Fannar og Jói böðuðu hvor annan Í fyrsta þætti ársins af Gott kvöld á Sýn mættu skemmtilegir gestir og ræddu við þá Benedikt Valsson og Sveppa. Lífið 12.1.2026 12:00
Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Snyrtifræðingurinn Gurrý Jónsdóttir hélt upp á 35 ára afmæli sitt á Tenerife á laugardag og tróðu þar upp Ingó veðurguð, Prettyboitjokkó og Himpsumhaps. Fjöldi góðra gesta mætti en athygli vakti að áhrifavaldurinn Sólrún Diego, sem heldur úti hlaðvarpinu Spjallinu með Gurrýju og Línu Birgittu, mætti ekki. Lífið 12.1.2026 11:32
„Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lágvaxnir karlmenn geta glaðst yfir nýjasta tískutrendi ársins 2026. Tímaritið US Weekly hefur nefnilega gefið það út að litlir kóngar (e. short kings), það er að segja lágvaxnir karlmenn, séu að trenda í ár. Lífið 12.1.2026 10:03
Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Þann 18. apríl 2007 varð einn alvarlegasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur þegar stórbruni braust út í húsnæði við Austurstræti, í hjarta miðborgarinnar. Eldurinn breiddist hratt út og olli gríðarlegum skemmdum á hluta elstu byggðar borgarinnar, á svæði sem gegnt hafði mikilvægu hlutverki í borgarlífi Reykjavíkur um áratugaskeið. Lífið 11.1.2026 08:02
Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Þegar miðjusonur Gríms Gíslasonar greindist einungis ársgamall með alvarlegan sjúkdóm breyttist líf fjölskyldunnar til frambúðar. Óvissa, kvíði og endalausar spurningar tóku við samhliða spítaladvöl og stöðugri leit að svörum sem hafa enn ekki öll fundist. Bjartsýni lækna og jákvæðni hefur haldið þeim gangandi. Lífið 11.1.2026 07:00
Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 11.1.2026 06:00
Bob Weir látinn Bob Weir, gítarleikari, söngvari og stofnandi hljómsveitarinnar Grateful Dead, er látinn 78 ára að aldri. Lífið 11.1.2026 00:46
Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað „Það var alveg brjálaður áhugi á þessu máli. Ég held að þetta sé með svona stærri málum sem hafa komið upp á síðustu árum, af því að það er svo marglaga og svo margir angar á þessu,“ segir Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður sem á sínum tíma fjallaði ítarlega um Skáksambandsmálið svokallaða. Lífið 10.1.2026 19:00
Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Þjóðargersemin Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn. Fjöldi Íslendinga minnist Magnúsar og þakka honum fyrir framlag hans til íslenskrar tónlistar. Lífið 10.1.2026 14:08
Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 10.1.2026 06:02
RÚV hættir við Söngvakeppnina RÚV hefur ákveðið að hætta við að halda Söngvakeppnina 2026 í ljósi þess að forsendurnar sem lagt var upp með, að sigurlagið yrði framlag Íslands í Eurovision, séu brostnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort og þá hvenær einhverskonar önnur söngvakeppni verður haldin í staðinn. Lífið 9.1.2026 22:35
Magnús Eiríksson er látinn Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. Lífið 9.1.2026 16:25
Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í tólf ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra fyrir þremur árum. Í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin. Lífið 9.1.2026 12:55
Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Söngvakeppnin verður haldin eftir að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að Ísland verði ekki með í Eurovision í vor. Dagskrárstjóri Rúv segir málið í vinnslu og að það muni skýrast á næstunni hvort og þá á hvaða forsendum Söngvakeppni sjónvarpsins verði haldin. Lífið 9.1.2026 12:36
Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Árleg þrettándagleði fer fram í Vestmannaeyjum með tilheyrandi hátíðarhöldum um helgina og er forseti Íslands í opinberri heimsókn í Eyjum á sama tíma. Einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar segir ekkert henni líkt á landinu öllu. Lífið 9.1.2026 12:06
Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Hópur danskra leikara hefur skráð sig á lista sem ætlað er að gera öðrum kleift að bóka leikara í það verkefni að þykjast vera kærasti eða kærasta þeirra. Hugmyndin er að fólk geti bókað leikara í tímabundin verkefni, til dæmis í fjölskylduboð og annað, til að létta fólki lífið sem er orðið þreytt á að svara spurningum um hvers vegna það er einhleypt. Lífið 9.1.2026 11:00
Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Ég ætlaði að byrja árið á jákvæðu nótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að það borgar mér enginn laun fyrir að breiða út gleði. Eitt er það sem ég þoli verr við janúar en veðrið og Vísa-reikninginn. Ég hef skömm á öllum dálksentímetrum dagblaðanna sem fara undir völvu ársins. Lífið 9.1.2026 07:02
Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Poppstjarnan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur ákveðið að láta hárið fjúka og krúnuraka sig. Hún nýtur lífsins á Spáni þessa dagana. Lífið 8.1.2026 22:29
Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra eignaðist dóttur í morgun. Hann greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í kvöld. Lífið 8.1.2026 19:38
Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir engan fulltrúa ferðaþjónustunnar hafa fengið boð á Bessastaði og gerir alvarlega athugasemd við þá ákvörðun. Lífið 8.1.2026 14:04
Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Hollywood leikkonan Ashley Tisdale segist hafa tekið þátt í mömmuhópi þar sem stemningin var eitruð og hún gjarnan útilokuð. Í hópnum er meðal annars kollegi hennar og fyrrum barnastjarnan Hillary Duff en eiginmaður hennar segir Tisdale bæði sjálfhverfa og taktlausa. Lífið 8.1.2026 13:48
Snorri Másson leggi hornin á hilluna Nýja árið fer ágætlega af stað og ýmislegt spennandi í vændum, þá sér í lagi í pólitíkinni. Ísland í dag bankaði því uppá hjá Valgerði Bachmann, spámiðil og bað hana að lesa í árið 2026. Það gerir Valgerður með því að lesa í spil, stjörnumerki og skilaboð að handan. Lífið 8.1.2026 12:00
Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, tónskáldið Magnús Orri Dagsson eignuðust dreng 27. desember síðastliðinn. Lífið 8.1.2026 11:33
Sonurinn kominn með nafn Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, og dansarinn Birta Ásmundsdóttir hafa gefið syni sínum, sem fæddist 29. desember síðastliðinn, nafn. Lífið 8.1.2026 09:39