Íþróttir Robinho aðvarar Arsenal Brasilíski snillingurinn Robinho hjá Real Madrid hefur gefið út aðvörun á hendur leikmönnum Arsenal og skorar á þá að vanmeta ekki styrk spænska liðsins, sem sýndi sig glögglega um daginn þegar liðið var næstum búið að vinna upp fimm marka forskot Real Zaragoza í spænska bikarnum eftir að allir höfðu afskrifað liðið. Sport 8.3.2006 17:28 Við þurfum ekki Ronaldinho John Terry og Frank Lampard hjá Chelsea segja að Chelsea þurfi ekki leikmenn eins og Ronaldinho til að vinna Meistaradeildina og benda á að Chelsea hafi í sínum röðum leikmenn sem geta breytt gangi leiksins upp á eigin spýtur með einstaklingsframtaki. Sport 8.3.2006 17:51 Ronaldinho er ekki til sölu Roman Abramovich eigandi Chelsea virðist vekja ótta hvar sem hann kemur, því á blaðamannafundi eftir leik Barcelona og Chelsea þótti Frank Rijkaard ástæða til að taka það fram að peningar gætu ekki keypt snillinginn Ronaldinho frá Barcelona. Sport 8.3.2006 16:00 Alonso verður einbeittur Pat Symonds, yfirhönnuður hjá meisturum Renault í Formúlu 1, segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Fernando Alonso á keppnistímabilinu að hann hafi þegar samþykkt að ganga til liðs við McLaren árið 2007. Sport 8.3.2006 17:05 Chelsea á yfir höfði sér kæru Englandsmeistarar Chelsea eiga yfir höfði sér kæru í kjölfar þess að leikmenn liðsins veittust að Mark Halsey dómara í viðureign sinni við West Brom á dögunum. Leikmennirnir veittust að dómaranum eftir að hann vísaði Arjen Robben af velli fyrir ljóta tæklingu. Leikmenn West Brom sleppa við refsingu í málinu. Sport 8.3.2006 16:51 Missir af 8-liða úrslitunum Unglingurinn Lionel Messi hjá Barcelona getur ekki leikið með liði sínu í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hann reif vöðva í fæti í leiknum gegn Chelsea í gær og talið er að hann verði frá í að minnsta kosti mánuð. Þá verður Carles Puyol í leikbanni í fyrri leiknum í næstu umferð eftir að hann fékk gult spjald fyrir óþarft brot á Eið Smára Guðjohnsen í leiknum í gær. Sport 8.3.2006 15:49 Við vanmetum ekki Real Madrid Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur varað við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn gegn Real Madrid á Highbury í Meistaradeildinni í kvöld og segir að þó sínir menn séu vissulega í góðri stöðu, sé Real Madrid hættulegt lið sem ekki megi vanmeta. Sport 8.3.2006 15:41 Getum skorað tvö mörk Rafa Benitez hefur ekki áhyggjur af að hans menn nái ekki að skora þau tvö mörk sem liðið þarf á að halda í leiknum gegn Benfica á Anfield í kvöld, þegar liðin spila síðari leik sinn í Meistaradeildinni. Benfica vann fyrri leikinn 1-0. Sport 8.3.2006 15:31 Líklega frá út leiktíðina Keppnistímabilið hjá Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United er líklega á enda runnið eftir að í ljós kom að hann þarf í aðgerð vegna brákaðs kinnbeins sem hann hlaut í varaliðsleik með liði Manchester United í gær og talið er að hann verði allt að tvo mánuði að jafna sig. Sport 8.3.2006 15:27 Fyrsti Bretinn til að leika í Rússlandi Skoski landsliðsmaðurinn Garry O´Connor er langt frá því að vera frægasti knattspyrnumaður í heiminum, en hann markaði þó þátt sinn í sögunni í gær þegar ljóst var að hann yrði fyrsti leikmaðurinn af Bretlandseyjum til að ganga til liðs við knattspyrnulið í Rússlandi. Sport 8.3.2006 05:33 Nýr verðlaunagripur afhentur í vor Á föstudaginn verður kynntur nýr verðlaunagripur sem afhentur verður sigurvegaranum í Meistaradeild Evrópu eftir úrslitaleik keppninnar í vor. