Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Þriðja umræðan um frumvarp atvinnuvegaráðherra hefst í dag eftir að 71. grein þingskapalaga var beitt í gær til að ljúka annarri umræðu. Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær sem leggur til að veiðigjöldin verði innleidd í skrefum. 12.7.2025 10:07
Veðurblíða víða um land Veðurstofa Íslands spáir hita upp á elleftu til 21 stig en hlýjast verður á norðaustanverðu landinu. Einnig má búast við sólskini um tíma á Vestfjörðum og Vesturlandi. 12.7.2025 09:21
Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Prófessor í stjórnmálafræði segir það fordæmalaust að svokölluðu kjarnorkuákvæði sé beitt gegn málþófi á Alþingi. Ekki sé algengt að jafn þung orð séu látin falla í þinginu líkt og síðustu daga. Of snemmt sé að segja til um áhrifin sem beiting ákvæðisins geti haft á þingið en möguleiki er á að það málþófshefðir íslenskra þingmanna breytist til muna. 11.7.2025 11:53
Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins. 11.7.2025 10:54
Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11.7.2025 08:49
Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum. 11.7.2025 07:54
Halda áfram að ræða veiðigjöldin Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. 11.7.2025 07:30
Draga Dettifoss til Reykjavíkur Varðskipið Freyja er nú að draga Dettifoss, fragtskip Eimskips, til Reykjavíkur eftir að það síðarnefnda varð vélarvana í gær. 11.7.2025 06:40
Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Bandaríkjaforseti hyggst leggja 35 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kanada. Löndin tvö hafa átt í samningaviðræðum um málið en nú þegar eru há tollgjöld í gildi. 11.7.2025 06:29
Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Reykjavík. Árásarmaður sló fórnarlambið í andlitið með hnúajárni. Málið er í rannsókn. 11.7.2025 05:59