Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi olíuleit í Bítinu en flokkurinn vill að það verði sett á stofn ríkisolíufyrirtæki og að ríkið leiti að olíu. Hann telur það geta skipt sköpum fyrir þjóðina finnist olía við Ísland. 17.9.2025 09:12
„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16.9.2025 15:56
Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent árið 2024 miðað við árið áður. Stöðugildi á vegum ríkisins voru við síðustu áramót 29.054. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Um 65 prósent stöðugildanna tilheyra konum, eða rúm 18 þúsund og flest heyra undir heilbrigðisráðuneytið, eða alls 13 þúsund. 16.9.2025 14:52
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16.9.2025 12:08
Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. 16.9.2025 12:03
Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum. 16.9.2025 09:56
Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Valtýr Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir heilbrigðisstarfsfólk á spennt að hefja notkun á nýju mótefni við RS-veirunni. Hann segir fullyrðingar hagsmunahóps um að lyfið hafi farið í hraðferð við leyfisveitingu ekki standast og að góð reynsla hafi myndast á notkun lyfsins á bæði Frakklandi og á Spáni. 16.9.2025 09:43
Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um vexti og verðbólgu í fyrstu óundirbúnu fyrirspurn þingvetrarins. Kristrún sagði ríkisstjórnina með tímasett plan og hún væri byrjuð að vinna eftir því. 15.9.2025 15:48
Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Leki er úr heitavatnslögn á Bústaðavegi við bensínstöðina nærri Hlíðunum. Loka þarf fyrir heitt vatn á meðan aðstæður eru kannaðar og lekinn lagaður. Búið er að stöðva lekann og unnið er að viðgerð. 15.9.2025 15:08
Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Lögregla varar við svikapóstum sem beinast að þeim sem „eru helteknir af ólöglegum klámsíðum“. Í póstunum segir að lögregla hafi viðkomandi til rannsóknar vegna heimsókna þeirra á tilteknar klámsíðu. 15.9.2025 13:55