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool mun þá afhenda borgarstjóranum í París gripinn, sem hann mun hafa undir höndum fram að úrslitaleik keppninnar. Sport 8.3.2006 05:21 Aldrei verið eins stoltur af mínum mönnum Alex McLeish var stoltur af sínum mönnum í gær þrátt fyrir að þeir hefðu fallið úr leik gegn sterku liði Villareal í Meistaradeildinni á mörkum skoruðum á útivelli. Leikurinn í gær endaði með jafntefli 1-1 á Spáni, en um tíma leit út fyrir að skoska liðið ætlaði að fara með sigur af hólmi. Sport 8.3.2006 03:09 Þakkaði Cannavaro fyrir markið Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Juventus eignaði félaga sínum Fabio Cannavaro allan heiðurinn að sigurmarkinu sem hann skoraði í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í gærkvöld, því eins og sást í endursýningum frá aðdraganda marksins, sneri Emerson baki í markvörðin Tim Wiese þegar hann missti boltann frá sér á klaufalegan hátt. Sport 8.3.2006 02:48 Spyr mig af hverju ég gerðist markvörður Tim Wiese, markvörður Werder Bremen hefur eflaust ekki sofið vel í nótt, því skelfileg mistök hans undir lok leiksins gegn Juventus í gærkvöldi urðu þess valdandi að Bremen missti af sæti í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni. Wiese átti vart til orð til að lýsa líðan sinni eftir leikinn í gær. Sport 8.3.2006 02:30 Solskjær með brákað kinnbein Það gekk á ýmsu í varaliðsleik Manchester United og Middlesbrough í gærkvöldi, en norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í samstuði við Ugo Ehiogu eftir aðeins sjö mínútna leik. Talið er að Solskjær sé með brákað kinnbein eftir óhappið. Sport 8.3.2006 01:27 Barcelona á skilið að vera komið áfram Jose Mourinho gat lítið sagt eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni á Nou Camp í gærkvöldi og viðurkenndi að úr því að Barcelona væri komið í næstu umferð keppninnar, ættu liðið það líklega skilið. Frank Rijkaard sagðist ekki hafa verið í hefndarhug, eftir tapið fyrir Chelsea í fyrra. Sport 8.3.2006 01:06 Göppingen lagði Minden Jaliesky Garcia skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld þegar liðið vann nauman sigur á Snorra Steini Guðjónssyni og félögum í Minden 30-29 á útivelli. Snorri skoraði einnig tvö mörk fyrir Minden, sem er sem fyrr í botnbaráttu í deildinni á meðan Göppingen siglir lygnan sjó um miðja deild. Sport 8.3.2006 05:48 Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Sport 8.3.2006 05:52 Dallas - Portland í beinni Leikur Dallas Mavericks og Portland Trailblazers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt klukkan 1:30 eftir miðnætti. Dallas hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum eftir að hafa tekið 19-1 rispu á dögunum og líta leikmenn liðsins væntanlega á leikinn við Portland sem kjörið tækifæri til að rétta úr kútnum. Sport 7.3.2006 23:13 Valur á toppinn Valsstúlkur lyftu sér á toppinn í DHL-deild kvenna í kvöld þegar þær burstuðu lið HK 41-26 í Laugardalshöllinni. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Fram í Safamýrinni 31-26. Sport 7.3.2006 22:20 Stuðningsmenn Rangers með ólæti Stuðningsmenn Glasgow Rangers sem ekki fengu miða á leikinn gegn Villareal í kvöld brugðust ókvæða við og réðust að rútu sem flutti leikmenn spænska liðsins á völlinn. Talið er að um 50 manns hafi verið á bak við verknaðinn, en þeir köstuðu bjórflöskum og öðru lauslegu í rútuna. Atvikið er í rannsókn hjá lögreglu, en þetta átti sér stað fyrir leik liðanna í kvöld. Sport 7.3.2006 21:58 Chelsea úr leik Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli sínum. Snillingurinn Ronaldinho skoraði mark Barcelona, en Frank Lampard jafnaði metin fyrir Chelsea úr vafasamri vítaspyrnu í uppbótartíma. Barcelona fer því áfram samanlagt 3-2. Sport 7.3.2006 21:34 Markalaust hjá Barcelona og Chelsea í hálfleik Staðan í leik Barcelona og Chelsea í meistaradeildinni er jöfn 0-0 í hálfleik. Heimamenn hafa verið heldur sprækari í hálfleiknum, en urðu fyrir því óláni að missa undrabarnið Lionel Messi meiddan af velli. Inná í hans stað kom hinn sænski Henrik Larsson. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 7.3.2006 20:36 Útlendingarnir komu með leikaraskapinn Knattspyrnugoðið Bobby Charlton segir að það sé útlensku leikmönnunum að kenna að leikaraskapur sé orðinn til vandræða í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann bendir á að áður en leikmenn af meginlandinu hafi komið inn í deildina, hafi leikaraskapur ekki þekkst. Sport 7.3.2006 19:05 Eiður Smári byrjar á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea í leiknum gegn Barcelona í kvöld sem hefst nú innan skamms á Nou Camp í Barcelona og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 7.3.2006 19:24 Barcelona er besta lið í heimi Brasilíumaðurinn Rivaldo sem var lykilmaður í liði Barcelona þegar það varð Spánarmeistari árið 1999, segir að Barcelona sé besta félagslið heimsins í dag og spáir að Barca slái Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld. Sport 7.3.2006 18:47 Quashie í fimm leikja bann Miðjumaðurinn Nigel Quashie hjá West Brom hefur verið dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd enska knattspyrnuambandsins eftir að hann þótti sýna ósæmilega framkomu þegar honum var vikið af velli í leik gegn Middlesbrough fyrir níu dögum síðan. Sport 7.3.2006 18:21 Craig Bellamy handtekinn Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Blackburn er aftur kominn í fréttirnar á röngum forsendum, en hann var handtekinn í dag í tengslum við rannsókn á árás sem gerð var á unga konu á næturklúbbi í Cardiff. Bellamy var sleppt gegn tryggingu eftir að hafa setið yfirheyrslu, en hann þarf að mæta aftur fljótlega þegar málið veður rannsakað frekar. Sport 7.3.2006 18:09 Við erum meira en hálfnaðir Arsene Wenger segir sína menn í Arsenal vera rúmlega hálfnaða með verkefni sitt gegn Real Madrid í Meistaradeildinni eftir að Arsenal vann fyrri leik liðanna í Madrid á dögunum og lítur því á það sem formsatriði að ná hagstæðum úrslitum á Highbury annað kvöld. Sport 7.3.2006 17:10 Farinn að leita að eftirmanni Michael Ballack Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segist vera búinn að sætta sig við að Michael Ballack fari frá félaginu í sumar og segir að enginn maður í herbúðum liðsins nú geti fyllt það skarð sem hann skilur eftir sig sem leiðtogi á vellinum. Sport 7.3.2006 17:01 « ‹ 251 252 253 254 255 256 257 258 259 … 334 ›
Robinho aðvarar Arsenal Brasilíski snillingurinn Robinho hjá Real Madrid hefur gefið út aðvörun á hendur leikmönnum Arsenal og skorar á þá að vanmeta ekki styrk spænska liðsins, sem sýndi sig glögglega um daginn þegar liðið var næstum búið að vinna upp fimm marka forskot Real Zaragoza í spænska bikarnum eftir að allir höfðu afskrifað liðið. Sport 8.3.2006 17:28
Við þurfum ekki Ronaldinho John Terry og Frank Lampard hjá Chelsea segja að Chelsea þurfi ekki leikmenn eins og Ronaldinho til að vinna Meistaradeildina og benda á að Chelsea hafi í sínum röðum leikmenn sem geta breytt gangi leiksins upp á eigin spýtur með einstaklingsframtaki. Sport 8.3.2006 17:51
Ronaldinho er ekki til sölu Roman Abramovich eigandi Chelsea virðist vekja ótta hvar sem hann kemur, því á blaðamannafundi eftir leik Barcelona og Chelsea þótti Frank Rijkaard ástæða til að taka það fram að peningar gætu ekki keypt snillinginn Ronaldinho frá Barcelona. Sport 8.3.2006 16:00
Alonso verður einbeittur Pat Symonds, yfirhönnuður hjá meisturum Renault í Formúlu 1, segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Fernando Alonso á keppnistímabilinu að hann hafi þegar samþykkt að ganga til liðs við McLaren árið 2007. Sport 8.3.2006 17:05
Chelsea á yfir höfði sér kæru Englandsmeistarar Chelsea eiga yfir höfði sér kæru í kjölfar þess að leikmenn liðsins veittust að Mark Halsey dómara í viðureign sinni við West Brom á dögunum. Leikmennirnir veittust að dómaranum eftir að hann vísaði Arjen Robben af velli fyrir ljóta tæklingu. Leikmenn West Brom sleppa við refsingu í málinu. Sport 8.3.2006 16:51
Missir af 8-liða úrslitunum Unglingurinn Lionel Messi hjá Barcelona getur ekki leikið með liði sínu í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hann reif vöðva í fæti í leiknum gegn Chelsea í gær og talið er að hann verði frá í að minnsta kosti mánuð. Þá verður Carles Puyol í leikbanni í fyrri leiknum í næstu umferð eftir að hann fékk gult spjald fyrir óþarft brot á Eið Smára Guðjohnsen í leiknum í gær. Sport 8.3.2006 15:49
