Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2026 09:44 Útflutningur Kínverja hefur aukist til muna á milli ára, þrátt fyrir háa tolla Trumps. AP/Chinatopix Yfirvöld í Kína opinberuðu í gær að viðskiptaafgangur ríkisins í fyrra var um 150 billjónir króna. Það er langmesti skráði viðskiptaafgangur sögunnar, jafnvel þó tillit sé tekið til verðbólgu, og um tuttugu prósenta aukning frá árinu 2020. Kína hefur ekki verið með viðskiptahalla frá árinu 1993. Útflutningur frá Kína jókst um 5,5 prósent á milli ára, þrátt fyrir tolla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kína en margir hagfræðingar bjuggust við því að þeir myndu koma niður á útflutningi frá Kína. Samkvæmt frétt Wall Street Journal dróst útflutningur frá Kína til Bandaríkjanna saman um tuttugu prósent á milli ára en Kínverjar fundu nýja viðskiptavini annars staðar í heiminum sem endaði með áðurnefndum viðskiptaafgangi upp á 150 billjónir króna (150.000.000.000.000). Útflutningur Kína til Suðaustur-Asíu jókst um þrettán prósent. Útflutningur til Evrópu jókst um 8,4 prósent og útflutningur til Suður-Ameríku jókst um 7,4. Langmest aukning var þó þegar snýr að Afríku en aukningin var heil 26 prósent. Í frétt New York Times segir að útflutningur frá Kína til annarra heimssvæða hafi að miklu leyti endað í Bandaríkjunum. Innflytjendur þar hafi notað milliliði til að komast hjá tollum Trumps. Þá hefur lækkun í virði gjaldmiðils Kína einnig gert útflutning auðveldari, þar sem vörur þaðan eru ódýrari og innflutningur dýrari. Kínverjar selja sífellt fleiri rafmagnsbíla í heiminum.AP/Chinatopix Sagðir treysta of mikið á útflutning Innflutningur Kínverja stóð svo gott sem í stað á milli ára en ráðamenn þar hafa lagt mikla áherslu á að auka sjálfbærni í fjölmörgum geirum. Greinendur hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af hagkerfi Kína og þá sérstaklega vegna þess hve mikið hann reiðir á útflutning. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur til að mynda varað við því og sagt að hagkerfið, sem er það annað stærsta í heiminum, sé of stórt til að treysta á útflutning. Aðrir, bæði utan landamæra Kína og innan þeirra, hafa kallað eftir því að meiri áhersla verði lögð á neyslu. Framleiðsla og útflutningur hafa aukist til muna í ríkinu en fasteignakerfið og neysla heimila hefur dregist á eftir. Fasteignahrun í Kína hefur á undanförnum árum þurrkað út sparnað margra og kaupmáttur margra kínverskra fjölskyldna hefur dregist saman hvort sem snýr að innfluttum vörum eða vörum framleiddum í Kína. Kína Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kína hefur ekki verið með viðskiptahalla frá árinu 1993. Útflutningur frá Kína jókst um 5,5 prósent á milli ára, þrátt fyrir tolla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kína en margir hagfræðingar bjuggust við því að þeir myndu koma niður á útflutningi frá Kína. Samkvæmt frétt Wall Street Journal dróst útflutningur frá Kína til Bandaríkjanna saman um tuttugu prósent á milli ára en Kínverjar fundu nýja viðskiptavini annars staðar í heiminum sem endaði með áðurnefndum viðskiptaafgangi upp á 150 billjónir króna (150.000.000.000.000). Útflutningur Kína til Suðaustur-Asíu jókst um þrettán prósent. Útflutningur til Evrópu jókst um 8,4 prósent og útflutningur til Suður-Ameríku jókst um 7,4. Langmest aukning var þó þegar snýr að Afríku en aukningin var heil 26 prósent. Í frétt New York Times segir að útflutningur frá Kína til annarra heimssvæða hafi að miklu leyti endað í Bandaríkjunum. Innflytjendur þar hafi notað milliliði til að komast hjá tollum Trumps. Þá hefur lækkun í virði gjaldmiðils Kína einnig gert útflutning auðveldari, þar sem vörur þaðan eru ódýrari og innflutningur dýrari. Kínverjar selja sífellt fleiri rafmagnsbíla í heiminum.AP/Chinatopix Sagðir treysta of mikið á útflutning Innflutningur Kínverja stóð svo gott sem í stað á milli ára en ráðamenn þar hafa lagt mikla áherslu á að auka sjálfbærni í fjölmörgum geirum. Greinendur hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af hagkerfi Kína og þá sérstaklega vegna þess hve mikið hann reiðir á útflutning. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur til að mynda varað við því og sagt að hagkerfið, sem er það annað stærsta í heiminum, sé of stórt til að treysta á útflutning. Aðrir, bæði utan landamæra Kína og innan þeirra, hafa kallað eftir því að meiri áhersla verði lögð á neyslu. Framleiðsla og útflutningur hafa aukist til muna í ríkinu en fasteignakerfið og neysla heimila hefur dregist á eftir. Fasteignahrun í Kína hefur á undanförnum árum þurrkað út sparnað margra og kaupmáttur margra kínverskra fjölskyldna hefur dregist saman hvort sem snýr að innfluttum vörum eða vörum framleiddum í Kína.
Kína Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira