Vísindi

Fréttamynd

Nýjar myndir af Júpíter

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur gefið út nýjar myndir af plánetunni Júpíter. Þær eru teknar úr geimfarinu New Horizons. Á annarri myndinni má sjá hnúð á norðurpól stjörnunnar sem er af völdum gríðarlegs eldgoss.

Erlent
Fréttamynd

Grafreitur skylmingaþræla í Tyrklandi

Vísindamenn telja sig hafa fundið grafreit skylmingaþræla í Efesus í Tyrklandi. Þar var stórborg í austrómverska keisaradæminu. Þegar beinin eru skoðuð og áverkar á þeim kemur í ljós nýr fróðleikur um líf, bardagaaðferðir og dauða skylmingaþræla.

Erlent
Fréttamynd

Skjalda -hættu að prumpa

Metan er einna sterkust af þeim gastegundum sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Það er 23 sinnum öflugra við að binda hita í gufuhvolfinu en kol-díoxíð. Vísindamenn segja ef hægt yrði að hafa stjórn á útblæstri metans væri það risastórt skref í því að draga úr loftslagsbreyttingum.

Erlent
Fréttamynd

Hópkynlíf stundað á steinöld

Hópkynlíf, kynlífsþrælar og kynlífsleikföng eru ekkert nýtt fyrirbæri. Timothy Taylor, fornleifafræðingur við Bradford háskólann í Bretlandi, segir að forfeður okkar á steinöld hafi stundað fjölbreytt kynlíf og ekkert dregið af sér. Fram til þessa hefur verið talið að steinaldrarmenn hafi eðlað sig eins og dýr, til þess eins að viðhalda stofninum.

Erlent
Fréttamynd

Vísindamenn heiðraðir

Guðmundur Þorgeirsson prófessor var útnefndur heiðursvísindamaður Landspítala – háskólasjúkrahúss 2007 á föstudag. Útnefningin fór fram á vísindadagskrá við upphaf Vísinda á vordögum. Við sama tækifæri var Sveinn Hákon Harðarson valinn Ungur vísindamaður ársins 2007.

Erlent
Fréttamynd

Frá uppgröftrum

Mikil umskipti í fornleifarannsóknum á síðustu árum eru að skila bráðabirgðaniðurstöðum og þeim verður að skila til almennings og fræðasamfélagsins, heima og heiman. Fornleifafræðingar halda ráðstefnu í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í dag og kynna bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem eru í gangi og hefst hún kl. 13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Erlent
Fréttamynd

Mæting nemenda skráð með fingraförum

Háskóli í Kína hefur tekið í notkun fingrafaraskanna til þess að fylgjast með mætingu nemenda sinna. Dagblaðið The China daily greindi frá þessu á þriðjudag. Ekki eru víst allir á eitt sáttir við nýja kerfið.

Erlent
Fréttamynd

Ný eyja fannst við strendur Grænlands

Ný eyja er fundin við austurströnd Grænlands. Hún er margra kílómetra löng og er í laginu eins og hönd með þrjá fingur. Eyjan er um 640 kílómetra norðan við heimskautsbaug. Hún er komin í ljós vegna bráðnunar grænlensku íshellunnar.

Erlent
Fréttamynd

Ný súper-stjarna finnst í geimnum

Stjörnufræðingar hafa fundið plánetu utan við sólkerfi okkar sem líkist jörðinni mest annarra hnatta. Talið er að vatn geti verið á yfirborði hennar. Plánetan er á sporbraut við stjörnuna Gliese 581, sem er 20,5 ljósár í burtu í stjörnumerki Vogarinnar. Vísindamenn áætla að hitastig á plánetunni sé á milli 0-40 stig á celsíus.

Erlent
Fréttamynd

Slæmar fréttir fyrir Súpermann

Nýtt steinefni hefur fundist í námu í Serbíu sem hefur samskonar efnasamsetningu og grænu Kryptónít kristallarnir úr kvikmyndinni „Superman Returns“.

