Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 23:00 Lík al-Sharif var illa útleikið eftir sprenginguna. Getty Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. Anas al-Sharif var á meðal þeirra sem drepnir voru í loftárásum á tjaldbúðir blaðamanna í dag. Auk hans var Mohammed Qreiqeh, annar fréttaritari Al Jazeera, drepinn og tökumennirnir Ibrahim Zaher, Mohammed Noufal og Moamen Aliwa. Miðillinn hefur eftir forstöðumanni sjúkrahússins að sjö manns hafi látist í árásinni en Ísraelsmenn hafa áður drepið nokkurn fjölda fréttamanna á vegum Al Jazeera og annarra miðla. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið 186 blaðamenn og fangelsað aðra 90. Samkvæmt Hamasliðum er það vanmat. قصف لا يتوقف…منذ ساعتين والعدوان الإسرائيلي يشتد على مدينة غزة. pic.twitter.com/yW8PesTkFT— أنس الشريف Anas Al-Sharif (@AnasAlSharif0) August 10, 2025 Tjaldbúðir fréttamannanna voru fyrir utan aðalinngang sjúkrahússins. Al-Sharif var 28 ára og flutti reglulega fréttir af átökunum á norðanverðu Gasasvæðinu. Talsmenn Ísraelsher staðhæfa þó að al-Sharif hafi farið fyrir hópi vígamanna og aðstoðað við eldflaugaárásir á ísraelska borgara og hermenn. Herinn segist jafnframt búa yfir ótvíræðum sönnunum um aðkomu hans að árásum Hamas. Skömmu áður en hann lést birti hann myndbandið hér fyrir ofan á samfélagsmiðlum. Hann segir að ísraelskum sprengjum hafi rignt yfir Gasaborg í fleiri samfleytta klukkutíma. Í yfirlýsingu gengst ísraelski herinn við því að hafa viljandi gert árás á tjaldbúðir blaðamanna í því skyni að drepa Anas al-Sharif. Þar segir að al-Sharif hafi verið hryðjuverkamaður og útsendari Hamsa í gervi fréttamanns. Ísraelsher kvaðst jafnframt hafa gert ráðstafanir til að valda ekki almennum borgurum óþarfa tjóni. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Anas al-Sharif var á meðal þeirra sem drepnir voru í loftárásum á tjaldbúðir blaðamanna í dag. Auk hans var Mohammed Qreiqeh, annar fréttaritari Al Jazeera, drepinn og tökumennirnir Ibrahim Zaher, Mohammed Noufal og Moamen Aliwa. Miðillinn hefur eftir forstöðumanni sjúkrahússins að sjö manns hafi látist í árásinni en Ísraelsmenn hafa áður drepið nokkurn fjölda fréttamanna á vegum Al Jazeera og annarra miðla. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið 186 blaðamenn og fangelsað aðra 90. Samkvæmt Hamasliðum er það vanmat. قصف لا يتوقف…منذ ساعتين والعدوان الإسرائيلي يشتد على مدينة غزة. pic.twitter.com/yW8PesTkFT— أنس الشريف Anas Al-Sharif (@AnasAlSharif0) August 10, 2025 Tjaldbúðir fréttamannanna voru fyrir utan aðalinngang sjúkrahússins. Al-Sharif var 28 ára og flutti reglulega fréttir af átökunum á norðanverðu Gasasvæðinu. Talsmenn Ísraelsher staðhæfa þó að al-Sharif hafi farið fyrir hópi vígamanna og aðstoðað við eldflaugaárásir á ísraelska borgara og hermenn. Herinn segist jafnframt búa yfir ótvíræðum sönnunum um aðkomu hans að árásum Hamas. Skömmu áður en hann lést birti hann myndbandið hér fyrir ofan á samfélagsmiðlum. Hann segir að ísraelskum sprengjum hafi rignt yfir Gasaborg í fleiri samfleytta klukkutíma. Í yfirlýsingu gengst ísraelski herinn við því að hafa viljandi gert árás á tjaldbúðir blaðamanna í því skyni að drepa Anas al-Sharif. Þar segir að al-Sharif hafi verið hryðjuverkamaður og útsendari Hamsa í gervi fréttamanns. Ísraelsher kvaðst jafnframt hafa gert ráðstafanir til að valda ekki almennum borgurum óþarfa tjóni.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira