Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fögnuðu sögu­legum 850 þúsund króna há­talara Ella Egils

Það var margt um manninn á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi þar sem fram fór glæsilegt frumsýningarboð og hulunni var svipt af samstarfi Bang&Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök (1/50–50/50).

Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér

„Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen.

„Er ekki hér til að keppast um fegurð“

„Ég er stolt af því að hafa stigið út fyrir minn eigin þægindaramma og tekið þátt í keppni eins og þessari, því það er stórt skref í átt að því að treysta á sjálfa mig,“ segir Birna Dís Baldursdóttir, nemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen.

Hefur keypt fast­eignir fyrir rúman milljarð ís­lenskra króna á árinu

Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. 

Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu

Fjölmiðlamaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, og Jóhanna Katrín Guðnadóttir hárgreiðslukona eru farin í sundur eftir tuttugu og fjögurra ár samband. Mbl.is greindi fyrst frá.

Mun aldrei gleyma augna­ráði bíl­stjórans

„Ég dýrka þegar fólk er heiðarlegt við mig. Þá líður mér eins og þeim líði vel í kringum mig og treysti mér,“ segir Linda Amina Shamsudin, hárgreiðslunemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen.

Bragð­góð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk

Það er fátt jafn notalegt og bragðgóðar haustsúpur þegar dimmir og kuldinn færist yfir. Hér er á ferðinni uppskrift að ljúffengri graskers- og púrrlaukssúpu úr smiðju Jönu Steingríms, heilsukokks og jógagyðju, sem kann listina að búa til næringaríkan og bragðgóðan mat.

Fram­kvæmda­stjóri Olís selur glæsihús í Garða­bæ

Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur sett fallegt raðhús við Ljósakur í Garðabæ á sölu. Húsið er rúmlega 330 fermetrar að stærð á þremur hæðum, byggt árið 2009. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Fyrsta Ung­frú Græn­land í rúm þrjá­tíu ár

Hin 21 árs gamla Vicky Rebella Riis var krýnd Ungfrú Grænland 2025 þann 14. september síðastliðinn í Sirkussalnum í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1992 sem fulltrúi Grænlands er krýndur í fegurðarsamkeppni á alþjóðavettvangi.

Kynfræðingur, rektor og lista­kona styrktu tengslin

Um tvöhundruð konur úr ólíkum áttum samfélagsins komu saman í Sykursalnum síðastliðinn fimmtudag þegar Auðnast hélt kvennaboð undir yfirskriftinni „Hvernig hugar þú að þínu sálræna öryggi?“ Markmiðið var að virkja sameiningarkraft kvenna, styrkja tengsl og kitla hláturtaugarnar.

Sjá meira