Lífið

Ein­hleypan: Grænkeri sem hrífst af hug­rekki

Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir dýravelferð. Hún er einhleypan á Vísi í þetta skiptið, segist vera svakaleg dellukona, hugrekki heillar en afstöðuleysi og eigingirni heilla ekki. Leyndur hæfileiki Rósu kemur á óvart. 

Makamál

Frum­sýning á Vísi: Ó­væntir gestir hjá Væb-bræðrum

„Við erum búnir að vera að róa í heilt ár, yfirhöfin sjö, aðallega Atlantshafið samt þar sem við komum við í Grænlandi og í Færeyjum, í leit að tilgangnum, hvað skal gera næst,“ segja Væb-bræður sem frumsýna á Vísi tónlistarmyndband sitt við lagið Róa.

Lífið

Saknar ekki fullrar inn­keyrslu af glæsikerrum

Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið.

Lífið

Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn

Katie Cassidy fyrirsæta og kærasta Liam Payne hefur í fyrsta sinn tjáð sig um andlát hans í Argentínu og síðustu augnablik þeirra saman. Hún segir að hefði hún vitað hvernig var hefði hún aldrei yfirgefið hann í Argentínu.

Lífið

Líkamsræktarfrömuður selur í Kópa­vogi

Líkamsræktarfrömuðurinn Birkir Vagn Ómarsson hefur sett slotið á sölu í Galtalind í Kópavogi. Birkir Vagn hefur undanfarin ár rekið líkamsræktarstöðina MGT og boðið þar upp á æfingar sem hafa slegið í gegn.

Lífið

Irv Gotti er látinn

Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri.

Lífið

Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik

Ég hef lengi verið aðdáandi Sniper Elite leikjanna. Ég spilaði upprunalega leikinn, sem kom út árið 2005 mikið og hef spilað langflesta af leikjunum síðan þá. Þeir eru margir. Sá nýjasti, Resistance, finnst mér samt koma með lítið sem ekkert nýtt að borði og ég hef rekið mig á fullt af göllum við spilunina.Þá er bersýnilegt að grafíkvél leiksins er komin til ára sinna.

Leikjavísir

Sleikurinn við Colin Farrell ó­gleyman­legur

Tori Spelling, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í tíunda áratugar þáttaröðinni 90201, fer hispurslaust yfir fortíð sína í hlaðvarpi sem hún heldur úti. Hún hefur verið óhrædd við að deila sögum af fyrrum ástmönnum sínum og í nýjasta þættinum segir hún frá eftirminnilegum kossi hennar og írsku stórstjörnunnar Colinn Farrell.

Lífið

Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned

Það var margt um manninn á hátíðarfrumsýningu The Damned í Smárabíói á fimmtudagskvöld. Joe Cole, einn af aðalleikurum myndarinnar, sem fólk kannast við úr þáttaröðinni Peaky Blinders mætti á svæðið við mikla lukku viðstaddra. 

Lífið

Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu

„Ég segi að gamlir takar síðan ég æfði frjálsar, þar sem ég var sérlega góður í langstökki án atrennu hafi komið sér vel þarna,“ segir Víðir Reynisson þingmaður Samfylkingarinnar sem féll við þegar hann rak sig í kantinn á ræðupúlti Alþingis við útbýttun þingsæta í gær.

Lífið

Kennir Instagram mökum að taka al­menni­legar myndir

„Ég fæ svo ótrúlega margar fjölskyldur til mín í töku þar sem konurnar kvarta yfir því að það séu engar myndir til af þeim og þær myndir sem makarnir taka séu hræðilegar,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. Hún er að fara af stað með námskeið sem kennir fólki að taka góðar Instagram myndir af mökunum sínum, að verða betri svokölluð „Insta hubby“.

Menning

Fleetwood Mac: Þegar eftir­líkingin verður betri en raun­veru­leikinn

Það var mánudagskvöld í Reykjavík, dagurinn sem flestir telja leiðinlegasta dag vikunnar – en ekki þetta kvöld. Í Hörpu beið tónlistarveisla sem átti eftir að sanna að mánudagar geta verið töfrandi. Rumours of Fleetwood Mac, frægasti Fleetwood Mac-eftirlíkingarhópur í heimi, var mættur á svið Eldborgar, og væntingarnar voru stórar. Ég meina, ef Mick Fleetwood sjálfur hefur gefið þeim blessun sína, þá hlýtur þetta að vera eitthvað.

Gagnrýni

Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie.

Bíó og sjónvarp

Halla for­seti rokkar svart og hvítt

Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í stílhreinum fatnaði á þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna.

Tíska og hönnun

Drengurinn skal heita Ezra

Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa nefnt litla drenginn sem þau eignuðust í lok janúar. Hann heitir Ezra Antony Amor.

Lífið

Syngur Cha Cha Cha á Söngva­keppninni

Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha.

Lífið