Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Blíð­viðri á Norður­landi í dag

Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina.

Heitavatnslaust á Sel­tjarnar­nesi

Ekkert heitt vatn er á Seltjarnarnesi vegna rafmagnsbilunar hjá Hitaveitu Seltjarnarness. Viðgerðarteymi hefur verið kallað út og kemur heitt vatn aftur á kerfið innan skamms.

Flestir á­nægðir með kjör Höllu Tómas­dóttur

Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní.

Bætt skólaeldhús fyrir ís­lensk fjár­fram­lög

Ný og betri skólaeldhús sem greidd eru af íslensku þróunarfé hafa verið sett upp í tuttugu grunnskólum á Karamoja-svæðinu í Úganda undanfarna mánuði. Til stendur einnig að endurbæta rúmlega fimmtíu skólaeldhús til viðbótar á svæðinu áður en árið er liðið fyrir fjárframlög frá Íslandi.

Frederiksen víkur fyrir Bird

Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri.

Lætur mál gegn OpenAI niður falla

Auðjöfurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníuríki um að draga kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI til baka. Hann sakaði fyrirtækið og Sam Altman, forstjóra þess, um að hafa gengið á bak orða sinna hvað varðar stofnsamning fyrirtækisins.

Sjá meira