Erlent
Fréttamynd

Hulunni svipt af rostungaráðgátu

Teymi danskra og grænlenskra vísindamanna hafa fest gervihnattasenda á átta rostunga í því skyni að rannsaka hvert skepnurnar halda á sumrin, en til þessa hefur mjög lítið verið vitað um ferðir rostunga yfir sumartímann.

Erlent
Fréttamynd

NASA birtir þrívíddarmyndir af sólinni

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, birti dag fyrstu þrívíddarmyndirnar sem teknar hafa verið af sólinni. Myndirnar voru teknar með tveimur gervitunglum sem eru hvort sínum megin sólarinnar en með því að hafa þá þannig og taka mynd náði Nasa dýptinni í myndunum.

Erlent
Fréttamynd

Ferðalangur lendir utan úr geimi

Bandaríski milljarðarmæringurinn Charles Simonyi er kominn aftur til jarðar eftir tveggja vikna ferðalag út í geim. Ferðin kostaði hann 25 milljónir dollara, eða rúmlegan einn og hálfan milljarð króna.

Erlent
Fréttamynd

Vélmenni í stöðugri þróun

Ný og þróaðri tegund vélmenna sem framkvæma ekki einungis fyrir fram forritaðar aðgerðir heldur bregðast við umhverfi sínu á margvíslegan hátt eins og mannskepnan er að ryðja sér til rúms.

Erlent
Fréttamynd

Kjúklingar komnir af risaeðlum

Vísindamenn hafa fundið fyrstu merki þess að risaeðlan Tyrannosaurus rex sé fjarskyldur frændi hænunnar. Eru þetta fyrstu handbæru merkin sem tengja risaeðlur og fugla saman, segir vísindamaður við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Upplýsingar þessar fengust með því að rannsaka prótein úr beinmerg úr 68 milljón ára gömlu beini. Vísindamenn hafa löngum haldið því fram að fuglarnir eins og við þekkjum þá í dag séu komnir af risaeðlum og er þetta því mikið gleði efni en hingað til hefur ekki verið hægt að finna nýtanlegan beinmerg til þess að vinna úr.

Erlent
Fréttamynd

Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum

Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær.

Erlent
Fréttamynd

Klókindaskepnan hrafninn

Hrafnar slá öllum öðrum fuglum við í klókindum og hafa að sumu leyti greind sem sambærileg er við greind prímata. Þetta staðfesta nýjustu rannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Borgar sig að blunda

Þið sem vitið ekkert betra en að blunda eilítið á daginn hafið fengið nýtt vopn í báráttunni fyrir réttindum dagsvæfra. Samkvæmt nýrri rannsókn ætti fólk að jafnaði að leggja sig þrisvar sinnum á viku yfir daginn, hálftíma í senn. Þetta á jafnt að auka afköst sem og gleði í vinnu. Og vinnuveitendur ættu að íhuga þetta alvarlega líka, því að talið er að síþreyta kosti bandarísk fyrirtæki eitt hundrað og fimmtíu milljarða á hverju einasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Mannshjarta ræktað úr stofnfrumum

Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Talið er að innan þriggja ára verði hægt að nota þessa tækni til líffæraflutninga. Á hverju ári þarfnast tíu þúsund Bretar hluta úr hjarta, svo að niðurstöðurnar hafa skiljanlega vakið töluverða athygli. Að sögn vísindamannanna eru vonir bundnar við að eftir áratug eða svo verði hægt að ganga skrefinu lengra og rækta heilt mannshjarta með stofnfrumum.

Erlent
Fréttamynd

Vísindamenn rækta hjartaloku

Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára.

Erlent
Fréttamynd

Hver eru lengstu fljót í heimi?

Að mæla nákvæma lengd vatnsfalla er ekki alltaf eins einfalt og það kann að virðast í fyrstu. Þrír þættir skipta þar töluverðu máli: Hver skilgreind upptök vatnsfallsins eru, hvar það endar nákvæmlega og hversu nákvæm gögn eru notuð til þess að mæla fjarlægðina þar á milli.

