Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er auð­vitað allt of lítið úr­tak til að vera mark­tækt“

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki mikið fyrir niðurstöður rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins. Hún segir alrangt að það hafi verið innleið sem sparnaðarleið og setur stórt spurningamerki við það hversu lítið úrtakið er. 

Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast

Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum.

Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina

Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu.

„Brota­menn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“

Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár.

Bjóða Grind­víkingum á seiglunámskeið

Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga.

Sahara og Olís til­nefnd til tvennra al­þjóð­legra verð­launa

Auglýsingastofan Sahara og Olís hafa verið tilnefnd til  European Paid Media Awards 2025 fyrir herferðina Sumarleikur Olís 2024. Í tilkynningu segir að herferðin sé tilnefnd í tveimur flokkum: Paid Media Campaign of the Year og Paid Social Campaign of the Year, fyrir það sem kallað er „Engaging Gamification for Brand Loyalty“ á vefsíðu verðlaunanna.

Hvetur stjórn­völd til að veita ferða­skrif­stofum lán eins og í Covid

Sigurður Kolbeinsson, forstjóri Kólumbus ævintýraferða og Ferðaskrifstofu eldri borgara, hvetur stjórnvöld til að fara sömu leið og í Covid og lána ferðaskrifstofum pening svo þau geti greitt fyrir tap vegna gjaldþrots Play. Minni fyrirtæki sérstaklega geti farið illa út úr gjaldþroti Play.

Búið að greiða laun og barna­bætur

Vegna hægagangs í vinnslum hjá Reiknistofu bankanna, RB, bárast greiðslur frá Tryggingastofnun og Fjársýslu ríkisins seinna í dag en venjulega. Búið er að greiða laun opinberra starfsmanna og barnabætur.

Sjá meira