Vísindi

Fréttamynd

Gullörn fæli refi af flugbrautum

Stjórnendur flugvallarins við hafnarborgina Bari á Ítalíu hafa gripið til þess ráðs að fá taminn gullörn til liðs við sig. Er erninum ætlað að fæla refi frá flugbrautunum á vellinum

Erlent
Fréttamynd

Mótleikur mauranna

Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina.

Erlent
Fréttamynd

Fornar hellamyndir í bráðri hættu

Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar.

Erlent
Fréttamynd

Óþarfi að drekka átta vatnsglös

Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerlingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal.

Erlent
Fréttamynd

Loftsteinn gæti rekist á Mars í janúar

Töluverðar líkur eru taldar á því að loftsteinn rekist á plánetuna Mars í janúar á næsta ári. Vísindamenn telja líkurnar á þessu 1:75 og að hugsanlegur árekstur verði þann 30. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Risarottur uppgötvaðar í Indónesíu

Það er ekki á hverjum degi sem ný spendýr eru uppgötvuð en vísindamenn í frumskógi í Indónesíu hafa fundið nýja tegund rottu sem er risastór og nýja tegund pokarottu sem er agnarsmá.

Erlent
Fréttamynd

Kengúra endaði ævina í hákarlskjafti

Kengúra týndi lífinu í Ástralíu á dögunum á heldur óvenjulegan hátt. Kengúran var á strönd í suðurhluta landsins og hoppaði hún út í brimið og lagðist til sunds. Þá skipti engum togum að stærðar hákarl réðst á dýrið og drap samstundis. Þetta þykja nokkur tíðindi í Ástralíu því afar fátítt er að kengúrur fáist til að koma nálægt sjónum hvað þá að þær stökkvi sjálfviljugar út í.

Erlent
Fréttamynd

Skip sjóræningjans Kafteinn Kidd fundið

Hópur bandaríska fornleifafræðingar tilkynnti í gær að þeir hefðu að öllum líkindum fundið skipsflak hins alræmda skoska sjóræningja Kaftein Kidd eða William Kidd eins og hann hét réttu nafni.

Erlent
Fréttamynd

Ný risaeðla á stærð við T-Rex uppgvötvuð

Steingerðar leyfar risaeðlu sem grafnar voru upp fyrir tíu árum í Lýðveldinu Niger í Afríku hafa reynst vera af nýrri áður óþekktri tegund. Risaeðlan var kjötæta á stærð við T-Rex sem áður var talin stærsta kjötætan.

Erlent
Fréttamynd

Vélmenni NASA gerir mikilvæga uppgvötvun á Mars

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að vélmenni það sem stofnunin hefur á Mars hafi gert mikilvæga uppgvötvun á yfirborði plánetunnar. Í fyrsta sinn hafa fundist ummerki sem gefa til kynna að örverur gátu vel þirfist á Mars áður fyrr.

Erlent
Fréttamynd

Dularfullt spendýr fest á filmu í fyrsta sinn

Vísindamanni hefur í fyrsta sinn tekist að festa á filmu dularfullt spendýr sem lifir í Mongolíu og Kína. Dýrið sem kallast Jerboa er næturdýr, á stærð við litla mús og með eyrum sem eru stærri en skrokkur þess.

Erlent
Fréttamynd

Vélmenni lék á fiðlu - túlkunin sögð vélræn

Toyota afhjúpaði í gær nýjustu afurð sína, vélmenni sem spilar á fiðlu. Vélmennið er 150 sentimetrar á hæð og fingur þess eru nægilega þróaðir til þess að því tókst að flytja „Pomp and Circumstance“ eftir Elgar á sýningunni í Tókíó í gær.

Erlent
Fréttamynd

Barnaníðingar með öðruvísi heila

Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum.

Erlent
Fréttamynd

Sólin skín skærast í Kyrrahafinu

Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt.

Erlent
Fréttamynd

Flensusprautan virkar ekki sem skyldi

Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu.

Erlent
Fréttamynd

Marglyttur útrýmdu laxeldi á Norður Írlandi

Milljónir marglyttna lögðu laxeldisstöð á Norður Írlandi í rúst í síðustu viku. Allir laxarnir í stöðinni drápust þegar marglytturnar réðust á fiskana sem gátu sig hvergi hreyft í kvíunum. 100 þúsund laxar drápust og er tapið talið nema hundruðum milljóna króna.

Erlent
Fréttamynd

Mannhæðahár sporðdreki fannst í Þýskalandi

Evrópskir vísindamenn hafa fundið gríðarstóra steingerða kló af 2,5 metra löngum sjávarsporðdreka í þýskri námu. Fyrirbærið er talið 390 milljón ára gamalt samkvæmt líffræðitímaritinu Biology Letters. Dýrið sem hefur verið nefnt Jaekelopterus rhenaniae hélt sig líklegast til í ám eða fenjalendi.

Erlent
Fréttamynd

Bubbi byggir í geimnum

Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni.

Erlent
Fréttamynd

Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum

Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar skjóta geimkönnunarfari á loft

Kínverjar hyggjast síðar í þessari viku skjóta á loft geimkönnunarfarinu, Change'e One, en því er ætlað rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Reiknað er með því að könnunarfarið verði næstu tvö árin á sporbraut um tunglið.

Erlent
Fréttamynd

Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu?

Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu.

Erlent
Fréttamynd

Ævaforn fótspor bylta þróunarkenningum

Breskir vísindamenn fundu fyrir skömmu steingervð fótspor af eðlu sem talin eru vera um 315 milljón ára gömul. Uppgötvunin bendir til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið mun fyrr en áður hefur verið talið.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig er að deyja?

Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn.

Erlent
Fréttamynd

Spáir hjónaböndum við vélmenni

Breskum vísindamanni hefur verið veitt doktorsgráða fyrir ritgerð sem spáir hjónaböndum milli vélmenna og manna í framtíðinni. Það var háskólinn í Maastricht í Hollandi sem veitti David Levy PhD gráðuna fyrir lokaritgerð sem bar heitið "Intimate Relationships with Artificial Partners," eða náin sambönd við tilbúna félaga.

Erlent
Fréttamynd

Frjósamar nektardansmeyjar þéna meira

Nektardansmeyjar sem eru á hátindi frjósemi sinnar í tíðahringnum fá að jafnaði meira í þjórfé en starfssystur þeirra sem eru á pillunni. Þetta sýna niðurstöður vísindamanna við háskólann í New Mexico í Bandaríkjunum.

Erlent