Umferðaröryggi

Fréttamynd

Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega

Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar

Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl.

Innlent
Fréttamynd

Gangbrautir upplýstar eins og leiksvið

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis f lokksins hefur lagt fram tillögu fyrir borgarstjórnarfund á morgun um að fara í tilraunaverkefni til að auka öryggi á gangbrautum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra stóðst prófið

Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri snappa undir stýri

Fleiri framhaldsskólanemendur senda Snapchat-skilaboð eða leita að upplýsingum á netinu undir stýri en fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Sjóvár.

Innlent
Fréttamynd

Verkhönnun 2+1 vegar um Kjalarnes boðin út

Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Ný gatnamót á Sæbraut við Frakkastíg

Frakkastígur verður tengdur Sæbraut með nýjum gatnamótum og hefjast framkvæmdir á næstu dögum. Auk framlengingar á Frakkastíg út að Sæbraut verður gatan endurgerð milli Skúlagötu og Lindargötu.

Innlent
Fréttamynd

Dimm él á Suður- og Vesturlandi

Dimm él er á Suður-og Vesturlandi og einnig snjóar á norðausturhorni landsins nú í morgunsárið. Lögreglan beinir því til vegfarenda að fara sérstaklega varlega í umferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vegfarendur skilji ekki umferðarmerki um forgang

Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða.

Innlent
Fréttamynd

Allir keyri á áttatíu vegna ástands vega

Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða.

Innlent