Írak 21 látinn, 34 særðir Tuttugu og einn týndi lífi og þrjátíu og fjórir særðust í sjálfsmorðsárás í Hilla í Írak í morgun. Tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp, annar þeirra við læknamiðstöð þar sem lögreglumenn fara í læknisskoðun og skömmu síðar sprengdi annar sig upp í hópi lögreglumanna sem safnast höfðu saman til að mómæla lágum launum. Erlent 13.10.2005 19:17 Vegatálmar umhverfis Bagdad Írakski herinn hefur sett upp vegatálma umhverfis Bagdad til þess að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn komist til borgarinnar. Erlent 13.10.2005 19:17 Al-Zarqawi helsærður eður ei? Er leiðtogi al-Qaida í Írak helsærður eður ei? Innanríkisráðherra Íraks heldur því fram og á íslamskri vefsíðu er því þverneitað að annar maður fylli nú í skarðið. Erlent 13.10.2005 19:16 Al-Zarqawi ekki leystur af Al-Qaida hryðjuverkasamtökin í Írak harðneita því að bráðabirgðaleiðtogi hafi verið valinn til að leiða hópinn á meðan Abu Musab al-Zarqawi nær heilsu. Hann var í gær sagður hafa særst í árás. Erlent 13.10.2005 19:16 Níu látist undanfarinn sólarhring Þrír bandarískir hermenn létu lífið er bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær og hafa því níu hermenn látist á undanförnum sólarhring. Hermaðurinn lést þegar skotið var á hann úr bifreið á ferð og annar er skotið var á hann úr launsátri. Þá létust fjórir hermenn lífið í sprengingu í landinu í gær á fjölfarinni götu. Erlent 13.10.2005 19:15 Rúmensku gíslunum sleppt Rúmensku blaðamönnunum þremur, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak í nærri tvo mánuði, var sleppt í dag. Fjórði gíslinn, sem starfað hefur sem túlkur Rúmenanna, fékk einnig frelsi. Erlent 13.10.2005 19:14 Fjórir látnir á tveimur dögum Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum bandarískra hermanna í Írak. Frá miðvikudegi hafa fjórir látist í árásum hryðjuverkamanna þar í landi. Frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið í mars árið 2003 hafa að minnsta kosti 1600 hermenn látist af völdum hryðjuverkamanna og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka mjög. Erlent 13.10.2005 19:14 Fjórir féllu í morgun Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða. Erlent 13.10.2005 19:13 Að minnsta kosti tíu látnir Bílsprengja sprakk nálægt markaði í Bagdad í Írak í morgun með þeim afleiðingum að minnst tíu létust. Þetta er haft eftir lögreglunni í borginni en upplýsingar eru enn af skornum skammti. Erlent 13.10.2005 19:12 20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:12 Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. Erlent 13.10.2005 19:12 Gríðarleg aukning á árásum Gríðarleg aukning hefur orðið á sprengjuárásum í Írak undangengnar tvær vikur, eða allt frá því tilkynnt var um nýja ríkisstjórn landsins. Ríflega sjötíu manns létu lífið í að minnsta kosti fjórum sjálfsmorðsárásum í dag. Erlent 13.10.2005 19:11 82 milljarða dala aukafjárveiting Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt einróma aukafjárveitingu upp á 82 milljarða dollara vegna stríðsreksturs Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan og vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum í heiminum. Þetta er fimmta aukafjárveitingin vegna hernaðarmála sem er samþykkt í Bandaríkjunum síðan 11. september árið 2001. Erlent 13.10.2005 19:11 64 látnir, 110 særðir Minnst sextíu og fjórir hafa fallið í valinn og meira en eitt hundrað og tíu manns eru særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 19:11 Mikið blóðbað í morgun Minnst sjötíu og einn er látinn eftir röð sjálfsmorðsárása í þremur borgum í Írak í morgun. Ekkert lát er á sprengjuárásum og mannránum í Írak þrátt fyrir að ný lýðræðislega kjörin ríkisstjórn, skipuð