græn­landi

Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups.

Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar

Áformað er hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnuleitar í byrjun nýs árs. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á tímabilinu 4. til 6. janúar. Stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa er svo ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði.

Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug

„Þetta var núllpokaflug,“ var svarið sem flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir gáfu eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri þegar spurt var hvort einhverjir ælupokar voru notaðir í fluginu frá Reykjavík. Í flugstjórnarklefanum sátu þeir Jóhann Ingi Sigtryggsson flugstjóri og Egill Andri Jóhannesson flugmaður.

Stytting fram­hjá Blöndu­ósi ekki á samgönguáætlun

Hringvegurinn mun styttast umtalsvert á nokkrum köflum á Suðausturlandi á næstu tíu til fimmtán árum. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir styttingu framhjá Blönduósi, samkvæmt áformum sem kynnt eru í samgönguáætlun.

Sjá meira