Fréttir

Sorg í Nes­kaup­stað vegna and­láts barns

Fullt var út úr dyrum á minningarstund sem haldin var í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn lést í byrjun vikunnar á sjúkrahús í Svíþjóð. Austurfrétt greinir frá og segir andlátið hafa orðið eftir bráð veikindi.

Innlent

Hefði verið au­ðvelt að koma í veg fyrir bana­slysið

Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 

Innlent

Þórður Steinar stefnir á hval­veiðar auk Hvals hf.

Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK.

Innlent

VG geti ekki gefið meiri af­slátt

VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd.

Innlent

Intuens vill samning við Sjúkra­tryggingar vegna segulómrannsókna

Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 

Innlent

Amanda Knox dæmd fyrir meið­yrði þrettán árum eftir sýknu

Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007.

Erlent

Bæjar­full­trúi að­stoðar ráð­herra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Andra Stein Hilmarsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi.

Innlent

Stúlkan er fundin

Fjórtán ára stúlkan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir upp úr klukkan 10 er fundin.

Innlent

Stungu­á­rás á full­trúa þýsks fjar­hægri­flokks

Fulltrúi þýska fjarhægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) var stunginn í árás í borginni Mannheim í suðvesturhluta Þýskalands seint í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að lögreglumaður var stunginn til bana í mótmælum gegn íslam í borginni.

Erlent

Hafði heyrt að ræningjanum hefði verið komið fyrir kattar­nef

„Vá, armur laganna er langur,“ hugsaði Frank Michelsen þegar hann las frétt á Vísi í gær um að sakborningur í einu stærsta ráni Íslandssögunnar hefði hlotið fjögurra ára fangelsisdóm þrettán árum eftir að ránið var framið. Frank hafði heyrt að umræddur sakborningur væri látinn.

Innlent

Komu skútu með tólf manns um borð til að­stoðar

Björgunarsveit í Vestmannaeyjum var kölluð út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá erlendi skútu með tólf manns um borð djúpt suður af landinu í nótt. Björgunarskip er nú með skútuna í togi á leið til landsins, en tólf manns voru þar um borð.

Innlent