heimamönnum, hafi nú tekið til starfa. Erlent 13.10.2005 19:11 Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 13.10.2005 19:10 13 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:10 Aðstoðarmaður al-Zarqawis í haldi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað náinn aðstoðarmann hryðjuverkaleiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Aðstoðarmaðurinn, Ghassan al-Rawi, hefur verið innsti koppur í búri í skipulagningu árása uppreisnarmanna í bænum Rawa í vesturhluta Íraks. Erlent 13.10.2005 19:10 Fjórtán lík finnast Írakskir lögreglumenn fundu í morgun fjórtán lík í norðurhluta Bagdad og hafði fólkið allt verið skotið til bana. Greinilegt var að um aftöku var að ræða. Erlent 13.10.2005 19:10 6,4 milljarðar horfnir Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á hvarfi hundrað milljón dollara, um 6,4 milljarða íslenskra króna, sem áttu að fara í uppbyggingarstarf í Írak. Flest bendir til þess að stórfellt fjármálamisferli hafi átt sér stað hjá bandarískum embættismönnum í borginni Hillah í Írak. Erlent 13.10.2005 19:10 Sjö lögreglumenn féllu Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu. Erlent 13.10.2005 19:10 58 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 13.10.2005 19:10 Lækkuð í tign vegna pyntinganna Janet Karpinski, yfirmaður herfangelsisins í Abu Ghraib, er fyrst yfirmaðurinn í Bandaríkjaher sem er refsað fyrir framgöngu hermanna þar. Í gærkvöldi lækkaði George Bush Bandaríkjaforseti hana í tign: hún var hershöfðingi en er nú ofursti. Erlent 13.10.2005 19:10 Ríkisstjórnin sór embættiseið Fyrsta lýðræðislega kjörna ríkisstjórnin í Írak í hálfa öld sór embættiseið í dag. Þrjá mánuði tók að mynda stjórnina eftir kosningarnar sem fram fóru í janúar. Innlent 13.10.2005 19:09 Óttast árekstur herþotna Flak bandarískrar herþotu sem ekkert hafði spurst til síðan í gærkvöldi fannst í Írak í morgun. Lík flugmannsins fannst einnig á slysstað en hann var einn í vélinni. Þotan lagði af stað ásamt annarri þotu í venjubundið eftirlit í Írak í gærkvöldi. Ekki er enn vitað um afdrif hinnar þotunnar en óttast er að vélarnar hafi skollið hver á aðra í slæmu veðri. Erlent 13.10.2005 19:09 83 Bretar fallnir í Írak Breskur hermaður lést eftir að sprengja sprakk í vegarkanti í Suður-Írak í dag. Hermaðurinn var á eftirlitsferð nærri borginni Al-Amarah þegar sprengjan sprakk við bíl sem hann var í ásamt félaga sínum sem særðist í árásinni. 83 breskir hermenn hafa fallið í Írak síðan stríðið í landinu hófst fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 13.10.2005 19:09 Þrjár bílsprengjur í morgun Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust. Árásirnar virðast vera liður í sprengjuherferð sem fór af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 19:09 Danir ákærðir fyrir pyntingar Fjórir herlögreglumenn og einn höfuðsmaður í danska hernum voru í dag leiddir fyrir rétt í Kaupmannahöfn en þeir eru ákærðir fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði. Sakborningarnir halda allir fram sakleysi sínu. Erlent 13.10.2005 19:09 Brottflutningur hefjist í desember Yfirmenn Bandaríkjahers stefna að því að hefja brottfluttning frá Írak strax í kjölfar þingkosninga í landinu í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem breska dagblaðið <em>Daily Telegraph</em> hefur komist yfir. Erlent 13.10.2005 19:09 Fjórir fallnir í morgun Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn og átta eru særðir eftir tvær sprengjuárásir í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sú fyrri beindist að bílalest írakskra hermanna en sú síðari sprakk í fjölfarinni götu í miðbænum og skemmdi íbúðarbyggingu og sex bíla. Erlent 13.10.2005 19:09 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 27 ›
