Erlent Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Erlent 7.11.2022 16:24 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. Erlent 7.11.2022 14:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. Erlent 7.11.2022 11:45 Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu 24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun. Erlent 7.11.2022 10:27 Tekur við formennsku af Le Pen Hinn 27 ára Jordan Bardella var í gær kjörinn formaður hægri þjóðernisflokksins Rassemblement National, flokksins sem áður gekk undir nafninu Þjóðfylkingin (f. Front National). Hann tekur við formennskunni af Marine Le Pen sem hyggst einbeita sér að störfum flokksins á franska þinginu. Erlent 7.11.2022 08:49 Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. Erlent 7.11.2022 08:27 Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. Erlent 7.11.2022 07:24 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. Erlent 6.11.2022 23:30 Biðja fólk um að hætta að sleikja körtur Landverðir í Bandaríkjunum biðja almenning um að hætta að sleikja körtur. Fólk hefur í auknum mæli sleikt tiltekna tegund froskdýra til að komast í vímu en yfirvöld segja athæfið hættulegt. Erlent 6.11.2022 21:41 Nítján létust í flugslysinu Að minnsta kosti nítján létust í flugslysi í Tansaníu í dag. Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Leit að farþegum stendur enn yfir. Erlent 6.11.2022 21:03 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. Erlent 6.11.2022 20:15 Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. Erlent 6.11.2022 16:00 Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. Erlent 6.11.2022 11:59 Brotlenti í stærsta vatni Afríku Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum. Erlent 6.11.2022 11:08 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Erlent 6.11.2022 10:10 Varð fjórum að bana eftir slagsmál í brúðkaupi Ökumaður varð þremur að bana fyrir utan veitingastað í Madríd, höfuðborgar Spánar þar sem brúðkaupsveisla fór fram. 65 ára gömul kona karlmenn á aldrinum og 60, 37 og 17 létu lífið og fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir. Erlent 6.11.2022 10:08 Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu. Erlent 6.11.2022 09:31 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. Erlent 6.11.2022 08:43 Yfirvöld í Kína hafa engan áhuga á afléttingum Kínversk yfirvöld hafa ekki áhuga á því að aflétta samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í bráð. Sýnatökur, sóttkví og lokanir eru enn daglegt brauð í Kína. Erlent 5.11.2022 23:34 Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar „Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint. Erlent 5.11.2022 23:01 Læknar skilja ekki af hverju hún er enn á lífi; hefur lifað af tólf meðferðir vegna krabbameinsæxla Spænsk kona sem hefur undirgengist meðferðir og skurðaðgerðir 12 sinnum vegna krabbameinsæxla, þar af hafa 5 verið illkynja æxli, hefur glætt vonir sérfræðinga um að verulega verði hægt að auka batahorfur og bæta meðferð krabbameinssjúklinga á næstu árum. Þeir segja óskiljanlegt að konan skuli enn vera á lífi, en hún er rétt rúmlega fertug. Erlent 5.11.2022 14:01 Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. Erlent 5.11.2022 12:22 Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda. Erlent 5.11.2022 09:54 Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erlent 5.11.2022 09:10 Öskraði „farðu aftur til Afríku“ á annan þingmann Þingmaður á franska þinginu hefur verið settur í fimmtán daga bann fyrir að hafa öskrað „farðu aftur til Afríku“ á þingmann úr öðrum flokki. Hann segist ekkert hafa gert rangt og vill meina að orðin hafi beinst að stöðu flóttafólks. Erlent 4.11.2022 17:26 Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki. Erlent 4.11.2022 16:32 Sanna braut engar reglur með djamminu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu. Erlent 4.11.2022 15:22 Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Erlent 4.11.2022 14:40 Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu. Erlent 4.11.2022 12:14 Þjóðgarðsverðir fá leyfi til að skjóta á úlfa með málningarkúlum Þjóðgarðsverðir í Arnheim í Hollandi hafa fengið heimild til að skjóta á úlfa með málningarkúlum (e. paint ball) í þeim tilgangi að gera dýrin fráhverf mannfólkinu. Úlfar í Hoge Veluwe-þjóðgarðinum eru sagðir orðnir hættulega óhræddir við fólk, þannig að mönnum gæti stafað ógn af þeim. Erlent 4.11.2022 11:24 « ‹ 208 209 210 211 212 213 214 215 216 … 334 ›
