Vísindi

Fréttamynd

Skordýraeitur ógnar regnskógum Kosta Ríka

Skordýraeitur ógnar nú mjög vernduðum regnskógum í Kosta Ríka, jafnvel þó að því sé dreift í margra kílómetra fjarlægð frá skógarjaðrinum. Þetta er vegna þess að eitrið leysist upp í rigningarvatni, gufar upp og fellur svo strax aftur sem regn í skógunum. Þetta kemur fram í tímaritinu Enviromental Science & Technology. Meðal afleiðinga þessa er að froskar og skriðdýrategundir í útrýmingarhættu drepast úr eitrinu.

Erlent
Fréttamynd

Einstakar myndir af Satúrnusi

Geimfarið Cassini hefur sent til jarðar einstakar myndir af hringum Satúrnusar. Myndirnar eru teknar í um milljón kílómetra fjarlægð. Á myndunum má meðal annars sjá fylgitunglin Dione og Enceladus, sem hanga eins og örlitlir hvítir dílar út við sjóndeildarhringinn. Enceladus

Erlent
Fréttamynd

Risabarn fæddist í Kína

Kínversk kona ól á föstudag barn sem er það þyngsta sem komið hefur í heiminn í þessu fjölmennasta landi heims síðan 1949. Drengurinn sem enn hefur ekki fengið nafn fæddist 6,25 kíló eða 25 merkur. Móður og barni heilsast vel. Móðirin er strætóbílstjóri og gamall íþróttamaður og er engin smásmíð sjálf, hún vegur 120 kíló.

Erlent
Fréttamynd

Tunglmyrkvi sást víða um heim

Tunglmyrkva varð vart víða um heim í gærkvöldi og nótt. Tunglið varð þá almyrkvað í fyrsta sinn í tæp þrjú ár. Tunglmyrkvinn sást illa í höfuðborginni í gærkvöldi þar sem var skýjað en sást vel á Norðurlandi. Almyrkvinn hófst um stundarfjórðungi í ellefu í gærkvöldi og lauk rétt um miðnætti.

Erlent
Fréttamynd

Almyrkvi á tungli í kvöld

Ástæða er til að hvetja fólk til að horfa til himins í kvöld upp úr átta en þá hefst almyrkvi á tungli. Myrkvin verður algjör upp úr ellefu í kvöld. Myrkvun tunglsins er algjör í allri Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku og eins í austurhluta Norður-Ameríku.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur stór vötn undir íshellunni

Vísindamenn hafa uppgötvað fjögur stór stöðuvötn undir íshellu Suðurskautslandsins. Vísindamennirnir segja að vötnin hafi mikið að segja um hversu hratt íshellan brotnar og breytist í borgarísjaka sem rekur á haf út. Þetta kemur fram í vísindatímaritinu Nature. Þeir segja líka að það sé mikilvægt að skilja eðli samspils vatnanna og íssins til að geta spáð nákvæmar fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga.

Erlent
Fréttamynd

Simpansar veiða með vopnum

Sést hefur til simpansa í Senegal sem nota spjót til að veiða sér til matar. Alls hafa vísindamenn skásetta á þriðja tug dæma um þetta. Simpansarnir nota trjágreinar sem þeir tálga með tönnunum. Vísindamennirnir segja þetta merkilega uppgötvun sem geti að einhverju leyti varpað nýju ljósi á þróun mannkyns.

Erlent
Fréttamynd

Vélmenni með tilfinningagreind

Vélmenni sem hafa ályktunarhæfni og tilfinningagreind er eitthvað sem hingað til hefur bara verið til í vísindaskáldskap en nú er samevrópskt teymi að þróa slík vélmenni.

Erlent
Fréttamynd

Heimshöfin súrna

Heimshöfin eru farin að súrna vegna aukins magns koltvísýrings í andrúmsloftinu. Áhrif á líf í höfunum gætu orðið hrikaleg. Á næstu 50-100 árum gæti hækkað sýrustig sjávar leyst upp skeljar snigla og minnkað kóralrif tilfinnanlega að sögn vísindamanna við Vísindaþróunarstofnun Bandaríkjanna í San Francisco.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar myndir af yfirborði Mars

Allt lítur út fyrir að vatn hafi eitt sinn runnið á yfirborði Mars á nýjum myndum frá könnunarfari NASA sem sveimar nú á sporbaug um reikistjörnuna rauðu. Myndirnar sýna að yfirborð Mars líkist nokkuð eyðimörkum suðvesturríkja Bandaríkjanna og á því eru rákir sem líkjast uppþornuðum árfarvegum.

Erlent
Fréttamynd

Borgar sig að blunda

Að leggja sig í eftirmiðdaginn getur minnkað hættu á hjartasjúkdómum, sérstaklega hjá ungum heilbrigðum karlmönnum. Í grískri rannsókn sem tekið hefur sex ár kemur fram að þeir sem blunda í um hálftíma um miðjan dag minnst þrisvar í viku eru 37% ólíklegri til að látast af völdum hjartakvilla.

Erlent
Fréttamynd

Intel með nýjan ofurörgjörva

Örgjörvaframleiðandinn Intel tilkynnti í dag að þeir hefðu náð að smíða örgjörva með 80 kjörnum. Örgjörvinn getur framkvæmt svokallað Teraflop, en það er að reikna trilljón skipanir á sekúndu. Þetta er langhraðasti örgjörvi sem hefur verið smíðaður.

Erlent
Fréttamynd

LG-flatskjáir með innbyggðum hörðum disk

LG setur brátt á markað sjónvörp með innbyggðum 160 GB hörðum disk. Sjónvarpið getur þá tekið upp all a þættina sem þú missir af. Kassettutækið fæddist og dó, vídeótækið fæddist og dó, og nú er farið að síga á seinni hlutann hjá DVD-spilurunum.

Erlent
Fréttamynd

Tölvuleikir bæta sjón

Hraðir tölvuleikir, þar sem mikið er um að vera, bæta sjón spilara um allt að 20 prósent. Loksins geta tölvuleikjaunnendur lagt „tölvuleikir bæta samhæfingu handa og augna“-afsökunina á hilluna og byrjað að dásama áhrif þeirra á sjónina. Vísindamenn við háskólann í Rochester í New York-ríki hafa nefnilega komist að því að það að spila tölvuleiki getur haft jákvæð áhrif á sjónina.

Erlent
Fréttamynd

Frumgerð flugbíls

Terrafugia hefur sótt um einkaleyfi á fyrsta fjöldaframleidda flugbíl veraldar. Terrafugia var stofnað af nemendum Tækniskólans í Massachusetts og síðar gert að fyrirtæki. Hið eina sem fyrirtækinu er ætlað að framleiða er flugbíllinn Transition, sem er í raun flugvél með samanbrjótanlegum vængjum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að finna plánetur sem líkjast Jörðinni

Vísindamenn Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) hyggjast finna lífvænlegar plánetur sem líkjast jörðinni. Til þess ætla þeir að nota öflugasta geimsjónauka sem smíðaður hefur verið, Darwin-sjónaukann. Áætlað er að sjónaukanum verði skotið upp árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Geta lesið hugsanir

Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella.

Erlent
Fréttamynd

25 milljónir dollara ef þú þekkir lausn

Ef þú kannt lausn á vandanum sem er losun koltvísýrings út í andrúmsloftið getur þú unnið þér inn 25 milljónir bandaríkjadala. Það eru auðjöfurinn Richard Branson eigandi Virgin-flugfélagsins og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem standa fyrir samkeppni um leiðir til að minnka umtalsvert magn koltvísýrings í andrúmslofti.

Erlent
Fréttamynd

Prófa HIV-bóluefni

Nú á að reyna að bólusetja gegn HIV-veirunni en stór samanburðarransókn á bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Merck hefur þróað er að hefjast í Suður-Afríku. Þrjúþúsund ósmitaðir karlar og konur taka þátt í rannsókninni sem áætlað er að taki fjögur ár. Þegar hefur bóluefnið verið ofnæmisprófað með jákvæðum niðurstöðum.

Erlent
Fréttamynd

Tölvuleikir bæta sjón

Rannsóknir sýna að tölvuleikir bæta sjónina, sérstaklega þeir sem áreita augað mikið. Þeir sem spila í nokkra klukkutíma á dag eru um 20 prósent fljótari að greina bókstafi á blaði sem birtast innan um önnur tákn, sem er próf sem er notað af augnlæknum.

Erlent
Fréttamynd

Hættulausar fósturrannsóknir

Vísindamenn vinna nú að aðferð til að kanna erfðamengi fóstra á nákvæman hátt án þess að leggja líf fóstursins í hættu. Þær aðferðir sem nú eru notaðar til að skoða fóstur í móðurkviði eru ýmist hættulegar fóstrinu eða veita ekki nægilega nákvæmar upplýsingar um fóstrið.

Erlent
Fréttamynd

Stöðva byssukúlur á flugi

Í bíómyndinni The Matrix gátu persónur séð byssukúlur fljúga á hægum hraða og stöðvað þær á flugi. Nú getur bandaríski herinn gert það sama. Flugherinn hefur látið þróa fyrir sig háhraðamyndavél sem getur fylgt eftir byssukúlum á flugi.

Erlent
Fréttamynd

Börn sjá klám á netinu

Nærri sex af hverjum tíu breskum börnum hafa fyrir slysni rambað inn á klámsíður á netinu. Prófessor í geðlækningum við London School of Economics sem gerði rannsókn með þessum niðurstöðum segir engan sýnilegan árangur af forritum og netvörnum sem eiga að sía út óæskilegt efni.

Erlent
Fréttamynd

Róbótar finna sennilega ekki líf á Mars

Ef það er líf á Mars, er það sennilega of langt undir yfirborði plánetunnar til að vélmenni geti fundið það og greint. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Ástæðan er sú að hafi nokkurn tímann verið líf á borð við einfrumunga eða bakteríur á Mars þá hefur geimgeislun fyrir löngu eytt um það öllum ummerkjum.

Erlent
Fréttamynd

Á áfangastað eftir 7 ára ferðalag

Einn og hálfan milljarð kílómetra frá jörðu er geimfarið Cassini á ferð. Eftir tveggja áratuga ferðalag er farið nú komið til Satúrnusar. Það brutust út mikil fagnaðarlæti hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA þegar fréttist að geimfarið Cassini væri komið á sporbraut um Satúrnus, um klukkan fjögur í morgun.

Erlent