Slökkvilið

Fréttamynd

Hægt að fá hita­gjafa að láni

Íbúar á Reykjanesi sem eru í brýnni þörf á hitagjöfum geta fengið rafmagnsofna eða blásara að láni í húsnæði Brunavarna Suðurnesja þar sem aðgerðarstjórnin er til húsa.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­línan komin aftur í gagnið

Neyðarlínan er komin aftur í gagnið, í hið minnsta símleiðis en enn er unnið að því að koma netspjalli aftur á auk innri kerfa. Þetta segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunar.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í blokk í Há­túni

Tilkynnt var um bruna í blokk í Hátúni um klukkan 15 í dag. Að sögn Hlyns Höskuldssonar deildarstjóra á aðgerðarsviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að reykræsta.

Innlent
Fréttamynd

Fjórði á­reksturinn í dag

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Gott að hreinsa vel frá niður­föllum í kvöld

Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins.

Veður
Fréttamynd

Til­kynnt um eld í húsi við Esju­mela

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Esjumela skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Búið er að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur við Þjórsárbrúna

Þriggja bíla árekstur varð rétt austan við Þjórsárbrúna í dag. Veginum við brúna var lokað tímabundið vegna þessa og við það myndaðist nokkur umferðarteppa. Vegurinn hefur nú verið opnaður aftur.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að leggja átta manns í lífs­hættu í á­bata­skyni

Maður hefur verið ákærður fyrir láta útbúa búseturými í atvinnuhúsnæði án tilskilinna leyfa og án nauðsynlegra brunavarnaráðstafanna. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi leigt húsnæðið og leigt það út til annarra, en í að minnsta kosti átta menn bjuggu í því. Með því huga ekki að brunavörnum er hann sagður hafa stefnt lífi mannanna í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir á sjúkra­húsi eftir á­rekstra

Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka.

Innlent
Fréttamynd

Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grinda­vík

Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið.

Innlent
Fréttamynd

Brennuvargurinn í Kópa­vogi gengur laus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári karlmanns sem kveikt í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi á laugardagskvöld. Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í vöru­bíl við Geirland

Eldur kviknaði í mannlausum vörubíl inni á athafnasvæði við Geirland 1 nálægt Gunnarshólma við Suðurlandsveg. Slökkvilið sendi tvo bíla á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu boð um að kviknað væri í fram­halds­skólanum

Eldur kom upp í sorpgeymslu við Framhaldsskólann á Húsavík á þriðja tímanum í nótt. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi þar sem slökkviliði barst útkall um að eldur hefði komið upp í skólanum. Líkur eru taldar á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fylgdi hyggju­vitinu og kom í veg fyrir stórbruna

Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum.

Innlent