Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 18:24 Um 250.000 manns sem áttu miða á innsetningarathöfnina sitja nú eftir með sárt ennið. AP Innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag verður haldin innandyra í hringhvelfingu þinghússins í Washington vegna slæmrar veðurspár. Fjörutíu ár eru síðan athöfnin var síðast haldin innandyra þegar Ronald Reagan var svarinn í embættið 1985, þá einnig vegna veðurs. Trump greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar segir hann að vegna kuldakasts í kortunum þurfi að huga að öryggi fólks, og athöfnin verði því færð inn. „Mín skylda er að vernda fólkið í landinu, en áður en við hefjumst handa þurfum við að huga að sjálfri innsetningarathöfninni. Samkvæmt veðurspánni gæti kuldinn mælst í sögulegum lægðum með tilliti til vinda og hitaspár ... ég vil ekki sjá fólk slasast á neinn hátt ... sumir myndu þurfa standa úti í allt að 20 klukkustundir,“ sagði Trump í færslu sinni. Bein útsending frá íþróttaleikvangi Trump segir að bein útsending verði frá innsetningarathöfninni frá íþróttahöllinni Capital One Arena, og þangað muni hann fara eftir athöfnina. Þá standi til að aðrir viðburðir dagsins fari ekki úr skorðum, sigurgangan og böllin um kvöldið. „Allir verða öruggir, allir verða glaðir og við munum, saman, gera Bandaríkin góð á ný,“ sagði Trump. Sex stiga frost og vindhviður Ískalt heimskautaloft gengur yfir Kanada og spár gera ráð fyrir að loftið nái norðurhluta Bandaríkjanna snemma á laugardaginn með tilheyrandi frosti. Spáð er allt að sex gráðu frosti í Washington á mánudaginn næstkomandi, sem yrði kaldasti dagur forsetainnsetningar síðan Reagan var svarinn í embætti árið 1985, en þá náði frostið 13 gráðum þegar verst lét. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði verði um 10 m/s með hviðum allt að 14 m/s. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Trump greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar segir hann að vegna kuldakasts í kortunum þurfi að huga að öryggi fólks, og athöfnin verði því færð inn. „Mín skylda er að vernda fólkið í landinu, en áður en við hefjumst handa þurfum við að huga að sjálfri innsetningarathöfninni. Samkvæmt veðurspánni gæti kuldinn mælst í sögulegum lægðum með tilliti til vinda og hitaspár ... ég vil ekki sjá fólk slasast á neinn hátt ... sumir myndu þurfa standa úti í allt að 20 klukkustundir,“ sagði Trump í færslu sinni. Bein útsending frá íþróttaleikvangi Trump segir að bein útsending verði frá innsetningarathöfninni frá íþróttahöllinni Capital One Arena, og þangað muni hann fara eftir athöfnina. Þá standi til að aðrir viðburðir dagsins fari ekki úr skorðum, sigurgangan og böllin um kvöldið. „Allir verða öruggir, allir verða glaðir og við munum, saman, gera Bandaríkin góð á ný,“ sagði Trump. Sex stiga frost og vindhviður Ískalt heimskautaloft gengur yfir Kanada og spár gera ráð fyrir að loftið nái norðurhluta Bandaríkjanna snemma á laugardaginn með tilheyrandi frosti. Spáð er allt að sex gráðu frosti í Washington á mánudaginn næstkomandi, sem yrði kaldasti dagur forsetainnsetningar síðan Reagan var svarinn í embætti árið 1985, en þá náði frostið 13 gráðum þegar verst lét. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði verði um 10 m/s með hviðum allt að 14 m/s.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira