Bone vakti mikla athygli í kappræðum Hillary Clinton og Donald Trump á sunnudag þar sem hann var í hópi áhorfenda og spurði frambjóðendurna spurningar um orkumál og umhverfismál.
Bone klæddist rauðri peysu í kappræðunum og var í raun einn af fáum ljósum punktum í annars ljótum og niðurdrepandi kappræðum.
Í samtali við Kimmel segir Bone meðal annars frá reynslu sinni af kvöldinu og hvernig hann hafi upphaflega ætlað að klæðast gömlum jakkafötum en buxurnar hafi rifnað sem hann segir að megi rekja til þess að hann hafi bætt á sig nokkrum kílóum.
Bone reytti af sér brandarana í spjallinu við Kimmel sem sjá má að neðan.