Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 10:44 Nú er bannað að leggja þar sem rauðu línurnar eru á myndinni. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt bann við lagningu ökutækja í beygjum í Álakvísl í Ártúnsholti milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Upphaflega var til skoðunar að banna lagningu í allri götunni en íbúar mótmæltu. Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“ Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“
Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira