Golf

Fréttamynd

Munkur slær í gegn á Opna breska

Eftir fyrsta daginn á Opna breska meistaramótinu í golfi er nafn ofarlega á lista yfir efstu menn sem fáir kannast við. Sadom Kaewkanjana er nafnið en árið 2023 tók hann sé óvænt hlé frá golfíþróttinni og gekk í klaustur.

Golf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vand­ræða“

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. 

Golf
Fréttamynd

„Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolin­mæði“

Ragnhildur Kristinsdóttir nýtti reynsluna af vondu veðurfari hér á landi til að tryggja sér sigur á Ladies European Tour Access golfmóti, fyrst íslenskra kvenna. Ragnhildur endurhugsaði sinn leik síðasta vetur, hefur spilað stórkostlega í sumar og er í góðum séns á að komast áfram á LET mótaröðina á næsta ári.

Golf
Fréttamynd

Gunn­laugur tveimur undir pari en spænski fé­laginn efstur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, besti áhugakylfingur Íslands, fór fyrri hringinn tveimur höggum undir pari og er jafn í tólfta sætinu á lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins í golfi. Spánverjinn David Puig spilaði fyrri hringinn í holli með Gunnlaugi og er efstur, átta höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem taka þátt á Evrópumótum kvenna, karla, stúlkna og pilta. Evrópumót kvenna fer fram í Frakklandi og karlaliðið leikur á Írlandi. Stúlknalandsliðið leikur í Englandi og piltalandsliðið í Ungverjalandi.

Golf
Fréttamynd

Embla Hrönn vann bráða­bana og mætir Pamelu

Það þurfti fjögurra kvenna bráðabana til að skera úr um það hver fengi sextánda og síðasta sætið inn í útsláttarkeppnina á Íslandsmóti kvenna í holukeppni, á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær.

Golf
Fréttamynd

Tómas fór illa með Frakkann

Tómas Hjaltested heldur áfram að gera frábæra hluti á Opna breska áhugamannamótinu í golfi en hann sló Frakkann Paul Beauvy út með sannfærandi hætti í dag, í 64 manna úrslitum. Næsti mótherji Tómasar er frá Þýskalandi.

Golf
Fréttamynd

Mikil seinkun vegna rigningar

Mikil seinkun varð á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi þar sem himnarnir opnuðust og gríðarleg rigning stöðvaði leik tímabundið í dag.

Golf