„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:43 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. Bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa nú breytt vaxtakjörum sínum í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni og fóru þeir í 8,5 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu gert sambærilegar breytingar nú í nóvember. Fjármálastofnanirnar hafa því allar lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggð lán. Landsbankinn hefur hins vegar tilkynnt að hann lækkar vexti á óverðtryggðum lánum en geri ekki breytingar á verðtryggðum. Arion banki gerði breytingar í morgun og lækkaði óverðtryggða vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig. Verðtryggð íbúðalán hækka um 0,4 prósentustig. ASÍ fordæmdi vaxtahækkanir verðtryggðra lána í morgun á sama tíma og verðbólga gangi niður. Stjórnendur hafi kastað blautri og illa þefjandi tusku sinni beint í andlit landsmanna. Útskýringar bankanna Arion banki útskýrir á heimasíðu hvers vegna ákveðið hafi verið að hækka vexti nú á verðtryggðum lánum. Fram kemur fram að vegna hárra raunvaxta eða muninum á milli stýrivaxta og verðbólgu sé dýrara en áður fyrir bankann að fjármagna verðtryggð lán. Verðtryggðir vextir muni lækka þegar þessir raunvextir lækka. Til að átta sig enn betur á þessu þá er verðbólgan að lækka hraðar en stýrivextir. Munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum er því að aukast sem endurspeglast þannig í hærra álagi verðtryggðra lána. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka skýrir hækkun verðtryggðra vaxa á svipaðan máta og Arion banki. „Það eru tvær krónur í landinu annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð. Vaxtastigið á þessum tveimur hreyfist ekki í takt. Óverðtryggðir vextir hafa undanfarin misseri verið að hreyfast með stýrivöxtum en ekki verðtryggðir. Það að verðtryggðir vextir hækka núna lítillega helgast fyrst og fremst af því að það er gert ráð fyrir því að verðbólga sé að koma mun hraðar niður stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Bankinn greiði hærri vexti en lántakendur Jón Guðni segir að mikill munur á verðbólgu og stýrivöxtum þýði að dýrara sé fyrir bankann að fjármagna verðtryggð útlán. „Þar horfum við á tvennt. Annars vegar, ef við ætlum að fjármagna okkur á skuldabréfamarkaði til skemmri tíma þá þurfum við að greiða fimm til sex prósenta vexti eftir tímalengd. Á hinn bóginn þá hefur verið mikil ásókn í verðtryggð lán. Verðtryggð lán bankanna þ.e. verðtryggðar eignir umfram skuldir hafa aukist um fimm hundruð milljarða á rúmu ári. Bankarnir þurfa að fjármagna verðtryggðar eignir með óverðtryggðum skuldum. Stýrivextir eru nú í 8,5 prósent og spár gera ráð fyrir verðbólga verði kringum tvö prósent á næstunni. Ef við drögum verðbólguna frá stýrivöxtum þá er munurinn sex og hálft prósent sem jafngildir kostnaði á verðtryggðum vöxtum. Við erum núna að lána verðtryggð húsnæðislán á fimm prósenta vöxtum en kostnaður bankans vegna þeirra er sex og hálft prósent. Bankinn er þannig sjálfur að greiða hærri vexti en hann rukkar af verðtryggðum lánum. Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta. Við verðum með neikvæðan vaxtamun næstu mánuði,“ segir Jón Guðni. Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti myndarlega Aðspurður um hvaða áhrif vaxtahækkun á verðtryggð lán hafi á greiðendur svarar Jón Guðni: „Hækkunin hefur einhver áhrif á mánaðarlegar greiðslur. Áhrifin eru hins vegar miklu minni en hjá þeim sem hafa verið með óverðtryggð lán. Höfðustóll lánanna hreyfist svo með verðbólgu,“ segir hann. Jón Guðni segir mikilvægt í þessu samspili verðbólgu og stýrivaxta að lækka vextina hratt. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í febrúar. Að mínu viti finnst mér að Seðlabankinn mætti stíga tiltölulega hratt fram og lækka vexti hratt. Ég vonast til að Seðlabankinn stigi mjög myndarlega fram á næsta fundi. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Arion banki Seðlabankinn Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa nú breytt vaxtakjörum sínum í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni og fóru þeir í 8,5 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu gert sambærilegar breytingar nú í nóvember. Fjármálastofnanirnar hafa því allar lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggð lán. Landsbankinn hefur hins vegar tilkynnt að hann lækkar vexti á óverðtryggðum lánum en geri ekki breytingar á verðtryggðum. Arion banki gerði breytingar í morgun og lækkaði óverðtryggða vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig. Verðtryggð íbúðalán hækka um 0,4 prósentustig. ASÍ fordæmdi vaxtahækkanir verðtryggðra lána í morgun á sama tíma og verðbólga gangi niður. Stjórnendur hafi kastað blautri og illa þefjandi tusku sinni beint í andlit landsmanna. Útskýringar bankanna Arion banki útskýrir á heimasíðu hvers vegna ákveðið hafi verið að hækka vexti nú á verðtryggðum lánum. Fram kemur fram að vegna hárra raunvaxta eða muninum á milli stýrivaxta og verðbólgu sé dýrara en áður fyrir bankann að fjármagna verðtryggð lán. Verðtryggðir vextir muni lækka þegar þessir raunvextir lækka. Til að átta sig enn betur á þessu þá er verðbólgan að lækka hraðar en stýrivextir. Munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum er því að aukast sem endurspeglast þannig í hærra álagi verðtryggðra lána. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka skýrir hækkun verðtryggðra vaxa á svipaðan máta og Arion banki. „Það eru tvær krónur í landinu annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð. Vaxtastigið á þessum tveimur hreyfist ekki í takt. Óverðtryggðir vextir hafa undanfarin misseri verið að hreyfast með stýrivöxtum en ekki verðtryggðir. Það að verðtryggðir vextir hækka núna lítillega helgast fyrst og fremst af því að það er gert ráð fyrir því að verðbólga sé að koma mun hraðar niður stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Bankinn greiði hærri vexti en lántakendur Jón Guðni segir að mikill munur á verðbólgu og stýrivöxtum þýði að dýrara sé fyrir bankann að fjármagna verðtryggð útlán. „Þar horfum við á tvennt. Annars vegar, ef við ætlum að fjármagna okkur á skuldabréfamarkaði til skemmri tíma þá þurfum við að greiða fimm til sex prósenta vexti eftir tímalengd. Á hinn bóginn þá hefur verið mikil ásókn í verðtryggð lán. Verðtryggð lán bankanna þ.e. verðtryggðar eignir umfram skuldir hafa aukist um fimm hundruð milljarða á rúmu ári. Bankarnir þurfa að fjármagna verðtryggðar eignir með óverðtryggðum skuldum. Stýrivextir eru nú í 8,5 prósent og spár gera ráð fyrir verðbólga verði kringum tvö prósent á næstunni. Ef við drögum verðbólguna frá stýrivöxtum þá er munurinn sex og hálft prósent sem jafngildir kostnaði á verðtryggðum vöxtum. Við erum núna að lána verðtryggð húsnæðislán á fimm prósenta vöxtum en kostnaður bankans vegna þeirra er sex og hálft prósent. Bankinn er þannig sjálfur að greiða hærri vexti en hann rukkar af verðtryggðum lánum. Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta. Við verðum með neikvæðan vaxtamun næstu mánuði,“ segir Jón Guðni. Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti myndarlega Aðspurður um hvaða áhrif vaxtahækkun á verðtryggð lán hafi á greiðendur svarar Jón Guðni: „Hækkunin hefur einhver áhrif á mánaðarlegar greiðslur. Áhrifin eru hins vegar miklu minni en hjá þeim sem hafa verið með óverðtryggð lán. Höfðustóll lánanna hreyfist svo með verðbólgu,“ segir hann. Jón Guðni segir mikilvægt í þessu samspili verðbólgu og stýrivaxta að lækka vextina hratt. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í febrúar. Að mínu viti finnst mér að Seðlabankinn mætti stíga tiltölulega hratt fram og lækka vexti hratt. Ég vonast til að Seðlabankinn stigi mjög myndarlega fram á næsta fundi.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Arion banki Seðlabankinn Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira