Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2024 12:17 Árni Þór Sigurðsson, Sendiherra Íslands í Danmörku segir mikla eftirsjá af Margréti drottningu. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn/Getty Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti dönsku þjóðinni í áramótaávarpi sínu í gær að hún hefði ákveðið að afsala sér dönsku krúnunni eftir 52 ár á valdastóli. Hún sagði bakveikindi helstu ástæðu ákvörðunar sinnar, en einnig væri kominn tími til að leggja konunglegar skyldur á herðar næstu kynslóðar. „Það er ekki hægt að segja annað en að drottningin hafi í raun og veru varpað sprengju í danskt samfélag og í samfélagsumræðuna með þessari ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. „Þetta kom, held ég að ég geti fullyrt, langflestum, ef ekki öllum mjög á óvart.“ Fólk eigi erfitt með að verjast tárum Margrét hóf síðasta kaflann í ræðu sinni á að minna þjóð sína á litla orðið „takk.“ Hún notaði tækifærið til að koma þökkum á framfæri við Grænlendinga, Færeyinga og til þjóðar sinnar, Dana. „Þá fór mann að gruna að nú væri eitthvað að koma, eitthvað stórt,“ segir Árni. „Sem varð reyndin. Ég held að Danir hafi almennt verið þessu algjörlega óviðbúnir og það eru mjög margir sem skrifa bæði á samfélagsmiðla og í dagblöðum að það er ekki hún sem á að þakka þjóðunum, það erum við sem eigum að þakka henni.“ Árni var með Dani í mat heima hjá sér í gærkvöldi og segir stemninguna hafa verið sérstaka. „Fólk á erfitt með að verjast því að tárast yfir þessum tíðindum, því drottningin hefur notið fágætra vinsælda í Danmörku og gerir enn, þannig það er auðvitað mikil eftirsjá af henni.“ Þetta var óvænt og fólk er slegið, en um leið er það fullt af þakklæti í hennar garð. Breytingar í vændum Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ávarp drottningarinnar. Árni segir það hafa vakið athygli sína að hún hafi talað um pólitískari mál en hún geri jafnan. „Drottningin blandar sér ekki í stjórnmál, en hún talaði um stríðin í Úkraínu og á Gaza og gerði það með mjög yfirveguðum hætti myndi ég segja. Hún talaði um loftlagsvána og loftlagsbreytingarnar, þannig að kannski nýtti hún þessa síðustu áramótaræðu sína til að koma á framfæri áhyggjum af slíkum pólitískum málum,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. Elsti sonur Margrétar, Friðrik krónprins, tekur við embættinu eftir tvær vikur, eða þann 14.janúar. Dagsetningin er ekki tilviljun, en þann sama dag árið 1972 var Margrét krýnd drottning. Árni býst við heilmiklum breytingum í Danmörku. „Eflaust ekki frá fyrsta degi, en nú er ný kynslóð að taka við. Konungur með sína eiginkonu sem verður drottning, þannig það má búast við því að það verði breytingar í háttum og framgöngu og jafnvel þeim málum sem konungsfjölskyldan beitir sér fyrir. Þetta veit maður auðvitað ekki fyrir víst, en ég sé að þeir stjórnmálaskýrendur sem eru sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, tala um það að það sé breytinga að vænta.“ Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti dönsku þjóðinni í áramótaávarpi sínu í gær að hún hefði ákveðið að afsala sér dönsku krúnunni eftir 52 ár á valdastóli. Hún sagði bakveikindi helstu ástæðu ákvörðunar sinnar, en einnig væri kominn tími til að leggja konunglegar skyldur á herðar næstu kynslóðar. „Það er ekki hægt að segja annað en að drottningin hafi í raun og veru varpað sprengju í danskt samfélag og í samfélagsumræðuna með þessari ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. „Þetta kom, held ég að ég geti fullyrt, langflestum, ef ekki öllum mjög á óvart.“ Fólk eigi erfitt með að verjast tárum Margrét hóf síðasta kaflann í ræðu sinni á að minna þjóð sína á litla orðið „takk.“ Hún notaði tækifærið til að koma þökkum á framfæri við Grænlendinga, Færeyinga og til þjóðar sinnar, Dana. „Þá fór mann að gruna að nú væri eitthvað að koma, eitthvað stórt,“ segir Árni. „Sem varð reyndin. Ég held að Danir hafi almennt verið þessu algjörlega óviðbúnir og það eru mjög margir sem skrifa bæði á samfélagsmiðla og í dagblöðum að það er ekki hún sem á að þakka þjóðunum, það erum við sem eigum að þakka henni.“ Árni var með Dani í mat heima hjá sér í gærkvöldi og segir stemninguna hafa verið sérstaka. „Fólk á erfitt með að verjast því að tárast yfir þessum tíðindum, því drottningin hefur notið fágætra vinsælda í Danmörku og gerir enn, þannig það er auðvitað mikil eftirsjá af henni.“ Þetta var óvænt og fólk er slegið, en um leið er það fullt af þakklæti í hennar garð. Breytingar í vændum Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ávarp drottningarinnar. Árni segir það hafa vakið athygli sína að hún hafi talað um pólitískari mál en hún geri jafnan. „Drottningin blandar sér ekki í stjórnmál, en hún talaði um stríðin í Úkraínu og á Gaza og gerði það með mjög yfirveguðum hætti myndi ég segja. Hún talaði um loftlagsvána og loftlagsbreytingarnar, þannig að kannski nýtti hún þessa síðustu áramótaræðu sína til að koma á framfæri áhyggjum af slíkum pólitískum málum,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. Elsti sonur Margrétar, Friðrik krónprins, tekur við embættinu eftir tvær vikur, eða þann 14.janúar. Dagsetningin er ekki tilviljun, en þann sama dag árið 1972 var Margrét krýnd drottning. Árni býst við heilmiklum breytingum í Danmörku. „Eflaust ekki frá fyrsta degi, en nú er ný kynslóð að taka við. Konungur með sína eiginkonu sem verður drottning, þannig það má búast við því að það verði breytingar í háttum og framgöngu og jafnvel þeim málum sem konungsfjölskyldan beitir sér fyrir. Þetta veit maður auðvitað ekki fyrir víst, en ég sé að þeir stjórnmálaskýrendur sem eru sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, tala um það að það sé breytinga að vænta.“
Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16