Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Liðið ár hefur verið viðburðaríkt hér á landi og margir Íslendingar gert það gott á árinu. Það eru þó fáir sem hafa átt jafn viðburðaríkt ár og áhrifavaldurinn og fjölmiðlakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn og fest sig í sessi sem ein efnilegasta fjölmiðlakona landsins. Lífið 7.1.2026 14:01
Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir skildi hunda sína tvo eftir eina heima með ryksuguróbotnum. Þegar hún sneri aftur hafði orðið smá slys í stofunni en vélmennið gert illt verra með því að dreifa kúk um rýmið áður en hann geispaði golunni úti í horni. Lífið 7.1.2026 11:52
Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2025. Fólk var mikið að pæla í líffræðilegu kyni og áhrifum hlýnunar jarðar. Þá vekur athygli hve margir höfðu áhuga á Axlar-Birni. Lífið 7.1.2026 10:55
Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa slegið í gegn en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 6.1.2026 09:01
Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38
Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. Lífið 5.1.2026 13:48
Víkingar fengu son í jólagjöf Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Víkinga, eignuðust son þann 20. desember 2025. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman. Lífið 5.1.2026 13:42
Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Skoski söngvarinn og verslunareigandinn Andrew Ure fannst látinn á fjallinu Ben Vane, daginn eftir afmælisdag sinn, eftir að hafa lagt einn af stað í fjallgöngu á gamlársdag til að prófa nýjan klifurbúnað. Lífið 5.1.2026 10:54
Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Árið 2026 er runnið í garð, jólin við það að klárast og fólk keppist við að kveðja gamla árið með myndum og nýársheitum. Stjörnulífið á Vísi er á sínum stað fyrsta mánudag ársins. Lífið 5.1.2026 09:38
„Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Tolli Morthens myndlistarmaður segist ævarandi þakklátur fyrir að vera að uppskera ríkulega eftir áralanga vinnu í sjálfum sér og fyrir samfélagið. Lífið 5.1.2026 08:10
Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Fyrsta barn ársins á Norðurlandi fæddist klukkan 7.09 á nýársdagsmorgun. Barnið er Grímseyingur en Grímsey er nyrsta mannabyggð landsins. Nýbakaðir foreldrar segja enga fleiri íbúa eyjunnar eiga von á barni, svo um er að ræða nyrsta barn ársins. Lífið 4.1.2026 16:27
Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka „Þetta er sjúkdómur sem tekur líf manns í gíslingu, hægt, markvisst og oft í algjörri þögn,“ segir Herdís Ýr Ásgeirsdóttir sem árið 2020 var kippt fyrirvaralaust út úr lífinu. Alvarlegir og óútskýrðir verkir í andliti þróuðust hratt í langvinn veikindi án skýrrar greiningar. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hún var greind með svokallaðan þrenndartaugaverk (trigeminal neuralgia) en sjúkdómurinn hefur stundum verið kallaður „sjálfsvígssjúkdómurinn“ vegna þess óbærilega sársauka sem honum fylgir. Lífið 4.1.2026 11:00
Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Óhætt er að fullyrða að enginn einn atburður í sögunni hafi gert garð Íslands eins og frægan og eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Öskugosið í toppgígnum ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman. En gosið var jafnframt mikið sjónarspil, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Vísis, nokkrum dögum eftir að sprengigos hófst undir jökli í Eyjafjallajökli sjálfum. Lífið 4.1.2026 09:02
Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. Lífið 3.1.2026 15:21
Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Foreldrar fyrsta barnsins sem fæddist á þessu ári áttu ekki von á drengnum í heiminn fyrr en viku síðar. Það kom því vel á óvart þegar drengurinn fæddist undir flugeldaregni skömmu eftir miðnætti á nýársnótt en um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja. Lífið 3.1.2026 07:01
Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Fiðluleikarinn Brian King Joseph hefur kært leikarann og tónlistarmanninn Will Smith fyrir kynferðislega áreitni, ólögmæta uppsögn og hefndaraðgerðir. Lífið 2.1.2026 23:37
Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Nýtt ár blasir nú við og margir nýta þessi tímamót til þess að setja sér háleit markmið og strengja áramótaheit. Lífið 2.1.2026 22:22
Heyra ekkert í Harry og Meghan Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton heyra ekkert í Harry Bretaprinsi og Meghan Markle og hafa ekki gert í langan tíma. Prinsessunni þykir lífið hinsvegar of stutt til að hafa áhyggjur af samskiptunum, hún vill njóta. Lífið 2.1.2026 14:22
Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lenti í því óláni að það bilaði vatnslögn í húsinu hans um miðjan nóvember þannig hann gat ekki sturtað sig í einn og hálfan mánuð. Það kom þó ekki að sök því hann lærði að fara í fötubað í Afríku. Lífið 2.1.2026 13:14
Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Victoria Jones, fyrrverandi barnastjarna og dóttir bandaríska leikarans Tommy Lee Jones, fannst látin á hóteli í San Francisco aðfaranótt gærdagsins. Hún varð 34 ára. Lífið 2.1.2026 07:58
Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00. Vinningarnir eru risastórir og strákarnir lofa stuði og stemningu á þessum rólegasta degi ársins. Lífið 1.1.2026 13:01
Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur bað kærustu sinnar, hinnar kanadísku Jann Arden. „Hún sagði já,“ skrifar Þórdís á samfélagsmiðla og birtir myndir af sér og unnustu sinni, þar sem þær tilkynna um trúlofunina. Lífið 1.1.2026 12:08
Króli og Birta eignuðust lítinn prins Listaparið Kristinn Óli Haraldsson, eða Króli, og Birta Ásmundsdóttir dansari hafa eignast son. Lífið 1.1.2026 11:21
Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Áramótaskaupið virðist hafa vakið mikla lukku í ár af samfélagsmiðlum að dæma. Sumir vilja meina að það sé það besta í mannaminnum, en ekki var öllum hafi skemmt. Lífið 1.1.2026 10:55