De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 23:29 De Niro er áttatíu ára gamall, eignaðist barn í fyrra og lætur stjórnmálin í Bandaríkjunum sig varða. AP Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira