Innlent

Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Sam­fylkingunni

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 

Innlent

Svarar gagn­rýni vegna um­deildra gistihýsa í Skafta­felli

Uppbygging Arctic Adventures á þrettán gistihýsum í Skaftafelli er í fullu samræmi við lög og reglur auk þess sem húsin í núverandi mynd endurspegla ekki endanlega ásýnd þeirra þar sem þau eru enn á byggingarstigi. Þá ku verkefnið vera í fullu samræmi við gildandi skipulag sveitarfélagsins og þau leyfi sem fyrir liggja vegna verkefnisins. Þetta segir forstjóri Arctic Adventures sem svarar gagnrýni sem fram hefur komið vegna uppbyggingar húsanna, en lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra vegna málsins.

Innlent

Hand­tekinn grunaður um í­kveikju

Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt, grunaður um íkveikju, þegar útkall barst vegna elds í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn reyndist minniháttar en mikill reykur var í íbúðinni þar sem hann kom upp. Slökkvilið annaðist slökkvistarf en lögregla tók við vettvangnum eftir að því lauk og er málið í rannsókn.

Innlent

Náttúru­verndar­samtök fjar­lægðu stíflu

Stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal var fjarlægð í desember á síðasta ári í því augnamiði að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska. Einnig á aðgerðin að gera sjóbirtingi kleift að ferðast upp ána.

Innlent

Loðna fundist á stóru svæði

Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum.

Innlent

Að­eins tíu prósent sem leita til Stíga­móta kæra of­beldið

Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð.

Innlent

„Ör­stutt þung­lyndi yfir niður­stöðunum“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segist í sínu lífi hafa þurft að þola verri og harkalegri skelli en að ná ekki settu markmiði í forvali Samfylkingarinnar sem lauk í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins en endaði í því sjöunda með 1700 atkvæði.

Innlent

Kerfið hafi brugðist

Mennta- og barnamálaráðherra vill sérstaklega líta til þeirra sem hætta í framhaldsskóla, meðal annars vegna erfiðleika með lesskilning. Hún vill koma saman öllum hagsmunaaðilum menntakerfisins saman á fund. Hún og formaður Kennarasambandsins horfa til finnsku leiðarinnar.

Innlent

Sjálf­stæðis­menn mynda banda­lag á Akur­eyri

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Heimir Örn Árnason, sitjandi oddviti flokksins á Akureyri og formaður bæjarráðs, ætla að styðja hvort annað í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind mun styðja Heimi í annað sæti lista flokksins og Heimir mun styðja að Berglind fái oddvitasætið.

Innlent

„Fyrst og fremst er verið að hafna odd­vitanum“

Stjórnmálafræðiprófessor segir Samfylkinguna hafa hafnað sitjandi oddvita og borgarstjóra í prófkjörinu í gær. Niðurstaðan sýni að ákall flokksmanna hafi verið um umskipti. Litlu munaði að ekki aðeins einum nýliða tækist að skáka sitjandi borgarstjóra heldur tveimur.

Innlent

Segir Heiðu hafa átt betra skilið

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu.

Innlent

Tvö pör hand­tekin grunuð um líkams­á­rásir

Tveir einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi eða nótt grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll og vistuð í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en af orðalagi lögreglunnar að dæma var um einn karl og eina konu að ræða.

Innlent