Skoðun

Fréttamynd

Frá Peking 1995 til 2025: Sam­starf, fram­þróun og ný heims­skipan

Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sótti í síðustu viku alþjóðlega ráðstefnu í Peking um jafnrétti kynjanna, þrjátíu árum eftir sögulega kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í sömu borg árið 1995 að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur.

Skoðun

Fréttamynd

Ástarsvik ein tegund of­beldis gegn eldra fólki

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar

Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Bleiki dagurinn er á morgun, miðvikudaginn 22. október. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum fólk til að taka þátt í deginum og bera Bleiku slaufuna því við heyrum svo oft hve miklu máli það skiptir þau sem fengið hafa krabbamein og aðstandendur.

Skoðun
Fréttamynd

Fræ menntunar – frá Froebel til Jung

Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar

Í hverju barni býr fræ. Fræ sem inniheldur möguleika, forvitni, sköpun og kraft til að vaxa og verða það sem barninu er ætlað að vera í eðli sínu. En eins og öll fræ þarf það ljós, hlýju og næringu. Það þarf jarðveg sem leyfir því að vaxa – ekki mótast, heldur þroskast.

Skoðun
Fréttamynd

1500 vanvirk ung­menni í Reykja­vík

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Um 1500 ungmenni á aldrinum 18–29 ára í Reykjavík eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Bakvið þessa tölu eru raunverulegir einstaklingar.

Skoðun
Fréttamynd

Að hafa trú á sam­fé­laginu

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

Við í sveitarfélaginu Norðurþingi stöndum frammi fyrir miklum áskorunum. Rekstrarstöðvun PCC Bakki Silicon hefur djúpstæð áhrif á samfélagið okkar – á atvinnulífið, tekjur sveitarfélagsins og trú fólks á framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum sam­fé­lag fyrir börn

Gunnar Salvarsson skrifar

Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg.

Skoðun
Fréttamynd

Skrift er málið

Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar

Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri?

Skoðun
Fréttamynd

Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað

Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar

Þörfum um 95% barna er hægt að mæta vel í almennum grunnskólum eins og staðan er í dag. Stór hluti þessara nemenda eru með ýmsar greiningar og áskoranir en við skólana starfa frábærir kennarar og stuðningsstarfsfólk sem mætir þessum hópi mjög vel. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir þau 5% barna sem þurfa sérhæfðari stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Örorkubyrði og örorkuframlag líf­eyris­sjóða

Björgvin Jón Bjarnason skrifar

Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt.

Skoðun
Fréttamynd

Komið gott!

Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa

Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu.

Skoðun
Fréttamynd

Takk Vig­dís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð!

Hjörtur Hjartarson skrifar

Merkilegasta skjal í sögu Íslands bíður þess að verða virkjað. Nýja stjórnarskráin, sem svo er nefnd í daglegu tali, varð til í einu „víðtæk­asta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um,“ eins og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, komst að orði.

Skoðun
Fréttamynd

Blóð­merar - skeytingar­leysi hinna þriggja valda

Árni Stefán Árnason skrifar

Liðin 5 ár frá því ég, fyrstur manna, ljóstraði upp um blóðmeramálið 14. jan. 2020 í grein á heimildins.is og hefur hlotið viðurkenningu frá 1700 lesendum Heimildarinnar heitinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjandi tímar í veitingageiranum

Einar Bárðarson skrifar

Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp.

Skoðun
Fréttamynd

Má enda­laust vera níðingur!!

Arna Magnea Danks skrifar

Undanfarin ár hefur það sífellt orðið algengara að ráðast að réttindum minnihlutahópa, sérstaklega mannréttindum og borgaralegum réttindum trans kvenna og þær notaðar sem leið að því að skerða réttindi allra kvenna.

Skoðun
Fréttamynd

Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólks­flótta og hina ICElensku varðhaldsstöð

Sema Erla Serdaroglu skrifar

Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund.

