Kosningar 2007

Fréttamynd

Fyrirspurnartími hjá ráðherrum á landsfundi

Landsfundur sjálfstæðismanna hélt áfram í morgun með almennum umræðum. Eftir hádegishlé, um klukkan tvö, er svo komið að fyrirspurnartíma ráðherra flokksins en þar munu fimm ráðherrar svara spurningum landsfundargesta.

Innlent
Fréttamynd

Nærri tveir þriðju vilja atkvæðagreiðslu um frekar stóriðju

Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að ákvarðanir um frekari stóriðju verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að 38 prósent svarenda sögðust mjög hlynnt því og 22,8 prósent frekar hlynnt.

Innlent
Fréttamynd

Hjörleifur hvetur Íslandshreyfinguna til að hætta við framboð

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra hvetur Ómar Ragnarsson og félaga til að draga í land með framboð Íslandshreyfingarinnar. Þetta segir hann í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar gagnrýnir hann einnig hugmyndafræði framboðs Ómars og segir það til þess fallið að framlengja líftíma ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Landsfundur Samfylkingar hefst í dag

Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag í Egilshöll í Reykjavík. Fundurinn verður formlega settur klukkan fjögur síðdegis með stefnuræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns. Yfirskrift fundarins er Framtíð lands - framtíð þjóðar. Honum lýkur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vill lækka skerðingar í tryggingakerfinu

Geir Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins vill minnka almennar skerðingar í almannatryggingakerfinu úr 40 prósentum í 35. Þá vill hann að þeir sem orðnir eru sjötugir geti unnið launavinnu án þess að lífeyrir skerðist.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stórátak í samgöngumálum og búsetumálum aldraðra

Stórátak í samgöngumálum og í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir aldraða, afnám launaleyndar og öflugt og traust atvinnulíf ásamt ábyrgri stjórn efnahagsmála er meðal þess er að finna í drögum að ályktunum sem lagðar verða fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem fram fer á morgun og hinn.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerð gekk vel

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gekkst í gær undir skurðaðgerð á brjóstholi. Hægra lunga hans var fallið saman í annað sinn á stuttum tíma. Aðgerðin gekk samvkæmt vonum og er búist við því að það taki Björn átta til tólf vikur að jafna sig.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur ár breyta miklu í fylgi flokkanna

Töluverður munur er á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum núna miðað við sama tíma fyrir fjórum árum. Eini flokkurinn sem fékk meira fylgi í síðustu alþingskosningum en skoðanakannanir á lokasprettinum gáfu til kynna, var Framsóknarflokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Boðar ekki til útgjaldaveislu

Ekkert stopp og engar handbremsur í atvinnu- og efnahagsmálum, segja framsóknarmenn sem kynntu í dag stefnuskrá sína fyrir komandi þingkosningar. Flokkurinn leggur áherslu á velferðarmál en segist ekki boða til útgjaldaveislu með stefnumálum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Áframhaldandi árangur en ekki stopp

12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Íslandshreyfingin kynnir stefnuyfirlýsingu sína

Íslandshreyfingin - lifandi land hefur nú gert stefnuyfirlýsingu sína opinbera. Ábyrg umhverfisstefna og stóirðjustopp er þar efst á blaði. Hreyfingin vill að Ísland verði í fremstu röð frumkvöðla og nýsköpunar. Að komið verði á fót sveigjanlegu velferðarkerfi sem auki samfélagsþátttöku og lífsgæði. Skólastarf á öllum stigum verði eflt og litið verði á landið sem eina heild og eitt atvinnusvæði, svo stiklað sé á stóru.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri græn báðu Alcan um peninga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir komandi alþingiskosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vill einföld og skýr fjármál

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er einn fjögurra ráðherra sem ekki hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Ég hef alla mína ráðherratíð komist af án greiðslukorts á vegum ríkisins og aldrei leitt hugann að því að óska eftir slíku korti,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

Notar kortið ekki prívat

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir það augljóst að hann noti kreditkort ráðuneytisins, sem er á hans nafni, til að greiða þegar útgjöldin eru augljóslega á vegum ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn tapar í norðaustri

Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi sínu í Norðausturkjördæmi en Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um tæp níu prósent, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún á þó ekki von á að hún verði ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Í dag var haldinn opinn fundur hjá forystu Samfylkingarinnar þar sem farið var yfir stjórnmálaástandið á kosningavori.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn tapar þremur mönnum í Norðausturkjördæmi

Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi í Norðausturkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkur bætir við sig um níu prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í Norðausturkjördæmi. Vinstri grænir auka fylgi sitt um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentum. Nýtt framboð og Íslandshreyfingin mælast með tæplega sex prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Kaffibandalaginu ekki lokið

Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Svíar geti lært af Íslendingum í skattalækkunum

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svíja hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Kaffibandalagið sagt búið að vera

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að kaffibandalag Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sé búið að vera. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins samræmist alls ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Neita að upplýsa um kreditkort ráðherra

Þó að Ríkisendurskoðun leggist gegn því eru átta ráðherrar með kreditkort á nafni ríkisins. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur sem ekki eru ætlaðar til persónulegra nota. Ráðuneytin neita að afhenda greiðsluyfirlitin.

Innlent
Fréttamynd

Straumsvíkurkosningin hefur ekkert gildi að lögum

Iðnaðarráðherra segir engan hafa sigrað í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík og að ákvörðunin hafi ekkert gildi að lögum. Steingrímur J. Sigfússon segir það valda stórstyrjöld ef menn ætli sér ekki að virða niðurstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Málflutningur frjálslyndra sagður vera ógeðfelldur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir engar samfélagslegar aðstæður réttlæta að gripið sé til neyðarráðstafana vegna innflytjenda líkt og Frjálslyndi flokkurinn boðar. Steingrímur J. Sigfússon segir þessa stefnu Frjálslyndra geta haft áhrif á mögulegt stjórn

Innlent
Fréttamynd

Íslandshreyfingin sækir á á kostnað Vinstri grænna

I-listi Íslandshreyfingarinnar fengi 5,2 prósent ef kosið yrði núna, samkvæmt könnun Capacent fyrir Morgunblaðið og RÚV sem gerð var dagana 21.-27. mars. Flokkurinn virðist sækja fylgi sitt í raðir Vinstri grænna sem tapa fylgi frá síðustu könnun en mælast samt næst stærsti flokkurinn með 24 prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Kosningahegðun kvenna skiptir líklega sköpum í kosningunum

„Mér finnst það algjörlega óviðunandi að tvær konur séu formenn í nefndum á vegum Alþingis,“ segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra um það að konur stýri nefndarstarfi í tveimur af tólf fastanefndum þingsins. Ítarlega er fjallað um stöðu og áhrif kvenna í íslenskum stjórnmálum í annarri kosningagreininni af átta í Fréttablaðinu í dag.

Innlent