Slökkvilið

Fréttamynd

„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við

Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Maður fór í sjóinn í Kópavogshöfn

Mikill viðbúnaður var í Kópavogshöfn á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um mann sem farið hefði í sjóinn. Fólk í höfninni hafði komið manninum á land þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og hann sakaði ekki.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar á Reyðarfirði beðnir að loka gluggum vegna bruna

Töluverður eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvistarf stendur yfir að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Fjarðabyggðar. Nokkurn reyk mun leggja frá svæðinu og yfir byggð á Reyðarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur við Smáralind

Tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut rétt við Smáralind nú á tíunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en meiðsl þeirra eru talin minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna

Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu

Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: 112 dagurinn

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki úr stáli“

„Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í árslok 2020 eru þær verstu sem ég hef lent í á mínum ferli. Þarna voru ólýsanlegar, lífshættulegar aðstæður, þar sem maður óttaðist um eigið líf og annarra, bæði líf bæjarbúa og félaganna sem voru að sinna björgunarstörfunum.“

Innlent
Fréttamynd

Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund

„Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“.

Innlent
Fréttamynd

Slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal

Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu hraðar hendur og vinna nú hörðum höndum að því að slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal í Reykjavík. Töluverðan reyk leggur yfir Grafarholtið sem sést víða að á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikill sinu­bruni­ við Korp­úlfs­staðaveg

Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bíl á Akranesi

Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í morgun vegna þess að kviknað hafði í vélarhúddi fólksbíls í bænum. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir að eldur virðist hafa kviknað þegar bílstjóri ræsti bílinn.

Innlent
Fréttamynd

Mikill við­búnaður vegna elds í Fells­múla

Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kvöldmatarleytið vegna elds í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. Eldur kviknaði í íbúð í húsinu en húsráðendur komust sjálfir út. Slökkvistarfi lauk á áttunda tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Lítur lífið öðrum augum eftir brunann í Kaldaseli

Karlmaður sem missti húsið sitt í eldsvoða í Breiðholti á mánudagsmorgun segir atburðinn hafa markað mikil og djúpstæð áhrif á sig. Litlu hafi munað að hann yrði sjálfur bráð eldsins. Altjón varð þegar einbýlishús sem maðurinn hafði nýverið fest kaup á brann til kaldra kola.

Innlent
Fréttamynd

Byssan Cobra algjör bylting í slökkvistarfi

Hvers vegna í ósköpunum ætti nokkur að vilja hlaupa inn í brennandi byggingu? Slökkviliðsmennirnir í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hlakka til hvers dags og eru spenntir fyrir nýrri byssu sem þeir nota til að slökkva elda.

Lífið