fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Í­búar Austur-Grænlands mót­mæltu ein­angrun og pólitísku af­skipta­leysi

Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni.

Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið

Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins.

Þegar Þor­valdur í Síld og fisk varð ör­laga­valdur Loft­leiða

Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins.

Flug­leiðir á barmi gjald­þrots gátu ekki haldið Cargolux

Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma.

Helsti valda­maður flugsins var oftast utan sviðsljóssins

Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða.

Mál­verk af Græn­landi undir stjórn Trumps vekur at­hygli

Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka.

Icelandair hættir rekstri stærstu flug­véla sinna

Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum.

Kín­verskir verk­takar fá ekki að bora skipagöng í Noregi

Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu.

Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda

Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi.

Sjá meira