Innlent
Fréttamynd

Menn verða uppgefnir á að sofa hjá

Vísindamenn í Austurríki hafa komist að því að heilastarfsemi karlmanna minnki tímabundið við að sofa í sama rúmi og önnur manneskja. Þegar þeir deili rúmi með öðrum heila nótt truflist svefninn, hvort sem þeir njóti ásta eða ekki. Þetta spilli andlegri getu þeirra næsta dag.

Erlent
Fréttamynd

Bláber fyrirbyggja ristilkrabbamein

Bláber geta verkað fyrirbyggjandi á ristilkrabbamein. Þetta segja bandarískir vísindamenn. Berin innihalda náttúruleg andoxunarefni sem koma í veg fyrir að krabbamein þróist. Svipuð andoxunarefni finnast einnig í vínberjum. Vísindamennirnir, sem starfa við landbúnaðardeild Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum segja jafnvel mögulegt að koma þessum andoxunarefnum fyrir í töflum. Þangað til mæla vísindamennirnir með því að fólk sé duglegra við að borða bláber.

Erlent
Fréttamynd

Jöklar bráðna hraðar en spáð hafði verið

Hækkandi sjávarborð og bráðnun heimskautajökla er við efri mörk þess sem spáð hefur verið. Vísindamenn óttast nú að bráðnunin muni enn hraðast. Þetta er niðurstaða könnunar vísindamanna á gervihnattamyndum. Þeir segja að bráðnun á Grænlandsjökli og Suðurskautinu nálgist nú það stig að þróuninni verði ekki snúið við og haldi fram sem horfi muni yfirborð sjávar hækka um nokkra metra á næstu áratugum.

Erlent
Fréttamynd

Reikniþraut leyst eftir 120 ár

Lið stærðfræðinga í Bandaríkjunum hefur leyst 120 ára gamla stærðfræðiráðgátu. Fjöldi vísindamanna skilur samt sem áður ekki um hvað hún snýst. Lausnin er svo flókin að handskrifuðu niðurstöðurnar myndu þekja alla Manhattan eyju í New York. Það jafngildir plássi á hörðum diski fyrir 45 daga samfellda spilun tónlistar á MP3 formi.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskorpan horfin fyrir sunnan Ísland

Skorpa jarðar er horfin á mörgþúsund ferkílómetra svæði á Mið-Atlantshafshryggnum, suður af Íslandi. Vísindamenn kunna enga skýringu á þessu fyrirbæri. Jarðskorpan á hafsbotni er yfirleitt um átta kílómetra þykk. Á umræddu svæði er nú opið niður í kviku og vísindamenn lýsa þessu sem risastóru opnu sári á jörðinni. Breskir vísindamenn eru nú í leiðangri til þess að kanna þetta sár.

Innlent
Fréttamynd

Erfðabreyttar moskítóflugur þróaðar gegn malaríu

Vísindamenn hafa þróað og ræktað erfðabreyttar moskítóflugur sem bera í sér mótefni gegn malaríu. Vonast er til að hægt verði að koma þessum flugum út í umhverfið og að þær taki yfir þær flugur sem bera með sér malaríu, en moskítóflugur eru helstu smitberar malaríu.

Erlent
Fréttamynd

Eldri gerðir berklabóluefnis betri

Eldri gerðir berklabóluefnis virðast virka betur er þær nýrri. Þetta segja franskir læknar. Breytingar sem gerðar hafa verið á erfðaþáttum bóluefnisins til að reyna að draga úr hliðarverkunum þess hafa einnig leitt til þess að það virkar verr. Rannsakendur við Lois Pasteur-stofnunina vilja nú gera tilraunir með eldri gerðir bóluefnis og taka það aftur í notkun.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að malbika tunglið

Vísindamenn kanna nú mögulega hættu sem geimförum stafar af því að anda að sér tunglryki. Rannsókn bendir til þess að smæstu agnir tunglryks gætu verið eitraðar en sannreyna á kenninguna með tilraunum á músum. NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman rannsóknarteymi sem á að kanna málið og komast að niðurstöðu fyrir fyrirætlaða tunglferð árið 2020.

Erlent