Erlent Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. Erlent 28.11.2023 11:02 Banna einnota rafrettur Ástralar stefna að því að banna einnota rafrettur á næsta ári. Fjöldi ungs fólks sem notar rafrettur heldur áfram að aukast. Erlent 28.11.2023 11:02 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Erlent 28.11.2023 08:31 Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Erlent 28.11.2023 07:33 Fjórðu fangaskiptin afstaðin en útlit fyrir áframhaldandi átök Fjórðu fangaskipti Ísrael og Hamas hafa átt sér stað en Ísraelsmenn létu 33 Palestínumenn lausa í nótt, 30 börn og þrjár konur, gegn lausn ellefu Ísraelsmanna, níu barna og tveggja kvenna, sem voru teknir gíslingu í árásunum 7. október síðastliðinn. Erlent 28.11.2023 06:47 Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“. Erlent 28.11.2023 00:23 Vopnahlé á Gasa framlengt um tvo daga Vopnahlé á Gasa ströndinni hefur verið framlengt um tvo daga. Þetta tilkynna katörsk stjórnvöld sem hafa milligöngu um viðræður á milli Hamas liða og Ísrael. Erlent 27.11.2023 16:37 Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. Erlent 27.11.2023 11:05 Nýja-Sjáland verði ekki reyklaust Ný ríkisstjórn í Nýja-Sjálandi stefnir á að hætta við áform um að gera landið reyklaust. Er verkefnið eitt af þeim sem á að hverfa til þess að lækka skatta í landinu. Erlent 27.11.2023 10:14 Afreksíþróttamaður myrti brúði sína og þrjá aðra í brúðkaupinu Taílenskur íþróttamaður og fyrrverandi hermaður skaut brúði sína og þrjá til viðbótar, áður en hann skaut sjálfan sig til bana, á sjálfan brúðkaupsdaginn. Brúðkaupsgestir segja brúðhjónin hafa rifist í veislunni. Erlent 27.11.2023 10:14 Fimmtán ára piltur talinn hafa stungið jafnaldra sinn til bana Fimmtán ára danskur piltur verður dreginn fyrir dómara í dag og yfirheyrður. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið jafnaldra sinn til bana í bænum Grenaa á Jótlandi í gær. Pilturinn hefur verið ákærður fyrir manndráp. Erlent 27.11.2023 09:04 Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. Erlent 27.11.2023 08:20 Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Erlent 27.11.2023 07:00 Mögulegt að hléið verði framlengt gegn lausn fleiri gísla Nú þegar sólarhringur er eftir af umsömdu vopnahléi á Gasa ströndinni eykst þrýstingur á Ísraela að hléið verði framlengt. Erlent 27.11.2023 06:42 Þrettán saknað eftir að flutningaskip sökk Þrettán er saknað eftir að flutningaskip sökk undan grísku eyjunni Lesbos. Erlent 26.11.2023 17:06 Missti ríkisborgararéttinn á sjötugsaldri Maður á sjötugsaldri, sem fæddist í Bandaríkjunum, stundaði nám þar og hefur starfað þar sem læknir í rúm þrjátíu ár, er nú ríkisfangslaus. Þegar hann reyndi nýverið að endurnýja vegabréf sitt fékk hann bréf um að mistök hefðu verið gerð við fæðingu hans og hann hefði aldrei átt að fá bandarískan ríkisborgararétt. Erlent 26.11.2023 16:35 Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. Erlent 26.11.2023 14:01 Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. Erlent 26.11.2023 13:42 Hvað gerist eftir vopnahléið? Vopnahlé Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hefur nú staðið yfir í meira en tvo daga, af þeim fjórum sem samið var um. Hléið hefur að mestu leyti haldið vel, þar sem árásir hafa ekki verið gerðar frá því það hófst á föstudaginn. Erlent 26.11.2023 11:55 Stærsti og elsti ísjaki heims á ferðinni Einn stærsti ísjaki heimsins og jafnvel sá elsti er á ferðinni í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Ísjakinn sem kallast A23a brotnaði frá Fichner-Ronne íshellunni árið 1986 en festist við botninn í Weddell-hafi. Erlent 26.11.2023 10:05 Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld. Erlent 25.11.2023 22:04 Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 25.11.2023 16:13 Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. Erlent 25.11.2023 12:20 Derek Chauvin stunginn í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, er sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var stunginn í fangelsi í gær. Árásin var gerð í fangelsi í Tucson í Arisóna, þar sem Chauvin afplánar 21 árs dóm fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Erlent 25.11.2023 10:44 Fagnaðarlæti á Vesturbakkanum Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í gærkvöldi þegar 39 konum og börnum var sleppt úr ísraelskum fangelsum. Það var gert í skiptum fyrir þrettán konur og börn sem vígamenn Hamas og Íslamsks jíhads héldu í gíslingu á Gasaströndinni. Erlent 25.11.2023 09:55 Ásökunum gegn frægum rigndi inn á lokametrunum Undanfarna daga hefur fjöldi frægra Bandaríkjamanna verið sakaðir um fyrir kynferðisbrot. Í gær var greint frá slíkum ásökunum á hendur borgarstjóra New York-borgar Eric Adams, og í dag er greint frá meintum brotum rapparans Sean „Diddy“ Combs. Erlent 24.11.2023 15:31 Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. Erlent 24.11.2023 14:49 Pistorius sleppt úr fangelsi í janúar Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku hafa samþykkt umsókn Oscar Pistorius um reynslulausn. Honum verður því sleppt úr fangelsi þann 5. janúar. Erlent 24.11.2023 11:34 Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. Erlent 24.11.2023 11:31 Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Erlent 24.11.2023 11:23 « ‹ 108 109 110 111 112 113 114 115 116 … 334 ›
Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. Erlent 28.11.2023 11:02
Banna einnota rafrettur Ástralar stefna að því að banna einnota rafrettur á næsta ári. Fjöldi ungs fólks sem notar rafrettur heldur áfram að aukast. Erlent 28.11.2023 11:02
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Erlent 28.11.2023 08:31
Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Erlent 28.11.2023 07:33
Fjórðu fangaskiptin afstaðin en útlit fyrir áframhaldandi átök Fjórðu fangaskipti Ísrael og Hamas hafa átt sér stað en Ísraelsmenn létu 33 Palestínumenn lausa í nótt, 30 börn og þrjár konur, gegn lausn ellefu Ísraelsmanna, níu barna og tveggja kvenna, sem voru teknir gíslingu í árásunum 7. október síðastliðinn. Erlent 28.11.2023 06:47
Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“. Erlent 28.11.2023 00:23
Vopnahlé á Gasa framlengt um tvo daga Vopnahlé á Gasa ströndinni hefur verið framlengt um tvo daga. Þetta tilkynna katörsk stjórnvöld sem hafa milligöngu um viðræður á milli Hamas liða og Ísrael. Erlent 27.11.2023 16:37
Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. Erlent 27.11.2023 11:05
Nýja-Sjáland verði ekki reyklaust Ný ríkisstjórn í Nýja-Sjálandi stefnir á að hætta við áform um að gera landið reyklaust. Er verkefnið eitt af þeim sem á að hverfa til þess að lækka skatta í landinu. Erlent 27.11.2023 10:14
Afreksíþróttamaður myrti brúði sína og þrjá aðra í brúðkaupinu Taílenskur íþróttamaður og fyrrverandi hermaður skaut brúði sína og þrjá til viðbótar, áður en hann skaut sjálfan sig til bana, á sjálfan brúðkaupsdaginn. Brúðkaupsgestir segja brúðhjónin hafa rifist í veislunni. Erlent 27.11.2023 10:14
Fimmtán ára piltur talinn hafa stungið jafnaldra sinn til bana Fimmtán ára danskur piltur verður dreginn fyrir dómara í dag og yfirheyrður. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið jafnaldra sinn til bana í bænum Grenaa á Jótlandi í gær. Pilturinn hefur verið ákærður fyrir manndráp. Erlent 27.11.2023 09:04
Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. Erlent 27.11.2023 08:20
Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Erlent 27.11.2023 07:00
Mögulegt að hléið verði framlengt gegn lausn fleiri gísla Nú þegar sólarhringur er eftir af umsömdu vopnahléi á Gasa ströndinni eykst þrýstingur á Ísraela að hléið verði framlengt. Erlent 27.11.2023 06:42
Þrettán saknað eftir að flutningaskip sökk Þrettán er saknað eftir að flutningaskip sökk undan grísku eyjunni Lesbos. Erlent 26.11.2023 17:06
Missti ríkisborgararéttinn á sjötugsaldri Maður á sjötugsaldri, sem fæddist í Bandaríkjunum, stundaði nám þar og hefur starfað þar sem læknir í rúm þrjátíu ár, er nú ríkisfangslaus. Þegar hann reyndi nýverið að endurnýja vegabréf sitt fékk hann bréf um að mistök hefðu verið gerð við fæðingu hans og hann hefði aldrei átt að fá bandarískan ríkisborgararétt. Erlent 26.11.2023 16:35
Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. Erlent 26.11.2023 14:01
Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. Erlent 26.11.2023 13:42
Hvað gerist eftir vopnahléið? Vopnahlé Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hefur nú staðið yfir í meira en tvo daga, af þeim fjórum sem samið var um. Hléið hefur að mestu leyti haldið vel, þar sem árásir hafa ekki verið gerðar frá því það hófst á föstudaginn. Erlent 26.11.2023 11:55
Stærsti og elsti ísjaki heims á ferðinni Einn stærsti ísjaki heimsins og jafnvel sá elsti er á ferðinni í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Ísjakinn sem kallast A23a brotnaði frá Fichner-Ronne íshellunni árið 1986 en festist við botninn í Weddell-hafi. Erlent 26.11.2023 10:05
Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld. Erlent 25.11.2023 22:04
Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 25.11.2023 16:13
Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. Erlent 25.11.2023 12:20
Derek Chauvin stunginn í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, er sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var stunginn í fangelsi í gær. Árásin var gerð í fangelsi í Tucson í Arisóna, þar sem Chauvin afplánar 21 árs dóm fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Erlent 25.11.2023 10:44
Fagnaðarlæti á Vesturbakkanum Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í gærkvöldi þegar 39 konum og börnum var sleppt úr ísraelskum fangelsum. Það var gert í skiptum fyrir þrettán konur og börn sem vígamenn Hamas og Íslamsks jíhads héldu í gíslingu á Gasaströndinni. Erlent 25.11.2023 09:55
Ásökunum gegn frægum rigndi inn á lokametrunum Undanfarna daga hefur fjöldi frægra Bandaríkjamanna verið sakaðir um fyrir kynferðisbrot. Í gær var greint frá slíkum ásökunum á hendur borgarstjóra New York-borgar Eric Adams, og í dag er greint frá meintum brotum rapparans Sean „Diddy“ Combs. Erlent 24.11.2023 15:31
Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. Erlent 24.11.2023 14:49
Pistorius sleppt úr fangelsi í janúar Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku hafa samþykkt umsókn Oscar Pistorius um reynslulausn. Honum verður því sleppt úr fangelsi þann 5. janúar. Erlent 24.11.2023 11:34
Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. Erlent 24.11.2023 11:31
Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Erlent 24.11.2023 11:23