Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson í leik með Fortuna Düsseldorf. Getty/Werner OTTO Atli Eðvaldsson kvaddi í gær eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stendur minning um magnaðan mann og magnaðan fótboltaferil sem bæði leikmaður og þjálfari. Það er að mörgu að taka af eftirminnilegum ferli Atla Eðvaldssonar sem spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi og Tyrklandi og var bæði fyrirliði og þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins. Það er þó ein helgi í júnímánuði áður 1983 sem verður aldrei toppuð. Ekki aðeins vegna afreks Atla heldur einnig vegna leikjaskipulags í knattspyrnuheiminum. Það er eitt að skora sex mörk á tveimur dögum en annað að spila alvöru leiki tvo daga í röð og blanda inn í það marga klukkutíma ferðalagi frá Þýskalandi til Íslands. Þeir eldri muna örugglega eftir þessu en fyrir hina er full ástæða til að halda henni á lofti sem dæmi um hversu öflugur knattspyrnumaður Atli Eðvaldsson var á sínum tíma. Tímabilið 1982 til 1983 var Atli Eðvaldsson á sínu öðru tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku bundesligunni. Hann var búinn að eiga mjög flott tímabil þegar kom að lokaumferðinni 6. júní 1983 og hafði skorað 16 mörk í 33 leikjum. Þetta var fjórða tímabil Atla í Þýskalandi en tímabilið 1981-82 spilaði hann aðeins tvo leiki. Hann var þá leikmaður Dortmund en færði sig yfir til Fortuna Düsseldorf og skoraði 7 mörk í 26 leikjum á fyrstu leiktíð. Atli gerði miklu betur á tímabili númer tvö. Lokaleikurinn var á móti Eintracht Frankfurt en það sem flækti málið að daginn eftir átti íslenska landsliðið að spila á móti Möltu í undankeppni EM 1984. Flugvél beið Atla og Péturs Ormslev, sem líka lék með Fortuna Düsseldorf, á flugvellinum í Düsseldorf og flutti þá beint til Íslands eftir leik.Opna um afrek Atla Eðvaldssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 1983.Skjámynd/Íslensk knattspyrna 1983Fyrst var þó að spila þennan leik á móti Eintracht Frankfurt. Íslenskir blaðamenn fengu að fara með flugvélinni út og urðu því vitni af afreki Atla. Atli var í miklu stuði og skoraði öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í leiknum og varð um leið fyrsti útlendingurinn í sögunni sem nær að skora fimmu í leik í bundesligunni. Atli endaði tímabilið með 21 mark í 34 leikjum og sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Enginn annar íslenskur leikmaður hefur síðan náð að skora fimmu í leik eða yfir tuttugu mörk á einu tímabili í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Við tók flug með einkaflugvél og landsleikur við Möltu daginn eftir. Það var ekki að spyrja að því, Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þetta reyndist vera eini sigurleikur íslenska liðsins í allri undankeppninni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar blaðaúrklippur um þessa ótrúlegu helgi Atla þegar hann skoraði sex mörk á aðeins tveimur dögum.Forsíða DV.Skjámynd/DVSkjámynd/DVSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/ÞjóðviljinnSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/Tíminn EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48 Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Atli Eðvaldsson kvaddi í gær eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stendur minning um magnaðan mann og magnaðan fótboltaferil sem bæði leikmaður og þjálfari. Það er að mörgu að taka af eftirminnilegum ferli Atla Eðvaldssonar sem spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi og Tyrklandi og var bæði fyrirliði og þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins. Það er þó ein helgi í júnímánuði áður 1983 sem verður aldrei toppuð. Ekki aðeins vegna afreks Atla heldur einnig vegna leikjaskipulags í knattspyrnuheiminum. Það er eitt að skora sex mörk á tveimur dögum en annað að spila alvöru leiki tvo daga í röð og blanda inn í það marga klukkutíma ferðalagi frá Þýskalandi til Íslands. Þeir eldri muna örugglega eftir þessu en fyrir hina er full ástæða til að halda henni á lofti sem dæmi um hversu öflugur knattspyrnumaður Atli Eðvaldsson var á sínum tíma. Tímabilið 1982 til 1983 var Atli Eðvaldsson á sínu öðru tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku bundesligunni. Hann var búinn að eiga mjög flott tímabil þegar kom að lokaumferðinni 6. júní 1983 og hafði skorað 16 mörk í 33 leikjum. Þetta var fjórða tímabil Atla í Þýskalandi en tímabilið 1981-82 spilaði hann aðeins tvo leiki. Hann var þá leikmaður Dortmund en færði sig yfir til Fortuna Düsseldorf og skoraði 7 mörk í 26 leikjum á fyrstu leiktíð. Atli gerði miklu betur á tímabili númer tvö. Lokaleikurinn var á móti Eintracht Frankfurt en það sem flækti málið að daginn eftir átti íslenska landsliðið að spila á móti Möltu í undankeppni EM 1984. Flugvél beið Atla og Péturs Ormslev, sem líka lék með Fortuna Düsseldorf, á flugvellinum í Düsseldorf og flutti þá beint til Íslands eftir leik.Opna um afrek Atla Eðvaldssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 1983.Skjámynd/Íslensk knattspyrna 1983Fyrst var þó að spila þennan leik á móti Eintracht Frankfurt. Íslenskir blaðamenn fengu að fara með flugvélinni út og urðu því vitni af afreki Atla. Atli var í miklu stuði og skoraði öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í leiknum og varð um leið fyrsti útlendingurinn í sögunni sem nær að skora fimmu í leik í bundesligunni. Atli endaði tímabilið með 21 mark í 34 leikjum og sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Enginn annar íslenskur leikmaður hefur síðan náð að skora fimmu í leik eða yfir tuttugu mörk á einu tímabili í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Við tók flug með einkaflugvél og landsleikur við Möltu daginn eftir. Það var ekki að spyrja að því, Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þetta reyndist vera eini sigurleikur íslenska liðsins í allri undankeppninni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar blaðaúrklippur um þessa ótrúlegu helgi Atla þegar hann skoraði sex mörk á aðeins tveimur dögum.Forsíða DV.Skjámynd/DVSkjámynd/DVSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/ÞjóðviljinnSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/Tíminn
EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48 Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48
Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14
Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17