Skoðun
Fréttamynd

Silfur­fat Sam­fylkingarinnar

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Fjármálabylting: Gervi­greind og táknvæðing fyrir al­menning

Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fyrir ekki svo löngu síðan voru peningar fyrst og fremst seðlar og mynt í vasa okkar. Síðar urðu þeir að plastkorti og í dag eru þeir að mestu leyti orðnir að smáforriti í símanum. Hvert skref hefur fært okkur aukin þægindi, en nú stöndum við á þröskuldi næsta áfanga í þessari þróun, áfanga sem snýst ekki aðeins um þægindi, heldur um völd.

Skoðun
Fréttamynd

Vé­fréttir og villu­ljós

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Ég spurði ChatGPT um daginn hvaða erlendu þjóðernishópar væru líklegastir til að vera atvinnulausir hérlendis. Svarið kom að vörmu spori, þetta væru Pólverjar. Ég spurði um heimildir og var vísað á skýrslu Vinnumálastofnunar þar sem þetta kæmi fram.

Skoðun
Fréttamynd

„Fór í út­kall“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Fag­legur stuðningur sem skiptir máli – fyrir ein­stak­linga og sam­fé­lagið

Jónína Kárdal og Svandís Sturludóttir skrifa

Á degi náms- og starfsráðgjafar, 20. október, viljum við minna á mikilvægi þess að allir fái að njóta þessarar þjónustu – til framtíðar og farsældar. Náms- og starfsráðgjöf er ekki aðeins þjónusta sem nýtist á ákveðnum tímamótum – hún er lífsleiðarstef.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölþátta ógnar­stjórn

Högni Elfar Gylfason skrifar

Mikið hefur verið fjallað um fjölþátta ógnir í fjölmiðlum að undanförnu, en þar er helst verið að ræða um fjölbreytilegar ógnir af hendi ríkis eða ríkja gagnvart öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur haft vaxandi áhyggjur af þessum málum og hefur í því skyni opnað fyrir flóðgáttir ótakmarkaðra fjármuna ríkissjóðs Íslands í kaup á sprengjum og öðrum drápstólum ásamt ýmsu öðru stríðs- og varnartengdu sem hernaðarráðgjafar stjórnarinnar telja rétt að splæsa í.

Skoðun
Fréttamynd

Verjum mikil­væga starf­semi Ljóssins

Guðbjörg Jónsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa

Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið.

Skoðun
Fréttamynd

,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“

Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Fyrstu skólavikurnar eru liðnar. Margsinnis hefur verið gengið í skrokk á starfsmönnum mínum á þessum dögum. Eftir örfáa daga í skólanum höfðu fjórir kennarar verið lamdir af sama nemanda. Kennararnir þurftu að stíga inn í og forða öðru barni frá því að verða lamið. Tveir þeirra þurftu að vera heima daginn eftir.

Skoðun

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn


Meira

Arna Lára Jónsdóttir


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Ný og góð ver­öld í Reykja­víkur­borg?

Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni.


Meira

Sigmar Guðmundsson

Konukot

Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson

Hafa ís­lenskir neyt­endur sama rétt og evrópskir?

Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda.


Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Takk Sigurður Ingi

Þegar leiðtogi tekur ákvörðun um að kveðja er ástæða til að staldra við, líta um öxl og þakka. Á nýafstöðnum miðstjórnarfundi Framsóknar gerði Sigurður Ingi grein fyrir ákvörðun sinni um að sækjast ekki eftir endurkjöri á komandi flokksþingi Framsóknar.


Meira

Svandís Svavarsdóttir

Stöndum með Ljósinu!

Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum.


Meira

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.


Meira

Kolbrún Halldórsdóttir

Launa­munur kynjanna eykst – Hvar liggur á­byrgðin?

Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum.


Meira

Finnbjörn A. Hermannsson


Meira

Halla Gunnarsdóttir

Deilt og drottnað í um­ræðu um leik­skóla­mál

Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum.


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir


Meira

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Kar­töflurnar eru of dýrar til að kasta í veiði­þjófa

„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959.


Meira