Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2016 23:30 Geir Þorsteinsson formaður KSÍ tjáir sig við erlenda miðla um stóra FIFA 17-málið. Vísir Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45