Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg segist hafa þurft að sitja undir fúkyrðaflaumi frá lýtaskurðlækni á meðan hún lá sjálf undir hnífnum fyrir rúmlega viku síðan. Maðurinn hafi ausið yfir hana „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ á meðan hann „dundaði“ sér við að skera augnlok hennar. Lífið 31.1.2026 16:11
Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma „Lífið fór allt saman á hliðina í smá stund. Það var augljóslega ekki planið að fá bæði þessi risastóru verkefni í hendurnar á sama tíma,” segir Sara Ísabella Guðmundsdóttir en hún greindist með Hodgins-eitilfrumukrabbamein síðasta sumar, einungis fimm vikum eftir að frumburður hennar kom í heiminn. Hún þurfti þar af leiðandi að ganga í gegnum stífa lyfjameðferð á sama tíma og hún var að stíga sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu. Lífið 31.1.2026 10:41
Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Í dögunum fór af stað þriðja þáttaröðin af Viltu finna milljón á Sýn en þættirnir koma vikulega inn á Sýn+. Í þáttunum er fylgst með þremur pörum taka fjármálin sín í gegn. Í fimm mánuði munu þau fá ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhaginn sinn og búa til góðar venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálum. Lífið 31.1.2026 10:38
Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Klínískur félagsráðgjafi segir útskúfun barna á foreldrum vegna fjölskyldudeilna ótrúlega algenga. Sumir vilji fara einföldustu leiðina, loka á foreldra og hlaupa frá vandanum. Slíkt komi mest niður á barnabörnum sem fái ekki ömmu og afa. Flestir vilji eiga góð samskipti og fólk eigi alls ekki að opinbera slíkar erjur fyrir alþjóð. Lífið 29.1.2026 12:19
Djammaði með feðgunum Kára og Agli Í síðasta þætti af Gott kvöld skellti Fannar Sveinsson sér á djammið með Kára Egilssyni sem endaði með eftirpartý heima hjá föður hans, Agli Helgasyni. Lífið 29.1.2026 12:02
Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian segist hafa eytt myndum af Meghan Markle og Harry Bretaprinsi á samfélagsmiðlum eftir afmælisveislu móður hennar Kris Jenner í nóvember. Ástæðan er sú að afmælisveisluna bar upp á sama dag og minningardag í Bretlandi um fallna hermenn. Lífið 29.1.2026 10:54
„Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Vefþættirnir Framakonur fjalla um tvær mislukkaðar og framagjarnar konur sem reyna að koma sér á kortið en skortir alla hæfni og enda í ógöngum. Höfundarnir Inga Óskarsdóttir og Björk Guðmundsdóttir byggja þættina að hluta til á eigin lífi og ákváðu að skella þeim á Youtube til að dreifa gleðinni. Lífið 29.1.2026 07:00
Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Klukkan var að ganga ellefu. Eins og metnaðarfullum sjálfstætt starfandi blaðamanni er lagið sat ég enn á náttfötunum í sófanum heima hjá mér og horfði á það besta sem sjónvarpsútsendingar um hábjartan dag hafa upp á að bjóða. Lífið 29.1.2026 07:00
Gert til að efla hvatberana og frumurnar Margrét R. Jónasdóttir heilsu og næringarráðgjafi er vegna of mikillar vinnu í of langan tíma búin að fara í algjört þrot og kulnun oftar en einu sinni. En hún finnur alltaf leiðir til þess að verða betri og jafnvel lækna sig sjálf með ýmsum ráðum. Og Margrét hefur fundið ýmis spennandi heilsutæki sem hún notar heima til þess að hjálpa sér við að laga og lækna ýmsa kvilla. Lífið 28.1.2026 15:00
Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Danska leik- og söngkonan Annika Wedderkopp er fyrsta konan síðan árið 1999 til að eiga vinsælustu plötu ársins á danska topplistanum. Hún átti jafnframt tólf af hundrað vinsælustu lögum ársins, en eftir að hafa fyrst slegið í gegn á hvíta tjaldinu sem barn er Annika nú á góðri leið með að verða ein stærsta poppstjarna Danmerkur. Lífið 28.1.2026 12:56
