Fréttir

Ó­sam­mála nefndinni og biðst lausnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar hefur einn viljað lækka stýrivexti á tveimur fundum peningastefnunefndar í röð. Hann hefur þegið starfstilboð erlendis frá.

Innlent

Hlaut dóm á meðan hann sat í gæslu­varð­haldi vegna stunguárásar

Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot.

Innlent

Þór­dís veifar hvíta fánanum til Eyja

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir efnahags- og fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að málmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12, en það varðar eyjar og sker, verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins.

Innlent

Sögu­legur jarð­skjálfti skók austur­ströndina

Íbúar New York og nærliggjandi svæða fundu í dag fyrir sjaldgæfum jarðskjálfta. Jarðskjálfti þessi, sem fannst víða á norðanverðri austurströnd Bandaríkjanna, mældist 4,8 stig og eru upptök hans nærri Lebanon í New Jersey, um áttatíu kílómetra vestur af Manhattan.

Erlent

Starliner á loks að bera geim­fara

Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun.

Erlent

Katrín vildi engum spurningum svara

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag.

Innlent

„Það er á­kveðið óvissustig núna“

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Innlent

Segir könnunina von­brigði fyrir Höllu

Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram.

Innlent

Settur í em­bætti héraðs­dómara

Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Innlent

Reka tvo og refsa fleirum vegna á­rása á hjálparstarfsmenn

Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar.

Erlent

Bíræfnir þjófar stálu rúmum fjórum milljörðum

Bíræfnir þjófar stálu allt að þrjátíu milljónum dala úr peningageymslu í Los Angeles um páskana. Ránið er eitt það stærsta í sögu borgarinnar en þjófarnir brutu sér leið inn í bygginguna á páskadag og komust þar inn í stóra peningahvelfingu, án þess að gangsetja þjófavarnarkerfi.

Erlent

„Takk Þór­katla fyrir ekki neitt“

Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar.

Innlent