Martraðarárið 2015 hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira