Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó

Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti.

Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum

Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis.

„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“

Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum.

Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni.

Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu

Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála.

Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum.

Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk

Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu.

Liður í góðum viðskiptaháttum að hafa rúman skilafrest

Mikil aukning er á fyrirspurnum til Neytendasamtakanna vegna of naums skilafrest á vörum. Formaður samtakanna segir að þrátt fyrir að engin eiginleg lög nái yfir skilafrest þá sé það liður í góðum viðskiptaháttum að gefa viðskiptavinum sínum rúman frest til að skila vörum sem þeir hafa ekki not fyrir. Þær verslanir sem komi vel fram við viðskiptavini séu bæði langlífar og dafni jafnan betur.

Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref

Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári.

Sjá meira