Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 23:30 Hundruð lögregluþjóna og bráðaliða þustu á vettvang eftir árásina. Vísir/EPA Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn. Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn.
Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56