Við vanmetum ekki Real Madrid Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur varað við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn gegn Real Madrid á Highbury í Meistaradeildinni í kvöld og segir að þó sínir menn séu vissulega í góðri stöðu, sé Real Madrid hættulegt lið sem ekki megi vanmeta. Sport 8.3.2006 15:41
Getum skorað tvö mörk Rafa Benitez hefur ekki áhyggjur af að hans menn nái ekki að skora þau tvö mörk sem liðið þarf á að halda í leiknum gegn Benfica á Anfield í kvöld, þegar liðin spila síðari leik sinn í Meistaradeildinni. Benfica vann fyrri leikinn 1-0. Sport 8.3.2006 15:31
Líklega frá út leiktíðina Keppnistímabilið hjá Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United er líklega á enda runnið eftir að í ljós kom að hann þarf í aðgerð vegna brákaðs kinnbeins sem hann hlaut í varaliðsleik með liði Manchester United í gær og talið er að hann verði allt að tvo mánuði að jafna sig. Sport 8.3.2006 15:27
Fyrsti Bretinn til að leika í Rússlandi Skoski landsliðsmaðurinn Garry O´Connor er langt frá því að vera frægasti knattspyrnumaður í heiminum, en hann markaði þó þátt sinn í sögunni í gær þegar ljóst var að hann yrði fyrsti leikmaðurinn af Bretlandseyjum til að ganga til liðs við knattspyrnulið í Rússlandi. Sport 8.3.2006 05:33
Nýr verðlaunagripur afhentur í vor Á föstudaginn verður kynntur nýr verðlaunagripur sem afhentur verður sigurvegaranum í Meistaradeild Evrópu eftir úrslitaleik keppninnar í vor. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool mun þá afhenda borgarstjóranum í París gripinn, sem hann mun hafa undir höndum fram að úrslitaleik keppninnar. Sport 8.3.2006 05:21
Aldrei verið eins stoltur af mínum mönnum Alex McLeish var stoltur af sínum mönnum í gær þrátt fyrir að þeir hefðu fallið úr leik gegn sterku liði Villareal í Meistaradeildinni á mörkum skoruðum á útivelli. Leikurinn í gær endaði með jafntefli 1-1 á Spáni, en um tíma leit út fyrir að skoska liðið ætlaði að fara með sigur af hólmi. Sport 8.3.2006 03:09
Þakkaði Cannavaro fyrir markið Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Juventus eignaði félaga sínum Fabio Cannavaro allan heiðurinn að sigurmarkinu sem hann skoraði í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í gærkvöld, því eins og sást í endursýningum frá aðdraganda marksins, sneri Emerson baki í markvörðin Tim Wiese þegar hann missti boltann frá sér á klaufalegan hátt. Sport 8.3.2006 02:48
Spyr mig af hverju ég gerðist markvörður Tim Wiese, markvörður Werder Bremen hefur eflaust ekki sofið vel í nótt, því skelfileg mistök hans undir lok leiksins gegn Juventus í gærkvöldi urðu þess valdandi að Bremen missti af sæti í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni. Wiese átti vart til orð til að lýsa líðan sinni eftir leikinn í gær. Sport 8.3.2006 02:30
Solskjær með brákað kinnbein Það gekk á ýmsu í varaliðsleik Manchester United og Middlesbrough í gærkvöldi, en norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í samstuði við Ugo Ehiogu eftir aðeins sjö mínútna leik. Talið er að Solskjær sé með brákað kinnbein eftir óhappið. Sport 8.3.2006 01:27
Barcelona á skilið að vera komið áfram Jose Mourinho gat lítið sagt eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni á Nou Camp í gærkvöldi og viðurkenndi að úr því að Barcelona væri komið í næstu umferð keppninnar, ættu liðið það líklega skilið. Frank Rijkaard sagðist ekki hafa verið í hefndarhug, eftir tapið fyrir Chelsea í fyrra. Sport 8.3.2006 01:06
Göppingen lagði Minden Jaliesky Garcia skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld þegar liðið vann nauman sigur á Snorra Steini Guðjónssyni og félögum í Minden 30-29 á útivelli. Snorri skoraði einnig tvö mörk fyrir Minden, sem er sem fyrr í botnbaráttu í deildinni á meðan Göppingen siglir lygnan sjó um miðja deild. Sport 8.3.2006 05:48
Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Sport 8.3.2006 05:52
Dallas - Portland í beinni Leikur Dallas Mavericks og Portland Trailblazers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt klukkan 1:30 eftir miðnætti. Dallas hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum eftir að hafa tekið 19-1 rispu á dögunum og líta leikmenn liðsins væntanlega á leikinn við Portland sem kjörið tækifæri til að rétta úr kútnum. Sport 7.3.2006 23:13
Valur á toppinn Valsstúlkur lyftu sér á toppinn í DHL-deild kvenna í kvöld þegar þær burstuðu lið HK 41-26 í Laugardalshöllinni. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Fram í Safamýrinni 31-26. Sport 7.3.2006 22:20
Stuðningsmenn Rangers með ólæti Stuðningsmenn Glasgow Rangers sem ekki fengu miða á leikinn gegn Villareal í kvöld brugðust ókvæða við og réðust að rútu sem flutti leikmenn spænska liðsins á völlinn. Talið er að um 50 manns hafi verið á bak við verknaðinn, en þeir köstuðu bjórflöskum og öðru lauslegu í rútuna. Atvikið er í rannsókn hjá lögreglu, en þetta átti sér stað fyrir leik liðanna í kvöld. Sport 7.3.2006 21:58
Chelsea úr leik Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli sínum. Snillingurinn Ronaldinho skoraði mark Barcelona, en Frank Lampard jafnaði metin fyrir Chelsea úr vafasamri vítaspyrnu í uppbótartíma. Barcelona fer því áfram samanlagt 3-2. Sport 7.3.2006 21:34
Markalaust hjá Barcelona og Chelsea í hálfleik Staðan í leik Barcelona og Chelsea í meistaradeildinni er jöfn 0-0 í hálfleik. Heimamenn hafa verið heldur sprækari í hálfleiknum, en urðu fyrir því óláni að missa undrabarnið Lionel Messi meiddan af velli. Inná í hans stað kom hinn sænski Henrik Larsson. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 7.3.2006 20:36
Útlendingarnir komu með leikaraskapinn Knattspyrnugoðið Bobby Charlton segir að það sé útlensku leikmönnunum að kenna að leikaraskapur sé orðinn til vandræða í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann bendir á að áður en leikmenn af meginlandinu hafi komið inn í deildina, hafi leikaraskapur ekki þekkst. Sport 7.3.2006 19:05
Eiður Smári byrjar á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea í leiknum gegn Barcelona í kvöld sem hefst nú innan skamms á Nou Camp í Barcelona og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 7.3.2006 19:24
Barcelona er besta lið í heimi Brasilíumaðurinn Rivaldo sem var lykilmaður í liði Barcelona þegar það varð Spánarmeistari árið 1999, segir að Barcelona sé besta félagslið heimsins í dag og spáir að Barca slái Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld. Sport 7.3.2006 18:47
Quashie í fimm leikja bann Miðjumaðurinn Nigel Quashie hjá West Brom hefur verið dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd enska knattspyrnuambandsins eftir að hann þótti sýna ósæmilega framkomu þegar honum var vikið af velli í leik gegn Middlesbrough fyrir níu dögum síðan. Sport 7.3.2006 18:21
Craig Bellamy handtekinn Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Blackburn er aftur kominn í fréttirnar á röngum forsendum, en hann var handtekinn í dag í tengslum við rannsókn á árás sem gerð var á unga konu á næturklúbbi í Cardiff. Bellamy var sleppt gegn tryggingu eftir að hafa setið yfirheyrslu, en hann þarf að mæta aftur fljótlega þegar málið veður rannsakað frekar. Sport 7.3.2006 18:09
Við erum meira en hálfnaðir Arsene Wenger segir sína menn í Arsenal vera rúmlega hálfnaða með verkefni sitt gegn Real Madrid í Meistaradeildinni eftir að Arsenal vann fyrri leik liðanna í Madrid á dögunum og lítur því á það sem formsatriði að ná hagstæðum úrslitum á Highbury annað kvöld. Sport 7.3.2006 17:10
Farinn að leita að eftirmanni Michael Ballack Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segist vera búinn að sætta sig við að Michael Ballack fari frá félaginu í sumar og segir að enginn maður í herbúðum liðsins nú geti fyllt það skarð sem hann skilur eftir sig sem leiðtogi á vellinum. Sport 7.3.2006 17:01