Fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. Erlent 18.2.2025 21:05 Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Húnabjörg, björgunarskip Landsbjargar á Skagaströnd, var kölluð út upp úr klukkan níu í morgun vegna fiskibáts sem staddur var utarlega í Húnaflóa. Net höfðu farið bæði í aðalskrúfu bátsins sem og hliðarskrúfu og ekki var hægt að sigla bátnum fyrir eigin vélarafli. Innlent 18.2.2025 20:06 Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. Erlent 18.2.2025 19:46 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. Innlent 18.2.2025 19:31 „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður. Innlent 18.2.2025 19:28 Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á lögum sem heimila kirkjugörðum að rukka geymslugjald á líkum. Er þetta gert til að garðarnir geti staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Innlent 18.2.2025 18:16 Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Rússland og Bandaríkin hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi. Sendiherrar verða skipaðir í ríkjunum ríkin stefna á að semja um endalok stríðsins í Úkraínu. Innlent 18.2.2025 18:11 Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Oddviti Pírata segist vongóður um að meirihlutaviðræðum síðustu daga verði lokið í þessari viku. Stólar og embætti hafi enn lítið verið rædd. Innlent 18.2.2025 17:19 Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir. Erlent 18.2.2025 17:07 Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. Erlent 18.2.2025 16:49 Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar virðist ekki hafa sagt endanlega skilið við grínið þrátt fyrir að hafa tekið sæti á Alþingi. Hann gantaðist með atvik gærdagsins í pontu í dag eftir að hafa fengið skammir í hattinn fyrir að klæðast gallabuxum á þingfundi gærdagsins. Innlent 18.2.2025 16:47 Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann. Innlent 18.2.2025 16:07 CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Erlent 18.2.2025 15:34 Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Landris á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en hefur örlítið hægt á sér á síðustu vikum. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa uppfært hættumat vegna og helst það óbreytt frá síðustu viku. Innlent 18.2.2025 15:27 Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu. Innlent 18.2.2025 15:23 Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Ríkissáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambands Íslands í morgun. Samningafundur framhaldsskólakennara og ríkis fór fram í gær og er annar fundur ekki á dagskrá eins og að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Innlent 18.2.2025 14:14 Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 18.2.2025 14:11 Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Eftir gildistöku mega aðeins læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur aflað sér fullnægjandi þekkingar, sprauta fylliefnum undir húð. Innlent 18.2.2025 14:05 Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin. Innlent 18.2.2025 14:01 Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Lögreglan á Suðurlandi hefur kært tvo aðila í vikunni fyrir að stunda farþegaflutninga án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á eftirlit með rekstrarleyfi og réttindum ökumanna til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni þessa vikuna hjá embættinu. Innlent 18.2.2025 13:40 Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Fjórir eru í framboði í formannskjöri VR, sem fer fram dagana 6. til 13. mars næstkomandi. Formannsefnin verða gestir Pallborðsins klukkan 14, þar sem þau deila með okkur stefnumálum sínum og framtíðarsýn. Innlent 18.2.2025 13:27 Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirkjameistari og fyrrverandi varaformaður RSÍ, býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 18.2.2025 13:17 Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla. Innlent 18.2.2025 13:11 Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Innlent 18.2.2025 12:00 Eldur í mathöllinni í Hveragerði Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð eins og liggur ekki fyrir hvort hægt verði að opna aftur í dag. Innlent 18.2.2025 11:49 Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Í hádegisfréttum verður rætt við formann Neytendasamtakanna um mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka. Innlent 18.2.2025 11:41 Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin. Erlent 18.2.2025 11:39 Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári. Innlent 18.2.2025 11:28 Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri, utanríkisráðherra og einn stofnenda Kvennalistans telur lítið hafa áunnist gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Taka þurfi til í réttarkerfinu. Hún segir setningu Brynjars Níelssonar í embætti héraðsdómara vera áhyggjuefni. Innlent 18.2.2025 11:28 Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar. Innlent 18.2.2025 11:21 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. Erlent 18.2.2025 21:05
Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Húnabjörg, björgunarskip Landsbjargar á Skagaströnd, var kölluð út upp úr klukkan níu í morgun vegna fiskibáts sem staddur var utarlega í Húnaflóa. Net höfðu farið bæði í aðalskrúfu bátsins sem og hliðarskrúfu og ekki var hægt að sigla bátnum fyrir eigin vélarafli. Innlent 18.2.2025 20:06
Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. Erlent 18.2.2025 19:46
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. Innlent 18.2.2025 19:31
„Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður. Innlent 18.2.2025 19:28
Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á lögum sem heimila kirkjugörðum að rukka geymslugjald á líkum. Er þetta gert til að garðarnir geti staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Innlent 18.2.2025 18:16
Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Rússland og Bandaríkin hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi. Sendiherrar verða skipaðir í ríkjunum ríkin stefna á að semja um endalok stríðsins í Úkraínu. Innlent 18.2.2025 18:11
Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Oddviti Pírata segist vongóður um að meirihlutaviðræðum síðustu daga verði lokið í þessari viku. Stólar og embætti hafi enn lítið verið rædd. Innlent 18.2.2025 17:19
Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir. Erlent 18.2.2025 17:07
Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. Erlent 18.2.2025 16:49
Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar virðist ekki hafa sagt endanlega skilið við grínið þrátt fyrir að hafa tekið sæti á Alþingi. Hann gantaðist með atvik gærdagsins í pontu í dag eftir að hafa fengið skammir í hattinn fyrir að klæðast gallabuxum á þingfundi gærdagsins. Innlent 18.2.2025 16:47
Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann. Innlent 18.2.2025 16:07
CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Erlent 18.2.2025 15:34
Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Landris á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en hefur örlítið hægt á sér á síðustu vikum. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa uppfært hættumat vegna og helst það óbreytt frá síðustu viku. Innlent 18.2.2025 15:27
Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu. Innlent 18.2.2025 15:23
Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Ríkissáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambands Íslands í morgun. Samningafundur framhaldsskólakennara og ríkis fór fram í gær og er annar fundur ekki á dagskrá eins og að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Innlent 18.2.2025 14:14
Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 18.2.2025 14:11
Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Eftir gildistöku mega aðeins læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur aflað sér fullnægjandi þekkingar, sprauta fylliefnum undir húð. Innlent 18.2.2025 14:05
Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin. Innlent 18.2.2025 14:01
Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Lögreglan á Suðurlandi hefur kært tvo aðila í vikunni fyrir að stunda farþegaflutninga án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á eftirlit með rekstrarleyfi og réttindum ökumanna til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni þessa vikuna hjá embættinu. Innlent 18.2.2025 13:40
Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Fjórir eru í framboði í formannskjöri VR, sem fer fram dagana 6. til 13. mars næstkomandi. Formannsefnin verða gestir Pallborðsins klukkan 14, þar sem þau deila með okkur stefnumálum sínum og framtíðarsýn. Innlent 18.2.2025 13:27
Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirkjameistari og fyrrverandi varaformaður RSÍ, býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 18.2.2025 13:17
Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla. Innlent 18.2.2025 13:11
Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Innlent 18.2.2025 12:00
Eldur í mathöllinni í Hveragerði Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð eins og liggur ekki fyrir hvort hægt verði að opna aftur í dag. Innlent 18.2.2025 11:49
Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Í hádegisfréttum verður rætt við formann Neytendasamtakanna um mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka. Innlent 18.2.2025 11:41
Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin. Erlent 18.2.2025 11:39
Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári. Innlent 18.2.2025 11:28
Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri, utanríkisráðherra og einn stofnenda Kvennalistans telur lítið hafa áunnist gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Taka þurfi til í réttarkerfinu. Hún segir setningu Brynjars Níelssonar í embætti héraðsdómara vera áhyggjuefni. Innlent 18.2.2025 11:28
Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar. Innlent 18.2.2025 11:21