

Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru.
Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld.
Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi.
Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi.
„Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp.
Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað.
Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum.
Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri.
Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins.
Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum.
Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli.
Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2.
Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár.
Mikið öskufjúk hefur undanfarna daga verið víða í nágrenni Eyjafjallajökuls. Verst var ástandið undir Eyjafjöllum í gær þegar skyggni var um tíma innan við 100 metrar.
Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum í Eyjafjallajökli í nótt eftir að nokkrir smáskjálftar mældust í jöklinum, suðvestur af Básum í Þórsmörk í gærkvöldi. Síðan hefur allt verði rólegt í jöklinum, en kraftur er að færast í hreinsunarstarf.
Enginn gosmökkur er nú frá Eyjafjallajökli og sjást aðeins litlar gufubólstrar á toppnum.
Ferðaþjónusta og landbúnaður tvær aðalatvinnugreinarnar á Suðurlandi eru í uppnámi, vegna eldgossins undanfarnar fimm vikur. Sumstaðar hafa bókanir ferðamanna í sumar hrunið.
„Það er engin kvika að koma upp og gosið er dottið niður. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta sé endir gossins eða hlé. Við vitum það ekki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann og Ómar Ragnarsson flugu yfir Eyjafjallajökul á fjórða tímanum í dag.
Verulega hefur dregið úr gosvirkni í Eyjafjallajökli en sérfræðingar segja ótímabært að segja að gosinu sé lokið. Ómar Ragnarsson flaug yfir gosstöðvarnar í morgun og varð ekki var við neinar eldhræringar.
Iceland Express hefur ákveðið að hætta við reglubundið flug milli Akureyrar og London, sem vera átti í sumar, þar til næsta ár. Ástæða þess er sú, að dregið hefur úr eftirspurn eftir ferðum, bæði hér heima og í öðrum löndum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Margt bendir til að eldgosinu í Eyjafjallajökli sé að ljúka, en virknin í eldstöðinni hefur snarminnkað síðastliðinn sólahring. Ómar Ragnarsson flaug yfir eldstöðina í morgun og sá enga ösku.
Ryanair mun fara fram á skaðabætur vegna truflana sem félagið varð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Mikil rólegheit virðast nú vera við Eyjafjallajökul. Að sögn lögreglumanns á Hvolsvelli gætti þar lítilsháttar öskufalls í gær en ekkert sést nú til gossins. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segir að smá skot hafi verið í gosinu um hádegisbil í gær en síðan þá hafi dregið úr gosóróa á svæðinu. Þeir segja að ekki sé hægt að slá því föstu að gosinu sé að ljúka en lítið sem ekkert sést til þess ef vefmyndavélar Mílu eru skoðaðar um þessar mundir.
Engar tilkynningar hafa borist af öskufalli í dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Gosmökkurinn er í um 4 kílómetra hæð samkvæmt athugun könnunarflugs sem farið var eftir hádegi. Hæg austlæg vindátt ber mökkinn til vesturs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stöðuskýrslu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Enn dregur úr gosinu í Eyjafjallajökli að sögn Sigþrúðar Árnadóttur starfsmanns Veðurstofu Íslands. Nokkrir litlir skjálftar mældust í nótt, flestir voru þeir grunnir en verið er að afla frekari upplýsinga um gosóróan á Veðurstofunni.
Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld klukkan 20:30. Farið verður yfir þróun eldgossins í Eyjafjallajökli, afleiðingar þess og stöðuna í dag.
Innanlandsflug hófst samkvæmt áætlun i morgun nema hvað ekki hefur enn verið flogið til Egilsstaða og Vestmannaeyja vegna þoku á þeim stöðum, en ekki vegna eldfjallaösku í lofti.
Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri hefur ekki valdið skemmdum á vegamannvirkjum. Flóðið er að sjatna en vatn hefur farið yfir varnargarða á 150 metra kafla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Mikil eðja er í vatninu og framburður.
Mikið eðjuflóð hófst í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum upp úr klukkan níu í morgun og vatnar yfir varnargarðana á svæðinu. Að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri, sem var staddur á brúnni yfir ánna fyrir stundu, sýnist þetta vera eðja frekar en vatn og að hún komi frá Eyjafjallajökli, eins og síðasta flóð þarna nýverið.
Biðstaða var í innanlandsfluginu í morgun og var öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis í nánari athugun. Nú er hinsvegar búið að opna Reykjavíkurflugvöll og hófst innanlandsflug upp úr klukkan átta. Ekki er þó víst hvort hægt verður að fljúga til Ísafjarðar, en búið er að opna Akureyrarflugvöll.