Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Reykjanesbraut var loks opnuð aftur í dag og einhverjir farþegar sem höfðu setið fastir í Keflavík voru fluttir með þotu til Reykjavíkur. Enn bíða þó margir á flugvellinum og ferðaplön mörgþúsund farþega eru í uppnámi. Innlent 20.12.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegum var lokað og flugsamgöngur lágu niðri í aftakaveðri í dag. Við verðum í beinni útsendingu frá Suðurnesjum þar sem farþegar hafa setið fastir og heyrum í fólki á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir höfðu í nægu að snúast í dag. Allt um vonskuverðið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 19.12.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. Innlent 18.12.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óveðrið lagðist misjafnlega í fólk í morgun. Sumir festust í sex tíma í bílum sínum en aðrir skelltu sér út að hlaupa í snjónum. Og íbúar á Selfossi tóku höndum saman, sumir fóru um á gröfum sínum til að moka bíla lausa úr stæðum en aðrir urðu að nota gömlu góðu skófluna. Innlent 17.12.2022 18:03 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglutjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andliti. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og kryfjum það með afbrotafræðingi í beinni útsendingu. Innlent 16.12.2022 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti að hafa skýlin opin á morgun. Við fjöllum ítarlega um hið óvenjulega kuldakast og áhrif þess á höfuðborgarsvæðinu, sem eru margvísleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 15.12.2022 18:00 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegur vatnsflaumur flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Við hittum parið í íbúðinni sem skemmdist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 14.12.2022 18:19 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. Innlent 13.12.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vöffluilminn lagði frá húsakynnum ríkissáttasemjara í hádeginu þegar aðilar vinnumarkaðarins náðu nokkuð óvænt saman um nýjan kjarasamning eftir stífa fundarsetu síðustu daga. Um skammtímakjarasamning er að ræða eins og stefnt var að í þetta sinn. Innlent 12.12.2022 18:00 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu síðan klukkan tíu í morgun. Tíminn vinnur ekki með samningsaðilum; VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtökum atvinnulífsins, sem hafa nú verið í fjölmiðlabanni að skipan ríkissáttasemjara í meira en sólarhring. Viðræður eru á afar viðkvæmu stigi og við verðum í beinni úr Karphúsinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 11.12.2022 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í dag hefur verið fundað stíft í Karphúsinu í kjaradeilu VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtaka atvinnulífsins. Deiluaðilar voru settir í fjölmiðlabann síðdegis og viðræður virðast á viðkvæmu stigi. Við verðum í beinni úr Borgartúni og ræðum við ríkissáttasemjara um stöðuna. Innlent 10.12.2022 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. Innlent 9.12.2022 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Engar skýringar hafa borist frá framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags um ástæðu mikillar hækkunar á leiguverði. Þingmaður Flokks fólksins kallar eftir neyðarlögum og fjármálaráðherra segir hækkanir leigufélagsins óforsvaranlegar. Innlent 8.12.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu í dag þar sem samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR reyna að landa kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og fylgjumst með stöðu mála. Innlent 7.12.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann BHM í beinni útsendingu. Innlent 6.12.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.12.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Það er ótrúlegt að menn ætli að reyna að nota þegar umsamin atriði til að láta nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins líta betur út að sögn formanns Eflingar, sem segir samninginn alls ekki niðurstöðu sem Efling geti sætt sig við. Efling muni beita þeim vopnum sem félagið býr yfir til að knýja fram góða samninga fyrir sitt fólk. Við fjöllum um málið og ræðum við forseta ASÍ í beinni útsendingu. Innlent 4.12.2022 18:03 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kjaramálin eru vitanlega efst á baugi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, en síðdegis í dag var undirritaður kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara. Innlent 3.12.2022 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. Innlent 2.12.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kostnaður almennings vegna samningsleysis á milli sérgreinalækna og sjúkratrygginga hefur numið fimm milljörðum króna á þessu ári að mati Öryrkjabandalagsins. Dæmi eru um að öryrkjar hafi þurft að greiða fimmtíu þúsund krónur á einum mánuði bara í komugjöld og annan aukakostnað. Þetta og margt annað í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.12.2022 17:38 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að allt að tvö hundruð þúsund krónur eigi að rukka fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. Innlent 30.11.2022 18:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist Innlent 29.11.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Borgarstjóri segist sleginn óhug eftir hnífstunguárás á Bankastræti Club fyrir viku. Mögulega þurfi borgin að grípa til aðgerða gegn nýjum veruleika. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.11.2022 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við meðal annars frá því að verð á bensínlítranum er nú fimmtíu krónum dýrara en það var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferðinni hjá íslenskum bensínfyrirtækjum. Innlent 27.11.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist en vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn hafi ekki einfaldað stöðuna.Við höldum áfram að fjalla um viðkvæma stöðu á vinnumarkaði og verðum í beinni með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum. Innlent 25.11.2022 18:00 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. Innlent 24.11.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt að stilla saman veruleika og væntingar. Innlent 23.11.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglan verður með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina. Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum eru litin alvarlegum augum. Innlent 22.11.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rúðubrot á heimili þriggja barna þungaðrar móður og alvarleg líkamsárás á 17 ára dreng eru á meðal afleiðinga stigvaxandi átaka tveggja hópa í undirheimum. Dómsmálaráðherra segir átökin grafalvarleg og boðar stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 21.11.2022 18:00 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Deilur milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club hafa stigmagnast eftir að árásin var gerð á fimmtudag. Dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengju hafi verið kastað í hús, sem skapi hættu fyrir almenning. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 20.11.2022 18:10 « ‹ 21 22 23 24 25 26 27 28 29 … 63 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Reykjanesbraut var loks opnuð aftur í dag og einhverjir farþegar sem höfðu setið fastir í Keflavík voru fluttir með þotu til Reykjavíkur. Enn bíða þó margir á flugvellinum og ferðaplön mörgþúsund farþega eru í uppnámi. Innlent 20.12.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegum var lokað og flugsamgöngur lágu niðri í aftakaveðri í dag. Við verðum í beinni útsendingu frá Suðurnesjum þar sem farþegar hafa setið fastir og heyrum í fólki á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir höfðu í nægu að snúast í dag. Allt um vonskuverðið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 19.12.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. Innlent 18.12.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óveðrið lagðist misjafnlega í fólk í morgun. Sumir festust í sex tíma í bílum sínum en aðrir skelltu sér út að hlaupa í snjónum. Og íbúar á Selfossi tóku höndum saman, sumir fóru um á gröfum sínum til að moka bíla lausa úr stæðum en aðrir urðu að nota gömlu góðu skófluna. Innlent 17.12.2022 18:03
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglutjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andliti. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og kryfjum það með afbrotafræðingi í beinni útsendingu. Innlent 16.12.2022 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti að hafa skýlin opin á morgun. Við fjöllum ítarlega um hið óvenjulega kuldakast og áhrif þess á höfuðborgarsvæðinu, sem eru margvísleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 15.12.2022 18:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegur vatnsflaumur flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Við hittum parið í íbúðinni sem skemmdist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 14.12.2022 18:19
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. Innlent 13.12.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vöffluilminn lagði frá húsakynnum ríkissáttasemjara í hádeginu þegar aðilar vinnumarkaðarins náðu nokkuð óvænt saman um nýjan kjarasamning eftir stífa fundarsetu síðustu daga. Um skammtímakjarasamning er að ræða eins og stefnt var að í þetta sinn. Innlent 12.12.2022 18:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu síðan klukkan tíu í morgun. Tíminn vinnur ekki með samningsaðilum; VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtökum atvinnulífsins, sem hafa nú verið í fjölmiðlabanni að skipan ríkissáttasemjara í meira en sólarhring. Viðræður eru á afar viðkvæmu stigi og við verðum í beinni úr Karphúsinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 11.12.2022 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í dag hefur verið fundað stíft í Karphúsinu í kjaradeilu VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtaka atvinnulífsins. Deiluaðilar voru settir í fjölmiðlabann síðdegis og viðræður virðast á viðkvæmu stigi. Við verðum í beinni úr Borgartúni og ræðum við ríkissáttasemjara um stöðuna. Innlent 10.12.2022 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. Innlent 9.12.2022 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Engar skýringar hafa borist frá framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags um ástæðu mikillar hækkunar á leiguverði. Þingmaður Flokks fólksins kallar eftir neyðarlögum og fjármálaráðherra segir hækkanir leigufélagsins óforsvaranlegar. Innlent 8.12.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu í dag þar sem samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR reyna að landa kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og fylgjumst með stöðu mála. Innlent 7.12.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann BHM í beinni útsendingu. Innlent 6.12.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.12.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Það er ótrúlegt að menn ætli að reyna að nota þegar umsamin atriði til að láta nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins líta betur út að sögn formanns Eflingar, sem segir samninginn alls ekki niðurstöðu sem Efling geti sætt sig við. Efling muni beita þeim vopnum sem félagið býr yfir til að knýja fram góða samninga fyrir sitt fólk. Við fjöllum um málið og ræðum við forseta ASÍ í beinni útsendingu. Innlent 4.12.2022 18:03
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kjaramálin eru vitanlega efst á baugi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, en síðdegis í dag var undirritaður kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara. Innlent 3.12.2022 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. Innlent 2.12.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kostnaður almennings vegna samningsleysis á milli sérgreinalækna og sjúkratrygginga hefur numið fimm milljörðum króna á þessu ári að mati Öryrkjabandalagsins. Dæmi eru um að öryrkjar hafi þurft að greiða fimmtíu þúsund krónur á einum mánuði bara í komugjöld og annan aukakostnað. Þetta og margt annað í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.12.2022 17:38
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að allt að tvö hundruð þúsund krónur eigi að rukka fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. Innlent 30.11.2022 18:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist Innlent 29.11.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Borgarstjóri segist sleginn óhug eftir hnífstunguárás á Bankastræti Club fyrir viku. Mögulega þurfi borgin að grípa til aðgerða gegn nýjum veruleika. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.11.2022 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við meðal annars frá því að verð á bensínlítranum er nú fimmtíu krónum dýrara en það var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferðinni hjá íslenskum bensínfyrirtækjum. Innlent 27.11.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist en vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn hafi ekki einfaldað stöðuna.Við höldum áfram að fjalla um viðkvæma stöðu á vinnumarkaði og verðum í beinni með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum. Innlent 25.11.2022 18:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. Innlent 24.11.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt að stilla saman veruleika og væntingar. Innlent 23.11.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglan verður með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina. Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum eru litin alvarlegum augum. Innlent 22.11.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rúðubrot á heimili þriggja barna þungaðrar móður og alvarleg líkamsárás á 17 ára dreng eru á meðal afleiðinga stigvaxandi átaka tveggja hópa í undirheimum. Dómsmálaráðherra segir átökin grafalvarleg og boðar stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 21.11.2022 18:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Deilur milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club hafa stigmagnast eftir að árásin var gerð á fimmtudag. Dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengju hafi verið kastað í hús, sem skapi hættu fyrir almenning. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 20.11.2022 18:10