21 látinn, 34 særðir Tuttugu og einn týndi lífi og þrjátíu og fjórir særðust í sjálfsmorðsárás í Hilla í Írak í morgun. Tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp, annar þeirra við læknamiðstöð þar sem lögreglumenn fara í læknisskoðun og skömmu síðar sprengdi annar sig upp í hópi lögreglumanna sem safnast höfðu saman til að mómæla lágum launum. Erlent 13.10.2005 19:17
Vegatálmar umhverfis Bagdad Írakski herinn hefur sett upp vegatálma umhverfis Bagdad til þess að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn komist til borgarinnar. Erlent 13.10.2005 19:17
Al-Zarqawi helsærður eður ei? Er leiðtogi al-Qaida í Írak helsærður eður ei? Innanríkisráðherra Íraks heldur því fram og á íslamskri vefsíðu er því þverneitað að annar maður fylli nú í skarðið. Erlent 13.10.2005 19:16
Al-Zarqawi ekki leystur af Al-Qaida hryðjuverkasamtökin í Írak harðneita því að bráðabirgðaleiðtogi hafi verið valinn til að leiða hópinn á meðan Abu Musab al-Zarqawi nær heilsu. Hann var í gær sagður hafa særst í árás. Erlent 13.10.2005 19:16
Níu látist undanfarinn sólarhring Þrír bandarískir hermenn létu lífið er bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær og hafa því níu hermenn látist á undanförnum sólarhring. Hermaðurinn lést þegar skotið var á hann úr bifreið á ferð og annar er skotið var á hann úr launsátri. Þá létust fjórir hermenn lífið í sprengingu í landinu í gær á fjölfarinni götu. Erlent 13.10.2005 19:15
Rúmensku gíslunum sleppt Rúmensku blaðamönnunum þremur, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak í nærri tvo mánuði, var sleppt í dag. Fjórði gíslinn, sem starfað hefur sem túlkur Rúmenanna, fékk einnig frelsi. Erlent 13.10.2005 19:14
Fjórir látnir á tveimur dögum Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum bandarískra hermanna í Írak. Frá miðvikudegi hafa fjórir látist í árásum hryðjuverkamanna þar í landi. Frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið í mars árið 2003 hafa að minnsta kosti 1600 hermenn látist af völdum hryðjuverkamanna og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka mjög. Erlent 13.10.2005 19:14
Fjórir féllu í morgun Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða. Erlent 13.10.2005 19:13
Að minnsta kosti tíu látnir Bílsprengja sprakk nálægt markaði í Bagdad í Írak í morgun með þeim afleiðingum að minnst tíu létust. Þetta er haft eftir lögreglunni í borginni en upplýsingar eru enn af skornum skammti. Erlent 13.10.2005 19:12
20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:12
Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. Erlent 13.10.2005 19:12
Gríðarleg aukning á árásum Gríðarleg aukning hefur orðið á sprengjuárásum í Írak undangengnar tvær vikur, eða allt frá því tilkynnt var um nýja ríkisstjórn landsins. Ríflega sjötíu manns létu lífið í að minnsta kosti fjórum sjálfsmorðsárásum í dag. Erlent 13.10.2005 19:11
82 milljarða dala aukafjárveiting Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt einróma aukafjárveitingu upp á 82 milljarða dollara vegna stríðsreksturs Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan og vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum í heiminum. Þetta er fimmta aukafjárveitingin vegna hernaðarmála sem er samþykkt í Bandaríkjunum síðan 11. september árið 2001. Erlent 13.10.2005 19:11
64 látnir, 110 særðir Minnst sextíu og fjórir hafa fallið í valinn og meira en eitt hundrað og tíu manns eru særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 19:11
Mikið blóðbað í morgun Minnst sjötíu og einn er látinn eftir röð sjálfsmorðsárása í þremur borgum í Írak í morgun. Ekkert lát er á sprengjuárásum og mannránum í Írak þrátt fyrir að ný lýðræðislega kjörin ríkisstjórn, skipuð heimamönnum, hafi nú tekið til starfa. Erlent 13.10.2005 19:11
Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 13.10.2005 19:10
13 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:10
Aðstoðarmaður al-Zarqawis í haldi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað náinn aðstoðarmann hryðjuverkaleiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Aðstoðarmaðurinn, Ghassan al-Rawi, hefur verið innsti koppur í búri í skipulagningu árása uppreisnarmanna í bænum Rawa í vesturhluta Íraks. Erlent 13.10.2005 19:10
Fjórtán lík finnast Írakskir lögreglumenn fundu í morgun fjórtán lík í norðurhluta Bagdad og hafði fólkið allt verið skotið til bana. Greinilegt var að um aftöku var að ræða. Erlent 13.10.2005 19:10
6,4 milljarðar horfnir Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á hvarfi hundrað milljón dollara, um 6,4 milljarða íslenskra króna, sem áttu að fara í uppbyggingarstarf í Írak. Flest bendir til þess að stórfellt fjármálamisferli hafi átt sér stað hjá bandarískum embættismönnum í borginni Hillah í Írak. Erlent 13.10.2005 19:10
Sjö lögreglumenn féllu Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu. Erlent 13.10.2005 19:10
58 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 13.10.2005 19:10
Lækkuð í tign vegna pyntinganna Janet Karpinski, yfirmaður herfangelsisins í Abu Ghraib, er fyrst yfirmaðurinn í Bandaríkjaher sem er refsað fyrir framgöngu hermanna þar. Í gærkvöldi lækkaði George Bush Bandaríkjaforseti hana í tign: hún var hershöfðingi en er nú ofursti. Erlent 13.10.2005 19:10
Ríkisstjórnin sór embættiseið Fyrsta lýðræðislega kjörna ríkisstjórnin í Írak í hálfa öld sór embættiseið í dag. Þrjá mánuði tók að mynda stjórnina eftir kosningarnar sem fram fóru í janúar. Innlent 13.10.2005 19:09
Óttast árekstur herþotna Flak bandarískrar herþotu sem ekkert hafði spurst til síðan í gærkvöldi fannst í Írak í morgun. Lík flugmannsins fannst einnig á slysstað en hann var einn í vélinni. Þotan lagði af stað ásamt annarri þotu í venjubundið eftirlit í Írak í gærkvöldi. Ekki er enn vitað um afdrif hinnar þotunnar en óttast er að vélarnar hafi skollið hver á aðra í slæmu veðri. Erlent 13.10.2005 19:09
83 Bretar fallnir í Írak Breskur hermaður lést eftir að sprengja sprakk í vegarkanti í Suður-Írak í dag. Hermaðurinn var á eftirlitsferð nærri borginni Al-Amarah þegar sprengjan sprakk við bíl sem hann var í ásamt félaga sínum sem særðist í árásinni. 83 breskir hermenn hafa fallið í Írak síðan stríðið í landinu hófst fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 13.10.2005 19:09
Þrjár bílsprengjur í morgun Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust. Árásirnar virðast vera liður í sprengjuherferð sem fór af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 19:09
Danir ákærðir fyrir pyntingar Fjórir herlögreglumenn og einn höfuðsmaður í danska hernum voru í dag leiddir fyrir rétt í Kaupmannahöfn en þeir eru ákærðir fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði. Sakborningarnir halda allir fram sakleysi sínu. Erlent 13.10.2005 19:09
Brottflutningur hefjist í desember Yfirmenn Bandaríkjahers stefna að því að hefja brottfluttning frá Írak strax í kjölfar þingkosninga í landinu í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem breska dagblaðið <em>Daily Telegraph</em> hefur komist yfir. Erlent 13.10.2005 19:09
Fjórir fallnir í morgun Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn og átta eru særðir eftir tvær sprengjuárásir í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sú fyrri beindist að bílalest írakskra hermanna en sú síðari sprakk í fjölfarinni götu í miðbænum og skemmdi íbúðarbyggingu og sex bíla. Erlent 13.10.2005 19:09