
Innköllun

Innkalla maukaðan hvítlauk eftir að glerbrot fannst í einni krukkunni
Innnes hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun vörunnar Blue Dragon Minced Garlic(maukaður hvítlaukur)vegna þess að glerbrot hefur fundist í einni krukku.

Innkalla tilbúna rétti vegna málmbúts
Fyrirtækið Rotissier ehf. hefur, í samráði vði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað tilbúna rétti sem seldir eru undir merkjum HAPP í matvöruverslunum.

Stilliró ónóg í Polo
Hekla hefur innkallað nýlegar Volkswagen Polo-bifreiðar vegna galla í handbremsu.

Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til að þrýsta á innköllun
Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit.

Neytendur veri vakandi fyrir varhugaverðum vöggum
Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggum en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug.

Fólk skili vínarbrauðslengjum úr Bakarameistaranum
Bakarameistarinn, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, hefur innkallað vínarbrauðslengjur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni slíkri lengju.

Innkalla nýlega Mercedes Benz X-Class
Bílaumboðið Askja hefur innkallað fimmtán Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerðum 2017 og 2018.

Hætti strax notkun á hættulegum barnahreiðrum
Barnavöruverslunin Fífa hefur innkallað Cuddle Nest Ergo frá Baby Dan vegna köfnunarhættu.

Innkalla salsasósu vegna glerbrots
Matvælastofnun hefur varað við neyslu Tostitos salsasósu eftir að glerbrot fannst í einni krukku.

Fífa innkallar hættulegu barnaburðarpokana
Aðstandendur barnavöruverslunarinnar Fífu hafa ákveðið að innkalla tvær gerðir af barnaburðarpokum.

Innkalla hættulega barnaburðarpoka
Verslunin Húsgagnaheimilið hefur innkallað hættulega barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome.

Myllan innkallar vatnsdeigsbollur
Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla vatnsdeigsbollur sem voru vanmerktar með tilliti til ofnmæis- og óþolsvalds, mjólkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllunni.

Ópal Sjávarfang innkallar allar reyktar afurðir sínar vegna listeríumengunar
Ópal Sjávarfang hefur stöðvað alla framleiðslu og dreifingu á vörum fyrirtækisins vegna listeríumengunar.

Skordýr fundust í döðlum frá Sólgæti
Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Sólgæti döðlur vegna þess að skordýr hafa fundist í vörunni.

Listería í reyktum laxi og bleikjuafurðum
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi.

Varað við hættulegu prumpuslími
Leikfangaslímið Noise Putty, sem fengist hefur í íslenskum verslunum, er talið geta innihaldið of mikið magn bórs.

Innkalla haframjöl vegna skordýra
Krónan hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað First Price haframjöl sökum skordýra sem fundust í vörunni.

Áfram hrellir Takata íslenska bifreiðaeigendur
Bernhard ehf. mun þurfa að innkalla hundruð Honda-bifreiða af árgerðum 2010 til 2015.

Hætti strax notkun hættulegra barnaburðarpoka
Aðstandendur netverslunarinnar Heimkaup.is hafa ákveðið að innkalla tvær gerðir af barnaburðarpokum.

Innkalla hallagallaðar pönnukökupönnur
Fyrirtækið Svanhóll ehf. hefur innkallað um 100 gallaðar pönnukökupönnur.

Ómerkt súlfít í sítrónu- og límónusafa
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir súlfít við neyslu á ákveðnum lotum af Piacelli sítrónusafa og límónusafa.

Innkalla Blomsterbergs citronfromage
Matvöruverslunin Krónan hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda (hnetur og möndlur).

Aftur innkallar Toyota á Íslandi þúsundir bíla
Toyota á Íslandi hefur ákveðið að innkalla alls 2245 bifreiðar vegna loftpúðagalla.

Kona innkölluð vegna heilabilunar
BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 66 bifreiðar af gerðinni KONA EV.

Innkallar gular skvísur Ellu vegna sápubragðs
Nathan & Olsen hefur innkallað gular skvísur með barnamat frá Ella's Kitchen, The Yellow One, eftir að ábending barst um sápubragð í einni skvísunni.

Grunur um salmonellu í kjúklingaslátrun
Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun hjá Reykjagarði, sem selur kjúkling undir vörumerkjunum Holta og Kjörfugli, kom upp grunur um að salmonella hefði greinst í einum kjúklingahópnum.

Nova bannað að gefa hættulega bolta
Fjarskiptafyrirtækinu Nova hefur verið gert að innkalla bolta sem fyrirtækið gaf síðastliðið sumar þar sem þeir eru taldir hættulegir ungum börnum.

Innkalla Krónu og Bónus chia fræ vegna vírs
Framleiðslan var stöðvuð þegar í stað.

Toyota á Íslandi innkallar þúsundir bíla
Toyota á Íslandi þarf að innkalla alls 4021 bifreið vegna galla í loftpúðum.

Varað við alvarlegum galla í Harley Davidson-hjólum
Ráðist hefur verið í innköllun á rúmlega 238 þúsund Harley Davidson-mótorhjólum í Evrópu vegna mögulegs leka í vökvakúplingu hjólanna.