Innlent Kennaraverkföll skella á Verkföll eru skollin á í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla en fleiri vofa yfir takist kennurum, sveitarfélögum og ríkinu ekki að ná saman. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföllin fyrirhuguðu eru. Innlent 20.2.2025 23:49 Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Skólameistari eins framhaldsskólanna sem eru á leið í verkfall að óbreyttu á miðnætti segist ganga út frá því að kennarar leggi niður störf. Það eina sem gæti afstýrt því á þessum tímapunkti sé að deiluaðilar nái saman. Innlent 20.2.2025 23:19 Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara. Innlent 20.2.2025 22:08 Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn. Innlent 20.2.2025 21:04 Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Innlent 20.2.2025 20:36 „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun. Innlent 20.2.2025 20:25 Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. Innlent 20.2.2025 18:29 Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Kennarar samþykktu nú síðdegis innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram til þess að reyna að afstýra umfangsmiklum verkfallsaðgerðum í fyrramálið. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa til tíu í kvöld til að samþykkja eða hafna tillögunni. Við ræðum við deiluaðila um stöðu mála á ögurstundu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.2.2025 18:01 Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Lögregla hafði afskipti af manni sem er sagður hafa hellt kveikjarabensíni yfir annan og hótað að kveikja í. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 20.2.2025 17:47 Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Göngumaður rann í hálku á Esjunni og sneri á sér ökklann. Við það komst hann í sjálfheldu svo þurfti að aðstoða hann niður. Innlent 20.2.2025 17:35 Banaslys á Þingvallavegi Ökumaður steypubifreiðar lést í umferðaslysi á Þingvallavegi í morgun. Innlent 20.2.2025 17:16 Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm. Innlent 20.2.2025 16:57 Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Nýr borgarstjóri tekur við völdum í Reykjavík á morgun þegar greidd verða atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar. Innlent 20.2.2025 16:52 Kennarar samþykkja innanhússtillögu Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. Innlent 20.2.2025 16:13 Segir menntuð fífl hættuleg fífl Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings. Innlent 20.2.2025 16:12 Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði. Innlent 20.2.2025 15:32 Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. Innlent 20.2.2025 15:29 Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Þóra Tómasdóttir dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu henti fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“ en hlaut frekar dræmar viðtökur við spurningum sínum. Innlent 20.2.2025 15:22 Refsing Dagbjartar þyngd verulega Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. Innlent 20.2.2025 15:12 Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. Innlent 20.2.2025 15:04 Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 20.2.2025 14:41 Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur. Innlent 20.2.2025 14:18 Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Silja Bára R. Ómarsdóttir er í rektorskjöri og hún ítrekar þær áherslur sem hún mun koma með í Háskóla Íslands verði hún kjörin. Hún segist vilja verða rektor inngildingar. Innlent 20.2.2025 13:44 Stórskemmdi grasflötina við Höfða Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð. Innlent 20.2.2025 13:19 Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Mennta- og barnamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga blása til fræðslufundar um verndandi þætti í lífi barna og ungmenna undir yfirskriftinni Tökum samtalið. Innlent 20.2.2025 12:51 Uppsagnarákvæði stendur í fólki Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins. Innlent 20.2.2025 12:32 Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans. Innlent 20.2.2025 12:01 Segja loforð svikin í Skálafelli Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum. Innlent 20.2.2025 11:51 Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Ummæli konu um mann, sem hún sagði hafa nauðgað bróður hennar, í Instagramskilaboðum til unnustu hans hafa verið dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á að manninum hefði tekist að sanna að nokkuð samhljóma nafnlaus ummæli í Facebook-hópi þolenda ofbeldis hefðu verið eftir konuna. Innlent 20.2.2025 11:50 Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Alvarlegt umferðarslys varð á Þingvallavegi í morgun. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu. Innlent 20.2.2025 11:41 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Kennaraverkföll skella á Verkföll eru skollin á í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla en fleiri vofa yfir takist kennurum, sveitarfélögum og ríkinu ekki að ná saman. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföllin fyrirhuguðu eru. Innlent 20.2.2025 23:49
Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Skólameistari eins framhaldsskólanna sem eru á leið í verkfall að óbreyttu á miðnætti segist ganga út frá því að kennarar leggi niður störf. Það eina sem gæti afstýrt því á þessum tímapunkti sé að deiluaðilar nái saman. Innlent 20.2.2025 23:19
Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara. Innlent 20.2.2025 22:08
Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn. Innlent 20.2.2025 21:04
Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Innlent 20.2.2025 20:36
„Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun. Innlent 20.2.2025 20:25
Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. Innlent 20.2.2025 18:29
Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Kennarar samþykktu nú síðdegis innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram til þess að reyna að afstýra umfangsmiklum verkfallsaðgerðum í fyrramálið. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa til tíu í kvöld til að samþykkja eða hafna tillögunni. Við ræðum við deiluaðila um stöðu mála á ögurstundu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.2.2025 18:01
Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Lögregla hafði afskipti af manni sem er sagður hafa hellt kveikjarabensíni yfir annan og hótað að kveikja í. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 20.2.2025 17:47
Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Göngumaður rann í hálku á Esjunni og sneri á sér ökklann. Við það komst hann í sjálfheldu svo þurfti að aðstoða hann niður. Innlent 20.2.2025 17:35
Banaslys á Þingvallavegi Ökumaður steypubifreiðar lést í umferðaslysi á Þingvallavegi í morgun. Innlent 20.2.2025 17:16
Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm. Innlent 20.2.2025 16:57
Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Nýr borgarstjóri tekur við völdum í Reykjavík á morgun þegar greidd verða atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar. Innlent 20.2.2025 16:52
Kennarar samþykkja innanhússtillögu Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. Innlent 20.2.2025 16:13
Segir menntuð fífl hættuleg fífl Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings. Innlent 20.2.2025 16:12
Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði. Innlent 20.2.2025 15:32
Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. Innlent 20.2.2025 15:29
Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Þóra Tómasdóttir dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu henti fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“ en hlaut frekar dræmar viðtökur við spurningum sínum. Innlent 20.2.2025 15:22
Refsing Dagbjartar þyngd verulega Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. Innlent 20.2.2025 15:12
Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. Innlent 20.2.2025 15:04
Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 20.2.2025 14:41
Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur. Innlent 20.2.2025 14:18
Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Silja Bára R. Ómarsdóttir er í rektorskjöri og hún ítrekar þær áherslur sem hún mun koma með í Háskóla Íslands verði hún kjörin. Hún segist vilja verða rektor inngildingar. Innlent 20.2.2025 13:44
Stórskemmdi grasflötina við Höfða Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð. Innlent 20.2.2025 13:19
Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Mennta- og barnamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga blása til fræðslufundar um verndandi þætti í lífi barna og ungmenna undir yfirskriftinni Tökum samtalið. Innlent 20.2.2025 12:51
Uppsagnarákvæði stendur í fólki Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins. Innlent 20.2.2025 12:32
Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans. Innlent 20.2.2025 12:01
Segja loforð svikin í Skálafelli Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum. Innlent 20.2.2025 11:51
Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Ummæli konu um mann, sem hún sagði hafa nauðgað bróður hennar, í Instagramskilaboðum til unnustu hans hafa verið dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á að manninum hefði tekist að sanna að nokkuð samhljóma nafnlaus ummæli í Facebook-hópi þolenda ofbeldis hefðu verið eftir konuna. Innlent 20.2.2025 11:50
Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Alvarlegt umferðarslys varð á Þingvallavegi í morgun. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu. Innlent 20.2.2025 11:41