„Ég er óléttur“ Kærustuparið Jóhann Kristian Jóhannsson og Askur Árnason Nielsen eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sló í gegn í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón á Sýn. Lífið 28.1.2026 11:39
„Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Þorgils Eiður Einarsson atvinnumaður í bardagaíþróttum segist vera að upplifa æskudraum sinn og pabba síns heitins með því að hafa tekið stökkið og flutt til Tælands, þar sem hann er keppnismaður í bardagaíþróttum. Lífið 28.1.2026 10:34
Bullandi stemning hjá Blikum Hátt í þúsund manns komu saman og blótuðu þorrann í Smáranum í Kópavogi síðastliðna helgi. Var um að ræða fyrsta þorrablót Breiðabliks og stemningin náði hæstu hæðum þegar Kópavopsbúinn Erpur Eyvindarson mætti með heilan karlakór á sviðið. Lífið 28.1.2026 10:00
Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Nýjasti þáttur af Bítið í bílnum fór heldur betur á flug en í honum fóru Heimir, Lilja og Ómar á rúntinn með leynigesti sem söng lag sem Elvis Presley gerði ódauðlegt. Lífið 28.1.2026 09:47
Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita hafa verið saman í þrjú ár í dag. Söngvarinn lætur þess getið á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir ljóð til síns heittelskaða. Lífið 27.1.2026 20:43
Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir virðist ástfangin upp fyrir haus af kærasta sínum, framkvæmdastjóranum Gunnari K. Gylfasyni, og birti mynd af parinu að kúra upp í rúmi í „friðarinnlögn“ í anda John Lennon og Yoko Ono. Lífið 27.1.2026 14:22
Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í tíunda sinn um helgina í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem 120 skátar úr Reykjavík taka þátt í fjölbreyttri skátadagskrá. Sex skátafélög sendu fulltrúa í ár frá Garðbúum, Árbúum Vogabúum, Landnemum, Ægisbúum og Skjöldungum. Sjálfboðaliðarnir voru af öllum aldri en þeir yngstu voru 17 ára og þeir elstu á sjötugsaldri. Lífið 27.1.2026 14:01
Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að bruna af þingfundi Alþingis sem er á dagskrá í dag til að horfa á leik Íslands og Sviss á EM karla í handbolta. Lífið 27.1.2026 13:31
Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson er afar vinsæll og eftirsóttur í sínum störfum, enda talar hann ávallt um peninga og fjármál á mannamáli. Ísland í dag settist niður með Birni Berg og bað um góð ráð fyrir foreldra þegar kemur að fjármálum barna og ungmenna. Lífið 27.1.2026 13:01
Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney gæti átt yfir höfði sér málsókn eftir að hafa klifrað í leyfisleyfi upp á Hollywood-skiltið í Los Angeles og skreytt það með brjóstahöldurum úr nýju nærfatalínunni sinni. Lífið 27.1.2026 11:56
Í öndunarvél eftir blóðeitrun Blind side stjarnan Quinton Aaron á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hann var fluttur á spítala eftir að hafa misst meðvitund á heimili sínu. Lífið 27.1.2026 10:25
Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér „Það skiptir máli að fræða sérstaklega ungu kynslóðina um að líkamar séu alls konar og það sé ekki eftirsóknarvert útlit að vera svona ofboðslega grannur,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, í viðtali við Bítið í gær. Lífið 27.1.2026 09:30
Draugur Lilju svífur yfir vötnum Hver ætli sé undir pokanum í nýjasta þættinum af Bítið í bílnum? Leynigesturinn réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og tók lag eftir kónginn sjálfan, Elvis. Lífið 27.1.2026 09:01
Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Leikara- og söngvaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni í sumar. Það er þeirra annað barn saman en fjórða barn þeirra. Þórdís og Júlí tilkynntu sameiginlega um barnið á samfélagsmiðlum í gær. Lífið 27.1.2026 08:12