Langanesbyggð Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. Viðskipti innlent 17.1.2023 12:00 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Viðskipti innlent 1.12.2022 10:59 Þrjátíu milljónir til verslana í dreifbýli Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum. Viðskipti innlent 29.11.2022 11:14 Geimskot frá Langanesi misheppnaðist Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum. Innlent 13.10.2022 13:39 Segir stjórnarkrísu ríkja í sveitarfélaginu eftir álit ráðuneytisins „Verulegir annmarkar“ voru á framkvæmd fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar þann 11. ágúst síðastliðinn þar sem ráðning sveitarstjóra, nýtt nafn á nýlega sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, og nýtt merki sveitarfélagsins voru meðal annars á dagskrá. Innlent 10.10.2022 10:58 Forstjóri Icelandair krafinn skýringa á fundi í dag Sveitarstjórnarfulltrúar á Norðurlandi eystra munu fjölmenna á fund með forstjóra Icelandair á Akureyri síðar í dag, þar sem hann verður krafinn skýringa á tíðum frestunum og aflýsingum á innanlandsflugi flugfélagsins. Innlent 19.9.2022 11:07 Utanríkisráðuneytið þvertekur fyrir fullyrðingar Fréttablaðsins Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að engin áform séu uppi um uppbyggingu varnarmannvirkja á því svæði. Innlent 29.7.2022 15:01 Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. Innlent 29.7.2022 13:17 Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. Innlent 29.7.2022 06:27 Sex laxar komnir við opnun Hafralónsár Hafralónsá er ekkert sérstaklega þekkt fyrir einhverjar stórar opnanir en mikið frekar sem sterk stórlaxaá. Veiði 25.6.2022 09:00 Oddviti H-listans í skýjunum með söguleg úrslit Niðurstöður kosninganna á Svalbarðshreppi og Langanesbyggðar liggja fyrir en H-listi Betri byggðar hlaut 204 atkvæði (58,9%) en L-listi Framtíðarlistans 142 atkvæði (41,1%) Innlent 14.5.2022 21:22 Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. Innlent 27.4.2022 17:36 Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga. Innlent 27.3.2022 14:30 Samþykktu sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps Tillaga um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í íbúakosningum í dag. Innlent 26.3.2022 20:25 Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. Innlent 26.3.2022 10:08 Guðni og Eliza heimsækja Langanesbyggð og Vopnafjörð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps á morgun og á föstudag. Innlent 23.3.2022 13:26 „Hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins“ Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera megi betur í heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina. Hans hugur er þessa dagana hjá aðstandendum tveggja ára stúlku sem lést eftir baráttu við Covid fyrr í mánuðinum. Innlent 22.3.2022 18:31 Segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni óásættanlega: „Risastórt vandamál sem við höfum aldrei náð að bæta“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ljóst að áskoranir séu til staðar á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu en segir að allir geti sótt sér þjónustu óháð staðsetningu. Þingmaður Pírata segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hafa hrakað gríðarlega undanfarin ár og að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum. Innlent 21.3.2022 23:57 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. Innlent 21.3.2022 19:12 Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. Innlent 21.3.2022 12:33 Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. Innlent 20.3.2022 19:00 Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Innlent 20.3.2022 16:00 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. Viðskipti innlent 7.12.2021 12:16 Samþykkja að hefja formlegar sameiningarviðræður Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hafa nú báðar samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Innlent 3.12.2021 11:28 Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. Innlent 29.11.2021 22:20 Fyrsta veiðiskipið ræst af stað á næstu loðnuvertíð Loðnuveiðar, sem gætu orðið þær mestu í tuttugu ár, eru að hefjast, þremur mánuðum fyrr en síðastliðinn vetur, og var fyrsta veiðiskipið að búa sig brottfarar í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Innlent 8.11.2021 22:21 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. Innlent 5.10.2021 21:40 Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. Innlent 24.8.2021 22:44 Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. Innlent 21.8.2021 23:15 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Viðskipti innlent 20.7.2021 23:03 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. Viðskipti innlent 17.1.2023 12:00
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Viðskipti innlent 1.12.2022 10:59
Þrjátíu milljónir til verslana í dreifbýli Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum. Viðskipti innlent 29.11.2022 11:14
Geimskot frá Langanesi misheppnaðist Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum. Innlent 13.10.2022 13:39
Segir stjórnarkrísu ríkja í sveitarfélaginu eftir álit ráðuneytisins „Verulegir annmarkar“ voru á framkvæmd fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar þann 11. ágúst síðastliðinn þar sem ráðning sveitarstjóra, nýtt nafn á nýlega sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, og nýtt merki sveitarfélagsins voru meðal annars á dagskrá. Innlent 10.10.2022 10:58
Forstjóri Icelandair krafinn skýringa á fundi í dag Sveitarstjórnarfulltrúar á Norðurlandi eystra munu fjölmenna á fund með forstjóra Icelandair á Akureyri síðar í dag, þar sem hann verður krafinn skýringa á tíðum frestunum og aflýsingum á innanlandsflugi flugfélagsins. Innlent 19.9.2022 11:07
Utanríkisráðuneytið þvertekur fyrir fullyrðingar Fréttablaðsins Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að engin áform séu uppi um uppbyggingu varnarmannvirkja á því svæði. Innlent 29.7.2022 15:01
Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. Innlent 29.7.2022 13:17
Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. Innlent 29.7.2022 06:27
Sex laxar komnir við opnun Hafralónsár Hafralónsá er ekkert sérstaklega þekkt fyrir einhverjar stórar opnanir en mikið frekar sem sterk stórlaxaá. Veiði 25.6.2022 09:00
Oddviti H-listans í skýjunum með söguleg úrslit Niðurstöður kosninganna á Svalbarðshreppi og Langanesbyggðar liggja fyrir en H-listi Betri byggðar hlaut 204 atkvæði (58,9%) en L-listi Framtíðarlistans 142 atkvæði (41,1%) Innlent 14.5.2022 21:22
Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. Innlent 27.4.2022 17:36
Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga. Innlent 27.3.2022 14:30
Samþykktu sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps Tillaga um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var samþykkt í íbúakosningum í dag. Innlent 26.3.2022 20:25
Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. Innlent 26.3.2022 10:08
Guðni og Eliza heimsækja Langanesbyggð og Vopnafjörð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps á morgun og á föstudag. Innlent 23.3.2022 13:26
„Hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins“ Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera megi betur í heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina. Hans hugur er þessa dagana hjá aðstandendum tveggja ára stúlku sem lést eftir baráttu við Covid fyrr í mánuðinum. Innlent 22.3.2022 18:31
Segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni óásættanlega: „Risastórt vandamál sem við höfum aldrei náð að bæta“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ljóst að áskoranir séu til staðar á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu en segir að allir geti sótt sér þjónustu óháð staðsetningu. Þingmaður Pírata segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hafa hrakað gríðarlega undanfarin ár og að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum. Innlent 21.3.2022 23:57
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. Innlent 21.3.2022 19:12
Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. Innlent 21.3.2022 12:33
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. Innlent 20.3.2022 19:00
Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Innlent 20.3.2022 16:00
Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. Viðskipti innlent 7.12.2021 12:16
Samþykkja að hefja formlegar sameiningarviðræður Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hafa nú báðar samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Innlent 3.12.2021 11:28
Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. Innlent 29.11.2021 22:20
Fyrsta veiðiskipið ræst af stað á næstu loðnuvertíð Loðnuveiðar, sem gætu orðið þær mestu í tuttugu ár, eru að hefjast, þremur mánuðum fyrr en síðastliðinn vetur, og var fyrsta veiðiskipið að búa sig brottfarar í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Innlent 8.11.2021 22:21
36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. Innlent 5.10.2021 21:40
Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. Innlent 24.8.2021 22:44
Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. Innlent 21.8.2021 23:15
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Viðskipti innlent 20.7.2021 23:03