Viðskipti erlent

Fréttamynd

Leið­togar ESB í­huga háa sekt á X og Musk

Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans.

Viðskipti erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Verð­fall á Wall Street

Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Talaði gegn eigin ráð­gjöfum um tollana

Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Í­huga hærri tolla á alla

Innan veggja Hvíta hússins á sér stað mikil umræða um það hvurslags tolla setja á innflutning til Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Mikið hefur verið deilt um það hvort beita eigi önnur ríki mismunandi tollum, eins og Trump hefur á köflum talað um, eða setja á almenna tolla, eins og Trump talaði um kosningabaráttunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Northvolt í þrot

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Setur háa tolla á Evrópu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bobbingastaður í bobba

Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ofurstinn flytur til Texas

Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky.

Viðskipti erlent