Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hittast á hlut­lausum stað

Ben Affleck og Jennifer Lopez róa nú öllum árum að því að ná samkomulagi um skilmála vegna skilnaðar síns. Erlendir slúðurmiðlar keppast nú við að flytja fréttir af því að þau séu farin að hittast á hlutlausum stað ásamt lögfræðingi sínum þar sem þau ræða skilmálana.

Frum­sýning á Vísi: Helga Braga í kol­svartri kómedíu

Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir fara með aðalhlutverkin í gamanmyndinni Top 10 möst eftir Ólöfu B. Torfadóttur. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt.

Kristófer Helga í veikinda­leyfi

Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson.

Var talin vera hommi og lögð í ein­elti

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stefnir á að bjóða sig fram á Alþingi í komandi þingkosningum. Hún segist þakklát fyrir uppeldisárin í sveitinni en Ugla lifði um stund tvöföldu lífi á unglingsárunum þar sem hún gat verið hún sjálf erlendis en ekki á Íslandi og var hún lögð í einelti í menntaskóla um stund þegar hún var talin vera samkynhneigður karlmaður sem ætti eftir að koma út úr skápnum. 

Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara

Fyrsta umboðsstofan sem rekin er af leikurum hefur verið opnuð á Íslandi. Hún heitir Northern Talent og segir einn stofnenda hennar að hún sé ekki rekin sem hefðbundin umboðsstofa, þar sé enginn eiginlegur umboðsmaður heldur taki leikarar á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar.

Hyggjast halda breytta Söngva­keppni á næsta ári

RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara.

Ein­falt og frísk­legt út­lit fyrir hlaupið

„Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar.

Sjá meira