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Erlent 7.11.2022 16:24
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. Erlent 7.11.2022 14:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. Erlent 7.11.2022 11:45
Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu 24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun. Erlent 7.11.2022 10:27
Tekur við formennsku af Le Pen Hinn 27 ára Jordan Bardella var í gær kjörinn formaður hægri þjóðernisflokksins Rassemblement National, flokksins sem áður gekk undir nafninu Þjóðfylkingin (f. Front National). Hann tekur við formennskunni af Marine Le Pen sem hyggst einbeita sér að störfum flokksins á franska þinginu. Erlent 7.11.2022 08:49
Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. Erlent 7.11.2022 08:27
Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. Erlent 7.11.2022 07:24
Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. Erlent 6.11.2022 23:30
Biðja fólk um að hætta að sleikja körtur Landverðir í Bandaríkjunum biðja almenning um að hætta að sleikja körtur. Fólk hefur í auknum mæli sleikt tiltekna tegund froskdýra til að komast í vímu en yfirvöld segja athæfið hættulegt. Erlent 6.11.2022 21:41
Nítján létust í flugslysinu Að minnsta kosti nítján létust í flugslysi í Tansaníu í dag. Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Leit að farþegum stendur enn yfir. Erlent 6.11.2022 21:03
Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. Erlent 6.11.2022 20:15
Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. Erlent 6.11.2022 16:00
Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. Erlent 6.11.2022 11:59
Brotlenti í stærsta vatni Afríku Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum. Erlent 6.11.2022 11:08
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Erlent 6.11.2022 10:10
Varð fjórum að bana eftir slagsmál í brúðkaupi Ökumaður varð þremur að bana fyrir utan veitingastað í Madríd, höfuðborgar Spánar þar sem brúðkaupsveisla fór fram. 65 ára gömul kona karlmenn á aldrinum og 60, 37 og 17 létu lífið og fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir. Erlent 6.11.2022 10:08
Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu. Erlent 6.11.2022 09:31
Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. Erlent 6.11.2022 08:43
Yfirvöld í Kína hafa engan áhuga á afléttingum Kínversk yfirvöld hafa ekki áhuga á því að aflétta samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í bráð. Sýnatökur, sóttkví og lokanir eru enn daglegt brauð í Kína. Erlent 5.11.2022 23:34
Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar „Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint. Erlent 5.11.2022 23:01
Læknar skilja ekki af hverju hún er enn á lífi; hefur lifað af tólf meðferðir vegna krabbameinsæxla Spænsk kona sem hefur undirgengist meðferðir og skurðaðgerðir 12 sinnum vegna krabbameinsæxla, þar af hafa 5 verið illkynja æxli, hefur glætt vonir sérfræðinga um að verulega verði hægt að auka batahorfur og bæta meðferð krabbameinssjúklinga á næstu árum. Þeir segja óskiljanlegt að konan skuli enn vera á lífi, en hún er rétt rúmlega fertug. Erlent 5.11.2022 14:01
Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. Erlent 5.11.2022 12:22
Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda. Erlent 5.11.2022 09:54
Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erlent 5.11.2022 09:10
Öskraði „farðu aftur til Afríku“ á annan þingmann Þingmaður á franska þinginu hefur verið settur í fimmtán daga bann fyrir að hafa öskrað „farðu aftur til Afríku“ á þingmann úr öðrum flokki. Hann segist ekkert hafa gert rangt og vill meina að orðin hafi beinst að stöðu flóttafólks. Erlent 4.11.2022 17:26
Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki. Erlent 4.11.2022 16:32
Sanna braut engar reglur með djamminu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu. Erlent 4.11.2022 15:22
Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Erlent 4.11.2022 14:40
Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu. Erlent 4.11.2022 12:14
Þjóðgarðsverðir fá leyfi til að skjóta á úlfa með málningarkúlum Þjóðgarðsverðir í Arnheim í Hollandi hafa fengið heimild til að skjóta á úlfa með málningarkúlum (e. paint ball) í þeim tilgangi að gera dýrin fráhverf mannfólkinu. Úlfar í Hoge Veluwe-þjóðgarðinum eru sagðir orðnir hættulega óhræddir við fólk, þannig að mönnum gæti stafað ógn af þeim. Erlent 4.11.2022 11:24