Erlent

Rússar ætla að sækja drónann í Svartahaf

Rússar ætla að reyna að sækja brak bandaríska drónans sem brotlenti í Svartahafi í gær. Bandaríkjamenn segja drónann hafa lent í hafinu eftir að rússneskri herþotu hafi verið flogið utan í hann.

Erlent

Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér

Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó.

Erlent

Tókust á við lögreglu og komu í veg fyrir handtöku Imrans Khans

Til átaka kom milli lögregluþjóna og stuðningsmanna Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, þegar þeir fyrrnefndu reyndu að handtaka þann síðarnefnda í gær. Til stóð að handtaka hann fyrir að mæta ekki í dómsal vegna ákæra um spillingu en það reyndist erfitt.

Erlent

„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“

Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær.

Erlent

Rændi þrettán ára stelpu og læsti í skúr í tvær vikur

Karlmaður í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum var á föstudaginn handtekinn grunaður um að hafa rænt þrettán ára stelpu, brotið gegn henni kynferðislega og læst hana inni í skúr í tvær vikur. Maðurinn á yfir höfði sér fjölda ákæra fyrir brot sín. 

Erlent

Fönguðu dauða­teygjur verðandi sprengi­stjörnu

Innrautt auga James Webb-geimsjónaukans náði mynd af sjaldséðri og skammlífri tegund risavaxinnar stjörnu í dauðateygjunum. Athuganir sjónaukans veita stjörnufræðingum í fyrsta skipti tækifæri til að fræðast meira um geimryk sem leikur lykilhlutverk í þróun alheimsins.

Erlent

Konungur Serengeti er dauður

Ljónið Bob yngri, oft þekktur sem Konungur Serengeti-þjóðgarðsins í Tansaníu, er dautt. Talið er að nokkur yngri ljón hafi drepið hann.

Erlent

Rússar þvinguðu bandarískan dróna til nauðlendingar

Bandaríski flugherinn sakar Rússa um glannaskap þegar rússnesk herþota þvingaði bandarískan eftirlitsdróna til þess að nauðlenda í Svartahafi í dag. Atvikið er það fyrsta á milli ríkjanna tveggja frá því að stríðið í Úkraínu hófst.

Erlent

Játa að hafa orðið tólf ára stúlkunni að bana

Tvær stúlkur, tólf og þrettán ára gamlar, játuðu að hafa orðið annarri tólf ára stúlku að bana í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar síðastliðinn laugardag og fannst hún svo látin síðdegis daginn eftir.

Erlent

Dæmd í átta ára fangelsi fyrir að ljúga ítrekað um nauðganir

Bresk kona hefur verið dæmd til átta og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ljúga því að henni hefði verið nauðgað og gerð að kynlífsþræl af asískum mönnum. Hún laug því einnig að aðrir menn hefðu brotið á sér kynferðislega. Hin 22 ára gamla Eleanor Williams er sögð hafa barið sjálfa sig með hamri og veitt sér þannig sár sem hún sakaði mennina um að hafa valdið.

Erlent

Að minnsta kosti fimm börn getin með stolnu sæði

Læknir á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð tók sæði frá mönnum sem höfðu skilað inn sýnum vegna frjósemisrannsókna og notaði til að gera konur þeim ókunnugar þungaðar. Frá þessu var greint í Uppdrag granskning fyrir helgi.

Erlent

Kirkjugarður í Wales varð að vígvelli

Nýlega opinberað myndband sýnir hvernig hópur manna barðist með hömrum, kylfum, hnífum, öxum og sveðjum í Morriston kirkjugarðinum í Swansea í Wales í fyrra. Þrettán hafa verið dæmdir vegna átakanna en þau leiddu til þess að nokkrir særðust alvarlega, jarðarfarir voru truflaðar og legsteinar skemmdir.

Erlent

Kínverjar opna fyrir erlendum gestum

Kínverjar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir erlendum ferðamönnum á ný eftir kórónuveirufaraldurinn og taka breytingarnar gildi strax á morgun miðvikudag.

Erlent

Glitter sendur aftur í fangelsi

Barnaníðingurinn Gary Glitter var kallaður aftur til afplánunar í fangelsi rétt rúmum mánuði eftir að hann var látinn laus til reynslu. Bresk fangelsisyfirvöld segja að hann hafi rofið skilmála lausnarinnar.

Erlent

Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi

Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu.

Erlent