Erlent

Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri

Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi.

Erlent

Réttað verður yfir læknaliði Maradona

Dómari í Argentínu hefur ákveðið að réttað skuli yfir læknaliði Diego Maradona vegna manndráp af gáleysi. Sérfræðinganefnd komst að þeirri niðurstöðu að meðferðin sem Maradona fékk hafi einkennst af vanrækslu og óreglu.

Erlent

Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump

Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra.

Erlent

Settu af dómsmálaráðherra sem varð manni að bana

Öldungadeild ríkisþings Suður-Dakóta í Bandaríkjunum sakfelldi dómsmálaráðherra ríkisins fyrir embættisbrot sem tengjast banaslysi sem hann átti aðild að á þriðjudag. Ráðherranum var vikið úr embætti og honum bannað að gegna opinberu embætti aftur.

Erlent

Vaktin: í­huga að hörfa frá Lysychansk

Besta öryggistrygging Úkraínu liggur í aðild að Evrópusambandinu, sem myndi gera Vladimir Pútín Rússlandsforseta erfiðara fyrir að ráðast aftur inn í landið. Þetta segir Jonathan Powell, fyrrverandi starfsmannastjóri Tony Blair og samningamaður Breta í málefnum Norður-Írlands.

Erlent

Tugþúsundir lestarstarfsmanna aftur í verkfall

Starfsmenn breska lestarkerfisins eru í verkfalli í dag, í annað sinn í þessari viku. Það þýðir að hálft kerfið er óstarfhæft í Englandi, Wales og í Skotlandi. Landsmönnum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nema það sé bráðnauðsynlegt.

Erlent

Forn borg fannst í Írak vegna mikilla þurrka

Forn borg í Írak hefur litið dagsins ljós vegna mikilla þurrka en borgin er sögð vera 3.400 ára gömul. Borgin er talin vera bronsaldarborgin Zakhiku, borgin fór á kaf eftir að stjórnvöld í Írak byggðu Mosul stífluna á níunda áratugi tuttugustu aldar og hefur varla sést síðan.

Erlent

Cosby fundinn sekur um að misnota táningsstúlku

Kviðdómur í Kaliforníu fann Bill Cosby sekan um að hafa misnotað sextán ára gamla stúlku kynferðislega á Playboy-setrinu árið 1975 í gær. Málið var eitt af þeim síðustu gegn Cosby en fjöldi kvenna hefur sakað hann um misnotkun í gegnum tíðina.

Erlent

Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur

Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“.

Erlent

Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu

Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega.

Erlent