Lög og regla

Fréttamynd

Jón Gerald stefnir Jóni Ásgeiri

Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið.

Innlent
Fréttamynd

Tvær nauðganir í rannsókn

Grunur liggur á að tveimur konum hafi verið nauðgað um helgina, önnur var á Færeyskum dögum í Ólafsvík, en hin á humarhátíðinni í Höfn í Hornafirði.

Innlent
Fréttamynd

Mannslát og grunur um nauðganir

Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgun kærð á Humarhátíðinni

Nauðgun hefur kærð á Humarhátíðinni sem fram fer á Höfn í Hornafirði um helgina. Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, sem sér um gæslu á hátíðinni, er málið upplýst.  

Innlent
Fréttamynd

40-50 teknir fyrir hraðakstur

Á milli fjörutíu og fimmtíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Akureyri í gær og í nótt. Sá sem mældist á mestum hraða var á rúmlega hundrað og fjörutíu kílómetra hraða á þjóðvegi þar sem hámarkshraðinn er níutíu. Þá stöðvaði lögreglan í Ólafsvík tíu manns fyrir hraðakstur í gær og tvo fyrir ölvunarakstur.

Innlent
Fréttamynd

Tjöld og sumarbústaðir fuku

Mikið fjör var á færeyskum dögum í Ólafsvík um helgina og fjöldi fólks sóttu bæinn heim. Lögreglan áætlar að um 3000 til 5000 manns hafi verið í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Kannabisræktun í haughúsi

Þrír karlmenn og ein kona á fimmtugsaldri voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að eiga og rækta kannabisplöntur í haughúsi undir fjósi á sveitabæ í Ölfusi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm slasaðir eftir bílslys

Fimm slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar fólksbíll og jeppabifreið rákust saman í brekkunni við Hveradali um fimmleytið í dag. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu út en allir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Að svo stöddu hafa ekki fengist upplýsingar um líðan fólksins.

Innlent
Fréttamynd

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Maður var dæmdur í 12 mánaða fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gagnvart ungu stúlkubarni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Barnið leit á manninn sem afa sinn og sjálfur bar hann fyrir dómi að hafa litið á stúlkuna sem barnabarn sitt.

Innlent
Fréttamynd

Gill unir skyrslettudómi

Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi saksóknara

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýnir harðlega rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á honum og fleirum í tengslum við meint brot gegn fyrirtækinu. Hann segir líta út sem lögregla hafi reynt að réttlæta illa ígrundað upphaf málsins með því að leita að sakarefnum.

Innlent
Fréttamynd

Sex ákærðir í Baugsmálinu

Ákæra Ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu er í 40 liðum og snertir auðgunarkafla almennra hegningarlaga, lög um bókhald, ársreikninga, hlutafélög og tollalög. Stjórn Baugs segist standa með ákærðu og undirbýr skaðabótamál á hendur ríkinu. Rannsókn lögreglu sætir gagnrýni fyrir tíma og tengsl rannsakanda og ákæranda.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður í Ásláksmáli

Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 12. desember 2004 á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ, slegið annan mann hnefahöggi efst í háls vinstra megin með þeim afleiðingum að brot kom í hálshryggjarlið og slagæð við hálshrygg rofnaði.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla eykur eftirlit um helgina

Búist er við mikilli umferð um allt land um helgina og að umferð á vegum fari að aukast verulega upp úr hádegi í dag. Lögregla ætlar að auka eftirlit til muna og verða hreyfanlegri en áður, þ.e. að fylgja fólksstraumnum.

Innlent
Fréttamynd

Baugur í skaðabótamál við ríkið

Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fósturafi dæmdur

Maður var dæmdur í tólf mánaða fangelsi og einnig til þess að greiða fjögurhundruð þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa brotið kynferðislega á dóttur fósturdóttur sinnar. Maðurinn játaði að hafa í þrjú til fimm skipti nuddað kynfæri stúlkunar sem þá var níu ára og látið hana fróa sér.

Innlent
Fréttamynd

Mælir með skaðabótamáli

Jónatan Þórmundsson lagaprófessor kemst að þeirri niðurstöðu að Baugur Group ætti að höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna þess skaða sem nærri þriggja ára lögreglurannsókn hefur bakað félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Sex ákærðir í Baugsmálinu

Sex hafa verið ákærðir í Baugsmálinu: Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, og tveir endurskoðendur. Í tilkynningu frá Baugi segir að fyrirtækið mun krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna þess tjóns sem Baugur "hefur orðið fyrir af völdum lögreglunnar".

Innlent
Fréttamynd

Tveggja mánaða gæsluvarðhald

Litháarnir sem teknir voru með rúmlega fjögur kíló af hvítu dufti við komu ferjunnar Norrænu í gærmorgun hafa verið úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Tollverðir á Seyðisfirði fundu efnið en grunur leikur á að það sé amfetamín. Efninu hafði verið komið haganlega fyrir í leynihólfi fólksbifreiðar mannanna.

Innlent
Fréttamynd

Ákæra birt

Ríkissaksóknari birti í gær karlmanni á þrítugsaldri ákæru fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Karlmaður á sextugsaldri beið bana í árásinni sem átti sér stað á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Beinbrotinn eftir bílveltu

Farþegi beinbrotnaði þegar ökumaður um tvítugt missti stjórn á fólksbifreið norðan Akrafjalls á Vesturlandsvegi við Borgarnes. Bifreiðin valt. Lögreglan grunar ökumanninn og farþegann um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Gill fékk 2 mánuði skilorðsbundið

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm um hádegisbil í máli ákæruvaldsins gegn Paul Gill sem, ásamt tveimur Íslendingum, var ákærður fyrir að sletta grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli. Gill var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en skaðabótakröfu Flugleiðahótela upp á rúmar tvær milljónir króna var vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Missti bílinn út af og slasaðist

Kona slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar hún missti hægra hjól bíls síns út af bundnu slitlagi á Vesturlandsvegi í grennd við Langá á Mýrum í gærkvöld. Konan reyndi að snöggbeygja inn á veginn aftur en við það missti hún stjórn á bílnum sem reif sig upp á veginn og fór öfugu megin út af. 

Innlent
Fréttamynd

Braut glas framan í öðrum

Aðalmeðferð í máli 23 ára Keflvíkings sem ákærður er fyrir fjölda afbrota fór fram í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. Maðurinn stal farsímum, veskjum, misnotaði greiðslukort sem hann stal, braust inn í bíla, veitingastað og söluturn, var gripinn með eiturlyf og braut glas framan í öðrum manni.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna fíkniefna

Rúmlega fertugur maður í Reykjavík hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, eftir að talsvert magn af fíkniefnum fannst heima hjá honum við húsleit.

Innlent
Fréttamynd

Bretinn mætti einn fyrir dóm

Paul Geoffrey Gill, 33 ára gamall Breti, mætti einn til þingfestingar máls á hendur honum og tveimur Íslendingum, Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Íslendingarnir eru sagðir vera í mótmælatjaldi við Kárahnjúka.

Innlent
Fréttamynd

Ker vill niðurfellingu sekta

Þingfest var í Héraðsdómi Reyjavíkur í gær kæra eignarhaldsfélagsins Kers, sem á Olíufélagið Essó, á hendur ríkinu og samkeppnisyfirvöldum til að fá ógiltan fyrri úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í janúar um samráð olíufélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja milljónirnar endurgreiddar

Mál Kers hf. á hendur íslenska ríkinu og samkeppnisyfirvöldum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fyrirtækið krefst þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í janúar verði felldur úr gildi, en til vara að sektargreiðslur fyrirtækisins verði stórlega lækkaðar.

Innlent
Fréttamynd

Beltin bjarga

Fjórir til fimm deyja í bílslysum á hverju ári vegna þess að þeir notuðu ekki bílbelti. Hert viðurlög og meiri forvarnir gætu orðið til þess að fækka banaslysum um fimmtung að mati rannsóknarnefndar umferðarslysa. Einungis eitt banaslys varð á austurlandi á síðasta ári en Suður og suðvestur hornið er slysamesta svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Neytendasamtökin höfða mál

Neytendasamtökin hafa ákveðið að höfð mál á hendur olíufélaginu Esso, fyrir hönd eins félagsmanns samtakanna. Er krafist bóta vegna samráðs olíufélaganna. Kröfurnar sem settar eru fram eru á bilinu 300 til 400 þúsund krónur.

Innlent